Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.2015, Page 28

Víkurfréttir - 03.12.2015, Page 28
28 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Vatnsnesvegur 29 fnr. 225-7752, Keflavík , þingl. eig. Katharine Svala Rinaudo, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Suðurnesjum, þriðju- daginn 8. desember nk. kl. 08:45. Borgarvegur 3 fnr. 221-6362, Njarðvík , þingl. eig. Heike Die- mer Ólafsson og Jens Carsten Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbú- ðalánasjóður og Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf., þriðju- daginn 8. desember nk. kl. 09:00. Heiðargerði 3 fnr. 228-0508, Vogar , þingl. eig. Örvar Már Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Blönduósi, þriðju- daginn 8. desember nk. kl. 09:25. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 1 desember 2015, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. -uppboð Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? Keflavík og ég er 18 ára . Helsti kostur FS? Að hann sé í Reykjanesbæ. Áhugamál? Söngur og förðun. Hvað hræðistu mest? Geitunga, trúða og að það sé ekk- ert líf eftir dauða. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Aron Breki fyrir mjúku söngrödd- ina sína. Hver er fyndnastur í skólanum? Get hlegið endalaust að töktunum í Hörpu og bullinu í Ellen. Hvað sástu síðast í bíó? The Martian, klikkað góð. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Óhollan mat. Hver er þinn helsti galli? Leti ef ég á að vera alveg hrein- skilin. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Instagram, Snapchat og Twitter. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Sleppa lokaprófum og meta frekar getu nemenda eftir verkefnum og velgengni yfir önnina eins og margir skólar eru með. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Haaa?“ Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er allt í lagi, gæti alveg verið betra að mínu mati, finnst vanta meiri þátttöku nemenda til að gera viðburðina skemmtilegri eins og þetta var áður fyrr. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að gera, stefni allavega að háskólagráðu. Hver er best klædd/ur í FS? Strákar: Knútur Eyfjörð, Eyjólfur Ben og Hjörtur Már. Stelpur: Íris Ósk, Aníta Rut og Sara Lind. Myndi sleppa lokaprófum Andrea Una Ferreira er 18 ára nemandi í FS og stundar nám á félags- fræðibraut. Hún hefur áhuga á söng og förðun og segir að það vanti óhollan mat í mötuneytið. Hún sá The Martian síðast í bíó og segir að Aron Breki sé líklegastur til þess að verða frægur. -fs-ingur vikunnar Kennari: H ö r ð u r , bókfærsla. Fag í skólanum: Mér finnst félagsfræði lang skemmtilegust. Sjónvarpsþættir: Get ekki hætt að horfa á svona heimildarþætti um eitthvað psycho lið t.d. 48 Hours, svo er Malcolm in the Middle líka í uppáhaldi. Kvikmynd: Django Unchained, Kill Bill, Star Wars, Interstellar og Fight Club. Ómögulegt að velja bara eina. Hljómsveit/tónlistarmaður: Kanye West, Adele, Rihanna, Beyoncé, Alanis Morisette og Justin Bieber. Leikari: S h a i l e n e Woodley, M a t t h e w McConaug- hey, Leonardo DiCaprio og Miles Teller. Vefsíður: Youtube, Facebook og Reddit. Flíkin: Dr. Martens skórnir mínir. Skyndibiti: Pítuborgari á Villa og Nutellagott á Dominos. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Taylor Swift, Whitney Houston og Butterfly (Come my lady) eftir Crazy Town, þökk sé móður minni. Eftirlætis TIL LEIGU ÞJÓNUSTA TIL SÖLU 4 herbergja íbúð til leigu á besta stað í Keflavík. Upplýsingar í síma 7795841, laus strax. Einstaklings studioíbúð til leigu í Keflavik. Reyklaust. Reglusamur einstaklingur með fasta vinnu kemur til greina. Gott jólaverð. Sími: 8630733. Jólaböll, pakkaheimsóknir og ýmsir aðrir viðburðir. Jólasveina þjónusta Stekkjastaurs. Upplýsingar í síma 7773888 email: stekkjastaurjola- sveinn@gmail.com Pels til sölu, sími 421-1661. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 www.vf.is SÉRKENNARI Grunnskóli Grindavíkur auglýsir eftir sérkennara til starfa frá áramótum. Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 490 nemendur í tveimur starfs- stöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa þannig umhverfi að allir séu virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is í síðasta lagi 15. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420-1150. ATVINNAI Grunnskóli Grindavíkur auglýsir lausa stöðu umsjónarkennara á elsta stigi. Aðalkennslugreinar íslenska og samfélagsfræði. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst en ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst. Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 470 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Í framtíðarsýn skólans kemur fram að skólinn er lærdómssamfélag þar sem áhersla er á að allir nemendur hljóti góða menntun og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Nemendur, starfsfólk og f reldrar eru virkir þátttakendur í lærdómssamfélaginu. Allur aðbúnaður og umhverfi ólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. • Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. • Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendis á netfangið halldorakm@grindavik.is . Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 660-7330. Sjónvp Vík é a fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is HD á vf.is 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.