Víkurfréttir - 03.12.2015, Síða 31
31VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 3. desember 2015
Halldór Matthías Ingvarsson er 14 ára bráðefnilegur bardaga
kappi úr Njarðvík.
Halldór hóf að æfa íslenska glímu
í fyrra og hefur hann þegar náð að
stimpla sig í íþróttina með glæsibrag.
Áður var hann byrjaður að æfa júdó
og brasilískt jiu jitsu. Hann keppir í
öllum þessum greinum og hefur náð
afbragðs árangri í þeim öllum.
Að sögn Halldórs eru æfingarnar
skemmtilegar og félagsskapurinn
góður hjá Sleipni, sem er júdódeild
UMFN. Undir merkjum deildarinnar
eru keppt í júdó, íslenskri glímu,
akido og brasilísku jiu jitsu. Margir
efnilegir bardagamenn eru innan fé-
lagsins og hefur árangur Njarðvík-
inga verið frábær undanfarin misseri.
Halldór sem er rétt að verða 15 ára
er tæplega 1.90 cm að hæð og 100
kg að þyngd. Hann segist alltaf hafa
verið sterkur miðað við aldur. Það
virðist sannarlega vera því pilturinn
hefur verið að glíma við fullorðna þar
sem hann gefur ekki þumlung eftir.
Á Fjórðungsmóti Glímusambands
Íslands á dögunum nældi Halldór sér
í bronsverðlaun í fullorðinsflokki „Ég
er ekkert smeykur við það að keppa
við fullorðna. Það er ekki svo erfitt.
Þar fæ ég betri reynslu,“ segir Halldór
við blaðamann VF.
Hann á sér háleit markmið og stefnir
að því að æfa af kappi og reyna að
komast á Evrópumeistaramót í júdó
eða BJJ þegar fram líða stundir. Eins
dreymir hann um að keppa í blönd-
uðum bardagalistum í framtíðinni.
Þá horfir hann til UFC þar sem
Gunnar Nelson er ein af skærustu
stjörnunum.
Fóru á kostum í Skotlandi
Halldór fór til Skotlands ásamt fleiri
efnilegum Njarðvíkingum í sumar
þar sem hann keppti í keltneskri
glímu á hálandaleikum. Greinin
svipar til íslenskrar glímu en Halldór
hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki.
Njarðvíkingarnir Ægir Már Baldvins-
son og Bjarni Darri Sigfússon sigr-
uðu sína þyngdarflokka á leiknum
ásamt því að þjálfarinn Guðmundur
Gunnarsson komst í úrslitaglímuna
þar sem hann tapaði gegn Evrópu-
meistaranum í greininni. Sleipnis-
menn létu því sannarlega til sín taka á
skoskri grundu. Á nýju ári ætlar Hall-
dór að vera enn duglegri að æfa og
bæta sig í öllum greinum. Hann er nú
þegar að æfa nánast alla daga og því
er ljóst að metnaðurinn er sannar-
lega til staðar. Spennandi verður að
fylgjast með Halldóri og félögum
hans á nýju ári.
Í jólagjafahandbók Lyfju finnur þú fjölbreytt úrval af fallegum
og nytsamlegum gjafavörum fyrir alla fjölskylduna.
Nældu þér í eintak af jólagjafahandbókinni í næstu verslun Lyfju.
- Lifi› heil
Allir fá
þá eitthvað
fallegt...
Lágmúla
Laugavegi
Nýbýlavegi
Smáralind
Smáratorgi
Borgarnesi
Grundarfirði
Stykkishólmi
Búðardal
Patreksfirði
Ísafirði
Blönduósi
Hvammstanga
Skagaströnd
Sauðárkróki
Húsavík
Þórshöfn
Egilsstöðum
Seyðisfirði
Neskaupstað
Eskifirði
Reyðarfirði
Höfn
Laugarási
Selfossi
Grindavík
Keflavík
www.lyfja.is
Eyþór Sæmundsson // pósturu eythor@vf.is
Gefur þeim fullorðnu ekkert eftir
Stefnir á Evrópumót og MMA
Íslandsmet
hjá Söru á HM
í Houston
XuRagnheiður Sara Sigmunds
dóttir bætti og jafnaði Íslands
met á heimsmeistaramótinu
í Ólympískum lyftingum sem
fram fór í Houston í Banda
ríkjunum um helgina.
Sara jafnaði Íslandsmet í snörun
með því að lyfta 80 kg. Hún
reyndi svo þrisvar við 85 kg en
þau fóru ekki á loft. Hún kláraði
svo 105 kg í jafnhendingu og sló
þar með Íslandsmet í saman-
lögðum árangri og jafnhendingu.
Sara reyndi svo við 110 kg í jafn-
hendingu í síðustu tilraun en þar
fékk hún lyftuna dæmda ógilda.
Frábær árangur ungra Keflvíkinga
Strákarnir í 5. flokki Keflavíkur í knattspyrnu gerðu vel á Keflavíkurmótinu sem haldið var um þar síðustu helgi. Þeir unnu fjórar deildir af sex á mótinu. Hópurinn er stór,
þeir eru 60 talsins og eru meðal þeirra bestu á landinu. Framtíðin virðist sannarlega vera björt hjá Keflavík.