Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.2015, Side 24

Víkurfréttir - 03.12.2015, Side 24
24 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sendi á dög­ unum frá sér bókina Eitthvað á stærð við alheiminn. Hann las upp úr bókinni á Bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar á dögunum. Sögusvið bókarinnar teygir sig frá Norðfirði forðum daga til Keflavíkur nútímans, með viðkomu á Miðnesheiði. Jón flutti til Keflavíkur 12 ára gamall, árið 1975, og bjó í bænum í tíu ár. Í nýju bókinni lýkur ættar­ sögu sem hófst í bókinni Fisk­ arnir hafa enga fætur og kom út árið 2013. Jón kveðst alltaf hafa vitað að einhvern daginn myndi hann skrifa um Keflavík. „Það var sérstakt andrúmsloft í Keflavík, vegna hersins og líka vegna stað­ setningarinnar og umhverfisins. Hér er lítið um fjöll í nánd en þó mjög falleg fjallasýn og mikið af hrauni. Hvergi á landinu er eins mikill vindur og hér, jafnvel ekki í Vestmannaeyjum. Ég sem rithöf­ undur vissi að ég myndi þurfa að lýsa þessu,“ segir hann. Jón var nýlega tilefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta fyrir nýjustu bókina en hefur líka sankað að sér verðlaunum fyrir Fiskar hafa enga fætur, m.a. nýlega í Frakklandi. Skáldsaga á að snerta við fólki Fiskar hafa enga fætur gerðist einn- ig í Keflavík og heyrðust þær raddir að í henni hafði verið fjallað um bæinn í neikvæðu ljósi enda Kefla- vík nefnd sem svartur staður. Um þá gagnrýni segir Jón mikilvægt að hafa í huga að um skáldsögu sé að ræða og að Keflavík hafi ekki verið lýst sagnfræðilega. „Hver upplifir sinn stað á sinn hátt. Aðalatriðið við skáldsögu er að hún virki og að sagan haldi innan eigin lögmála, að í henni sé eitthvað sem snertir við fólki og vonandi stækkar veröld þeirra. Ef fólk er sárt vegna þess hvernig talað er um bæinn, þá er það skiljanlegt en það er óþarfi því þá er fólk að rífast við bók.“ Í nýju bókinni eru nákvæmar lýs- ingar á staðháttum í Keflavík en Jón segir að hann hafi þó frekar slæmt minni sem komi til góða þegar hann skrifi skáldskap sem að hluta til er um eitthvað sem hann þekkir. Hann notar stundum götuheiti sem eru til en býr einnig til nýjar götur. Meðan á skrifunum stóð kom hann til Keflavíkur í gönguferðir til að taka inn nýja strauma. Hann segir gaman að koma til Suðurnesja og standa uppi á heiði. Hér sé eitthvað sem er ekki annars staðar og að það sé dýrmætt. Herinn skapaði Keflavík Jón segir herinn að vissu leiti hafa skapað Keflavík því þegar hann kom hafi fólk tekið að streyma þangað hvaðanæva að af landinu. „Keflavík verður til og er sá bær sem hann er vegna hersins. Það er til urmull af sögum um samskipti við herinn. Sumt í bókum en annað ekki. Við höfum aldrei rýnt í djúpið um áhrif hersins sem sum hver eru mjög greinileg. Sem dæmi um það er Bítlabærinn og Hljómar. Það var engin tilviljun að þeir komu úr Keflavík.“ Jón segir Hljóma dæmi um hin mjög svo jákvæðu áhrif hersins, það er tónlistin sem hljóm- aði úr Kanaútvarpinu. Hann segir Keflavík að vissu leiti vera Banda- ríki Íslands. Til Bandaríkjanna flutti fólk frá ýmsum löndum Evr- ópu en til Keflavíkur fólk alls staðar að á Íslandi því svo mikla vinnu var að fá. „Ef þjóðinni er hrært mjög hratt saman er útkoman Keflavík.“ Bækur Jóns hafa notið vinsælda utan landssteinanna og mun vera eitthvað um það að ferðamenn komi til Keflavíkur til að sjá sögu- sviðið með eigin augum. Jón segir það hafa verið svipað með þríleik- inn sem hann skrifaði um Vest- firði, bækurnar Himnaríki og hel- víti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Eftir útgáfu þeirra hafi mikið verið spurt um staðhætti á Vestfjörðum. „Ég segi oft að Kefla- vík sé fallega ljótur bær. Þetta er skáldskapur og ég breyti ýmsu en dreg engan dul á það að Keflavík er mjög sérstakur staður. Það þarf ekki að vera neikvætt, heldur frekar jákvætt.“ Jón segir ef til vill aldr- ei hafa verið eins mikla eftirspurn eftir sérstökum stöðum og núna þegar heimurinn er orðinn einsleit- ari. Þá verði það sérstaka eftirsótt. Keflavík Jón Kalmann bjó í Keflavík frá 12 ára aldri. Bærinn kemur við sögu í nýju bókinni hans, Eitt- hvað á stærð við alheiminn en gerði það líka í bók hans Fiskar hafa enga fætur, sem hann gaf út í fyrra. Nýja bókin er framhald af hinni. Hann segir Keflavík sérstakan stað sem hann hafi lengi vitað að hann yrði að skrifa um. -viðtal pósturu vf@vf.is Jólamarkaður í Víkingaheimum Næstkomandi laugardag verður jólamarkaður fyrir gesti og gangandi í Víkingaheimum milli kl. 10:00 og 16:00. Safnið er opið kl. 7:00-18:00. Enginn aðgangseyrir verður þennan dag. Hægt verður að versla ýmsa fallega og skemmtilega muni og njóta góðs félagsskapar. Heyrst hefur að okkar yndislegi Skyrgámur kíki við. Sjáumst á laugardaginn, Starfsfólk Víkingaheima Víkingabraut 1, Reykjanesbæ Það var húsfyllir á bókakon­fekti Bókasafns Reykja­ nesbæjar sl. fimmtudag en þá kynntu þrír rithöfundar sem tengjast Suðurnesjum bækur sínar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, þekkt fræðimanneskja og kennari er að gefa út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitir „Tapað-fundið“, Ásmundur Friðriksson, þing- maður skrifar um prakkastrik Eyjamanna í bókinni „Hrekkja- lómafélagið, prakkarastrik og púðurkerlingar“ og þá heldur Jón Kalmann áfram með pennann og gefur nú út bókina „Eitthvað á stærð við alheiminn“ en hún er framhald verðlaunabókarinnar „Fiskarnir hafa enga fætur“ sem hann gaf út í fyrra. Höfundarnir lásu upp úr bók- unum og ræddu við gesti um þær. Árelía er fædd og uppalin í Keflavík og heldur góðri teng- ingu við heimabæinn þó hún búi og starfi á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Friðriksson kom til Keflavíkur fyrir all nokkrum árum síðan frá Eyjum en hann býr í Garðinum. Jón Kalmann bjó í rúman áratug í bítlabænum á unglingsárum og Keflavík kemur mikið við sögu í þessum tveimur bókum. Ekki voru allir sáttir við hvernig gamli bærinn hans kom út í bókinni í fyrra en Keflavík er þar kölluð sem svartasti staður landsins. Húsfyllir á bókakonfekti Rithöfundarnir drógu að fólk á bókakonfektið. Tónlistarfólk úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék nokkur lög fyrir lesturinn. VF-mynd/pket. „Óþarfi að rífast við bók,“ segir rithöfundurinn Jón Kalmann Jón Kalmann las úr bók sinni á bóka- konfekti Bókasafns Reykjaensbæjar. er sambland af þjóðinni

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.