Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.2015, Side 2

Víkurfréttir - 03.12.2015, Side 2
2 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Mikil eftirspurn er eftir leigu­húsnæði á Suðurnesjum að sögn Reynis Kristinssonar hjá Tjarnarverki ehf. en fyrirtækið leigir út 107 íbúðir í Reykjanesbæ og Vogum. „Það er að myndast ákveðinn leigumarkaður á Suður­ nesjum en það þarf lengri tíma til að byggja hann upp. Það er stefnan hjá Tjarnarverki að fólk geti leigt til langs tíma og þannig verið öruggt á sínum stað,“ sagði Reynir. Að sögn Reynis er leiguverð á Suðurnesjum töluvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Hér sé meðalverð á fermetra leiguhús- næðis um 1600 krónur á mánuði, samanborið við 2000 til 2500 krónur þar. „Leiguverðið fer hækk- andi. Það þótti töluvert þegar við hækkuðum verðið upp í 1600 krónur á fermetrann fyrr á þessu ári. Það eru þó dæmi um að íbúðir á Suðurnesjum séu leigðar út fyrir 1700 til 1800 krónur á fermetrann, það sér maður á auglýsingum á vefnum Bland og á Facebook.“ Sá hópur fólks sem leigir íbúðir af Tjarnarverki ehf. eru að sögn Reynis á ýmsum aldri en flestir eru ungt fólk með börn. „Oft hefur fólk verið í kytrum áður en getur svo með batnandi atvinnuástandi leyft sér að leigja nýja íbúð en flestar íbúðirnar sem við leigjum út voru byggðar á árunum 2007 til 2008.“ Lengstur er biðlistinn eftir 60 til 70 fermetra íbúðum og getur biðin því tekið nokkra mánuði. „Við leigjum líka út fimm herbergja íbúðir sem hafa verið mjög vinsælar. Þá er fólk að stækka við sig hjá okkur, fer úr minni leiguíbúð og í stærri.“ Karlmaður var nýlega dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft tvær og hálfa milljón króna af Guð­ jóni Árna Konráðssyni, manni með þroskaskerðingu. Fjallað var um málið á RÚV. Hinn ákærði blekkti starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík til að millifæra peninga af reikningi Guðjóns til sín. Málið var kært til lögreglunnar á Suðurnesjum árið 2007 en ákæra var ekki gefin út fyrr en árið 2013. Það hversu lengi málið dróst er ástæða þess að Hæstiréttur ákvað að skilorðsbinda dóminn. Lög- maður mannsins íhugar að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna mikilla tafa á rannsókn málsins. Í umfjöllun RÚV var rætt við systur mannsins, Jónu Ósk Kon- ráðsdóttur, og sagði hún rannsókn málsins hafa verið klúður frá upp- hafi til enda. Málið hafi haft gríðar- leg áhrif á fjárhag bróður síns. Hann eigi ekki neitt í dag en hafi verið vel stæður áður en það kom upp. Hún áætlar að hinn ákærði hafi haft um 9 milljónir af honum. Hún telur að hinn ákærði hafi einnig svikið Guðjón í fasteigna- viðskiptum en lögregla rannsakaði það mál ekki. Í svari Lögreglunnar á Suður- nesjum til RÚV sagði að gríðarlegt álag hafi verið á rannsóknardeild á þeim tíma er málið var í rannsókn, auk þess sem krafa um niðurskurð hafi verið mikil. Vísir að leigumarkaði að myndast á Suðurnesjum - Langir biðlistar eftir 60 til 70 fm íbúðum Segir rannsókn lögreglu klúður frá upphafi til enda - Hinn ákærði blekkti starfsmenn SpKef ÍBÚAKOSNINGU AÐ LJÚKA JÓLIN Í DUUS FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ HANDPRJÓNUÐ SJÖL SÖLUSÝNING Í DUUS SAFNAHÚSUM VIÐTALSTÍMAR/ APPOINTMENTS MRSÍ/ICELANDIC HUMAN RIGHTS Rafrænni íbúakosningu um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík lýkur kl. 02:00 4. desember. Í dag er því síðasti dagurinn til að fá aðstoð við rafræn auðkenni á Bókasafni Reykjanesbæjar. Safnið er opið milli kl. 9:00 og 18:00. Tengil í rafrænan kjörseðil má finna á www.ibuakosning.is, www.reykjanesbaer.is, www.island.is og á Facebook síðu Reykjanesbæjar. Jólasveinarnir hafa villst í Bryggjuhúsinu. Finnið þá í skemmtilegum fjölskylduratleik. Heitt kakó og piparkökur í þátttökuverðlaun fyrir börnin á Kaffi Duus. Óskalistagerð í Stofunni, allt efni á staðnum. Skessan er í jólaskapi og hefur skreytt hellinn sinn. Hún tekur við óskalistum í póstkassann sinn og kemur þeim til jólasveinanna. Opið í Duus safnahúsum alla daga frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis. Sýning og sala á handprjónuðum hyrnum og langsjölum eftir hönnuðinn Magdalenu Sirrý í Stofunni í Duus Safnahúsum. Opið laugardaginn 5. desember kl. 16:00 – 19:00 og sunnudaginn 6. desember kl. 13:00 – 17:00. Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) verður meðviðtals tíma fyrir innflytjendur í Reykjanesbæ, milli kl. 12.00 -16.00 9. desember í Fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1. Þjónustuver Reykjanesbæjar tekur á móti tímapöntunum í síma 421-6700 milli kl. 9.00 – 16.00 alla virka daga. Taka þarf fram hvort þörf sé á túlkaþjónustu í viðtalinu. Icelandic Human Rights (MRSÍ) will have appoint- ments for immigrants in Reykjanesbær between 12:00 o´clock to 16:00 o´clock on the 9 of Desember in the Family Centre at Skólavegi 1. It is necessary to book appointments through customer service at the Town hall, phone 421-6700 between the hours 9:00 to 16:00 o´clock on weekdays. If necessary, need for an interpreter in the interview has to be stated. JÓLABALL FATLAÐS FÓLKS Reykjanesbær og Ráin bjóða fötluðu fólki á jólaball á Ránni í dag milli kl. 14:00 og 16:00. Jólasveinar koma í heimsókn, skemmtiatriði verða á dagskrá og dansað í kringum jólatré við undirleik bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar. Boðið verður upp á veitingar og svo er aldrei að vita nema sveinarnir lumi á einhverju góðgæti. Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa ákveðið að skipta út efnum af tveimur sparkvöllum í bæjarfélaginu sem eru með dekkjakurli því sem Læknafélag Íslands hefur varað við. Annar völlurinn er frá árinu 2006 og hinn frá 2010. Skipta á gúmmí­ kurlinu út á næsta ári. Í svari frá bænum við fyrirspurn Vík­ urfrétta kemur fram að fram­ kvæmdin hafi verið sett inn á fjárhagsáætlun Grindavíkur­ bæjar fyrir árið 2016. Ákveðið hafi verið að vera til fyrir­ myndar og leyfa börnunum að njóta vafans. Skipt verður um bæði gervigras og gúmmíkurl á eldri vellinum. Á nýrri vellinum verður dekkjak- urlið ryksugað burt og gúmmí af viðurkenndri gerð sett í staðinn, það er ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða meng- andi. Er það í samræmi við sam- þykkt stjórnar KSÍ frá 9. októ- ber síðastliðnum þar sem sam- þykkt var að mæla gegn notkun á endurnýttum hjólbörðum í nýjum völlum með knattspyrnug- rasi og við endurnýjun eldri valla. Gúmmíkurli skipt út í Grindavík á næsta ári Fjölgun umsókna í fjarnám Háskólabrúar XuUmsóknum í fjarnám Há­ skólabrúar Keilis hefur fjölgað milli ára og eru þær fjórðungi fleiri núna en á sama tíma í fyrra. Nú stunda rúmlega tvö hundruð einstaklingar aðfara­ nám að háskólanámi í Keili, þar af um helmingurinn í fjarnámi. Þá hófu um þrjátíu einstaklingar fjarnám í Há­ skólabrú með vinnu í lok nóv­ ember, en það nám er kennt á tveimur árum og hentar vel þeim aðilum sem vilja taka lengri tíma eða vilja stunda námið með vinnu. Við næstu útskrift í janúar 2016 má reikna með að heildar- fjöldi útskrifaðra nemanda úr Háskólabrú verði samtals hátt í 1.400. Keilir býður upp á að- fararnám í samstarfi við Háskóla Íslands og hafa langflestir nem- endur haldið áfram í háskóla- nám bæði hérlendis og erlendis. Námið hefur á undanförnum árum markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjón- ustu og stuðning við nemendur, ásamt því að miða kennsluhætti við þarfir fullorðinna nemenda. Fjarnám Háskólabrúar Keilis hefst næst 4. janúar 2016 og er umsóknarfrestur til 14. desember næstkomandi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdents- prófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Nánari upp- lýsingar á www.haskolabru.ist

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.