Víkurfréttir - 03.12.2015, Side 6
6 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
PÁLL KETILSSON
RITSTJÓRNARPISTILL
Helguvíkurmengun og íbúakosning
Það er óhætt að segja að frétt
irnar úr Helguvík hafi verið fjöl
breyttar að undanförnu og þessi
staður sé búinn að vera í eldlínu
umræðunnar. Kísilverið Thor
sil sem íbúakosning stendur um
gaf það út í auglýsingu í Víkurf
réttum að meðallaun yrðu um
600 þús. kr. og lofar því að starfa í sátt við íbúa og
umhverfi á Reykjanesi um ókomna tíð. Þar segir
einnig að fyrirtækið hafi valið Reykjanesbæ vegna
jákvæðra viðhorfa bæjaryfirvalda, traustra innviða á
svæðinu, aðgangs að hæfu vinnuafli og vel staðsettrar
hafnarlóðar fyrir starfsemi sína. Íbúakosningu um
málefni Thorsils lýkur 4. des. en þátttaka í rafrænu
kosningunni er afar lítil. Þegar tveir dagar voru eftir
af henni höfðu aðeins um 600 manns farið á netið og
tekið þátt eða um 6% íbúa en um 10 þúsund manns
eru á kjörskrá í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn í Reykja
nesbæ vekur athygli á þessu í pistli í vikunni, segir
kjörsókn óheppilega dræma og að það skjóti skökku
við að af þeim 2800 manns sem rituðu nafn sitt á
undirskriftalistana, þar sem kosningar var krafist,
skuli aðeins 600 af þeim hafa tekið þátt.
Fyrir þessa kosningu var ljóst að hún myndi engin
áhrif á fyrirætlanir bæjaryfirvalda sem hafa alltaf
sagt að hún yrði aldrei meira en ráðgefandi og í
raun marklaus því ákveðið hafi verið að breyta ekki
neinu í ferlinu varðandi kísilver Thorsil. Því hafa
margir furðað sig á þessum látum og veseni mót
mælenda. Hitt er svo annað að hópurinn hefur vakið
athygli á mengunarþættinum sem hann telur að
sé ekki að fullu skýr þó svo Umhverfisstofnun hafi
gefið grænt ljós. Það hafi ekki verið nógu grænt.
Í nýrri frétt okkar í Víkurfréttum kemur fram að
kísilverin bæði í Helguvík skipuleggi sjálf meng
unarmælingarnar og velji eftirlitsaðila sem reyndar
Umhverfisstofnun þarf að samþykkja. Einhverjum
kann að þykja þetta full frjálslegt og í frétt VF er
viðtal við bónda í Hvalfirði sem lýsir reynslu sinni
af mengunarmálum þar vegna nærveru við álver.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa farið fram á það
að vera virkur aðili í eftirliti á vöktuninni og þau
(ásamt Umhverfisstofnun og kísilverunum) verða
með fulltrúa í samráðshóp þar sem farið verður yfir
niðurstöður mælinga.
Hvernig sem því líður þá er það ljóst að þetta mál
þarf að að vera á hreinu og nokkuð víst, að jafnvel
hörðustu fylgjendur starfseminnar í Helguvík vilja
að þessi þáttur verði í fullkomnu lagi og að engu
verði til slakað í þeim efnum.
AUGLÝSINGASÍMINN
ER 421 0001
vf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is,
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is og kylfingur.is
ÚTGEFANDI:
AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN:
RITSTJÓRI OG ÁBM.:
FRÉTTASTJÓRI:
BLAÐAMENN:
AUGLÝSINGASTJÓRI:
UMBROT OG HÖNNUN:
AFGREIÐSLA:
PRENTVINNSLA:
UPPLAG:
DREIFING:
DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl.
17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug-
lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju-
dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist
skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri
útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Fjölbreytileikinn er allsráðandi í Myllubakkaskóla þar
sem einn þriðji hluti nemenda
er af erlendum uppruna. Sam
tals tala nemendur skólans 25
tungumál. „Hér eru töluð mörg
tungumál og það er dásamlegt.
Hjá okkur er mikil fjölbreytni
sem gefur lífinu lit,“ segir Bryn
dís Guðmundsdóttir, skólastjóri
Myllubakkaskóla.
Í skólanum eru börn sem eiga upp-
runa sinn að rekja til Rússlands,
Póllands, Bandaríkjanna, Kanada,
Indlands, Kirgistan, Taílands og
fleiri landa. Flestir erlendu nem-
endanna eru af pólskum uppruna.
Þegar nemendur af erlendum upp-
runa hefja nám við Myllubakka-
skóla er haldinn fundur með
foreldrum þar sem túlkur er við-
staddur. Svo er nemendum sýndur
skólinn og farið er yfir helstu
áherslur í skólastarfinu. Nemendur
eru meira og minna inni í sínum
bekk en aðlögun er einstaklings-
miðuð. Lögð er áhersla á kennslu
í orðaforða til að nemendur geti
bjargað sér. „Um daginn hafði
kennari til dæmis útbúið möppu
með myndum af öllum í bekknum
og kveðjum fyrir nýjan nemanda
sem hann fékk áður en hann hóf
fyrsta skóladaginn. Þá þekkti hann
bekkjarfélagana í sjón og var fljótari
að læra nöfnin. Núna er þessi nem-
andi orðinn einn af hópnum þrátt
fyrir að hafa komið til okkar fyrir
aðeins nokkrum vikum.“ Bryndís
segir börnin í Myllubakkaskóla vön
því að í skólanum séu nemendur af
ýmsum uppruna og því sé það hið
eðlilegasta mál.
Mörg barnanna eru fljót að læra
íslensku en eins og gengur og gerist
eru þau misfljót. „Sum læra íslensku
á mjög stuttum tíma þegar önnur
taka lengri tíma, tungumál liggja
misvel fyrir fólki. Nemendum af er-
lendum uppruna gengur mörgum
mjög vel í námi og ná að aðlagast
íslensku samfélagi vel.“ Bryndís
segir afar mikilvægt að bera virð-
ingu fyrir móðurmáli barnanna.
Nú er til skoðunar hjá Reykjanesbæ
að bjóða nemendum af erlendum
uppruna upp á kennslu í móður-
máli sínu. „Því betri sem börn eru
í sínu móðurmáli því betur gengur
þeim að læra ný tungumál.“
Á dögunum voru fjölmenningar-
dagar í Myllubakkaskóla þar sem
allir nemendur teiknuðu sína fána
og kynntu sína menningu. „Það
er mjög gaman fyrir nemendur af
erlendum uppruna að kynna sína
menningu og sömuleiðis fyrir ís-
lensku nemendurna að læra um
menningu annarra. Við erum öll
hluti af þessu samfélagi og hjálp-
umst að við að láta öllum líða vel.“
Aðspurð segir Bryndís ólíkan upp-
runa nemenda alveg örugglega
gera kennsluna meira krefjandi
fyrir kennara, þeir þurfi að vera
sveigjanlegir og stunda einstakl-
ingsmiðaða kennslu. Starfið gangi
þó mjög vel enda séu kennararnir
komnir með mikla reynslu. „Þeir
eru svo færir að þetta virðist ganga
eins og smurð vél.“
Fjölbreytileikinn ráðandi í Myllubakkaskóla í Keflavík. Einn þriðji hluti nemenda af erlendum uppruna:
Nemendur tala 25 tungumál
Þessir
nemendur
sungu
afmælis-
sönginn
á pólsku
fyrir nem-
anda frá
Krigistan. Nemendur í Myllubakka-
skóla eru af fjölbreyttum
uppruna. Þeirra á meðal
eru nemendurnir á
myndinni.