Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.2015, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 03.12.2015, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Húsfyllir á kórkvöldi í Kirkjulundi -mannlíf pósturu vf@vf.is Húsfyllir var á kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju í síðustu viku og fengu kórfélagar til sín góða gesti frá Sönghóp Suðurnesja. Kvöldstundirnar þóttust takast vel síðasta vetur og hafa kórfélagar því ákveðið að halda þeim áfram en þar stíga á stokk ýmsir tónlistarmenn úr kórnum í notalegri kaffihúsa- stemmningu í Kirkjulundi. Allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins sem hyggur utan í sumar. Kórarnir sungu bæði í sitt hvoru lagi og saman og þá var á sínum stað samsöngur í sal þar sem allir tóku undir. Fjöldi barna og foreldra mætti á Tjarnargötutorgið í Reykjanesbæ þegar kveikt var á stærsta jólatré bæjar­ins sl. laugardag en það er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar. Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, afhenti tréð og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, veitti því viðtöku. Fannar Snævar Hauksson úr 6. bekk í Njarðvíkurskóla tendraði ljósin á trénu. Jólasveinar mættu á svæðið og sungu og dönsuðu í kringum stóra jólatréð með krökkunum og foreldrum þeirra í vetrarstillunni. Fannar tendraði ljósin á vinabæjarjólatrénu Ytri-Njarðvíkurkirkju 9. desember kl. 20:30 Gestakórar: Söngsveitin Víkingar og Barnakór Sandgerðis Miðasala hjá kórfélögum og við innganginn Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur Hafnargötu 54, Keflavík, sími 421 4646 Snyrtivör SÉ R- HA NN AÐ IR Fut af oum vöm í jólapaan Flo tilbo ð aa dag a fram að jó lum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.