Víkurfréttir - 03.12.2015, Síða 14
14 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Mi ðstö ð símenntunar á Suðurnesjum undirbýr nú
verkefnið Lingua Café að finnskri
fyrirmynd. Að sögn Sveindísar
Valdimarsdóttur, verkefnastjóra
íslenskunámskeiða hjá MSS, er
verkefnið einkar spennandi.
„Eins og nafnið ber með sér, er
hér um að ræða stefnumót á kaffi-
húsi, þar sem einstaklingar frá
ólíkum löndum hittast yfir kaffi-
bolla og velja sér ólík tungumál til
tjáskipta.“ Tilgangur verkefnisins
er að gefa fólki tækifæri til að æfa
tungumálakunnáttu sína, auk þess
sem það gefur fólki af ólíkum upp-
runa tækifæri til að hittast, kynnast
og skiptast á skoðunum. Verkefnið
felur meðal annars í sér að undir-
búið verður auðvelt námsefni sem
nýtist til að aðstoða fólk sem er að
hefja nám í íslensku, hvetur það
áfram og auðveldar því samskiptin.
Löng hefð er fyrir verkefninu
Lingua Café í Finnlandi en það
hófst fyrst þar fyrir níu árum. Við
undirbúninginn hjá MSS er stuðst
við reynsluna þaðan.
„Okkur hjá MSS finnst þetta mjög
spennandi verkefni. Við erum með
stóran nemendahóp, íslenskra sem
erlendra nemenda sem eru, eða
hafa verið, í tungumálanámi hjá
okkur. Margir þeirra vilja halda
áfram að þjálfa þau tungumál sem
þau hafa verið að læra og svo eru
eflaust margir til viðbótar sem vilja
kíkja á Lingua café til að hitta fólk
og þjálfa tungumál sem eru annars
ef til vill ekki mikið notuð svona
dags daglega eins og spænsku,
norsku eða ensku,“ segir Sveindís.
Hluti af undirbúningi MSS fyrir
tungumálakaffið er að leggja fyrir
skoðanakönnun á næstu vikum og
eru allir áhugasamir um verkefnið
hvattir til að taka þátt. ,,Könnun-
ina má fljótlega finna á heimasíðu
MSS og það væri gaman ef sem
flestir gæfu sér tíma til að taka
þátt í henni. Hún á að geta gefið
okkur einhvers konar mynd af því
hvernig fólk lærir best tungumál
og hvaða skoðanir fólk hefur yfir-
leitt á tungumálanámi. Það er alltaf
gaman að taka þátt í verkefnum
sem stuðla að því að nýta nám á
praktískan hátt. Það er eitthvað
sem við þurfum að gera mun meira
af.“
Undirbúningur er nú í fullum
gangi og er áætlað að verkefnið
byrji á næsta ári. Það er hluti af
Nordplus áætlun í menntamálum
og er unnið í samstarfi við Finn-
land, Eistland, Lettland og Litháen.
Undirbúa regluleg
tungumálakvöld
-mannlíf pósturu vf@vf.is
Frá Lingua Café í Finnlandi. Verkefnið hefur verið í gangi þar í níu ár.
Tímabundið ley til sölu skotelda
í smásölu og ley til skoteldasýninga
Lögreglan á Suðurnesjum
Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leys fyrir sölu skotelda í
smásölu og leys til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2015
til og með 6. janúar 2016.
Þeir aðilar sem hyggjast sækja um ley fyrir sölu skotelda í smásölu í
Reykjanesbæ, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir
áramót 2015-2016, ber að sækja um slíkt ley til lögreglunnar á
Suðurnesjum fyrir kl. 16:00, 8. desember 2015.
Hægt er að nálgast umsóknirnar á logreglan.is og á lögreglustöðinni í
Reykjanesbæ að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í
Grindavík, Víkurbraut 25. Ley eru veitt að fullnægðum skilyrðum
vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.
Athugið:
• Umsóknaraðilar skila inn umsóknum 8. desember 2015, - til
lögreglu að Brekkustíg 39, ásamt fylgigögnum.
• Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 8. desember 2015
verða ekki teknar til afgreiðslu.
• Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyn í hendur
þriðjudaginn 22. desember 2015.
• Óheimilt er að hea sölu, nema söluaðilar ha í höndum
leysbréf frá lögreglu.
• Söluaðilar sæki leysbréf á lögreglustöðina við Hringbraut
þriðjudaginn 22. desember 2015, kl. 09:00.
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:
• Ley eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn
viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og
geymslustaði. Einnig liggi fyrir ley lóðareiganda, húseiganda eða
húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis
þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu,
geymslu og notkun skotelda.
• Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið
að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 15.
desember 2015 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og
öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir
samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags.
Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á
skoteldum og hefur náð 18 ára aldri.
Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er
einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2015 til og með
6. janúar 2016.
Gjald fyrir sölustað er kr. 5.000, skoteldasýningar er kr. 8.300 og
brennur kr. 8.300- og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu.
Reykjanesbær 3. desember 2015.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Lögreglustjórinn
á Suðurnesjum
Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - s. 444 2200.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001