Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 4. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Grindavíkurbær skilaði 216 milljóna króna afgangi árið 2015. Eiginfjár- hlutfall bæjarins er nú 81,7 prósent og heildareignir 8.410 milljónir króna. Bærinn hefur fjárfest fyrir rúman milljarð undanfarin ár og er gert ráð fyrir um 1.400 milljóna króna upp- byggingu á næstu árum. Ársuppgjör Grindavíkurbæjar fyrir árið 2015 var kynnt nú í vikunni og er afkoma bæjarins afar jákvæð. Rekstrarniðurstaða A og B hluta skil- aði afgangi upp á 216,3 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir 57,5 milljónum í afgang. Eig inf járh lut fa l l er nú 81,7 prósent en hei ldareignir í s a m a nt e k nu m reikningsskilum A og B hluta eru 8.410 mi l l jónir króna. Skuldahlutfall A- og B-hluta nemur nú 57,4 prósentum af reglulegum tekjum, s e m e r n o k k u ð undir landsmeðal- tali sem er 84 pró- sent. Rekstur í samanteknum reiknings- skilum A og B hluta skilaði 501 milljón króna í veltufé frá rekstri sem er 18,7 prósent af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 301,7 milljónum króna. Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 29,3 milljónir króna. Staða bæjarsjóðs er því mjög sterk en handbært fé lækkaði aðeins um 1,6 milljónir á árinu og var í árslok 1.295,8 milljónir króna. „Grindavíkurbær er fjárhagslega mjög sterkt sveitarfélag, og hefur verið örum vexti undanfarin ár. Ársreikn- ingurinn ber þess merki. Tekjur hafa aukist um 50 prósent síðan 2010, rek- starafgangur batnað um rúm 300 pró- sent, starfsmönnum fjölgað um 5 pró- sent á meðan íbúum hefur fjölgað um 13 prósent. Reksturinn hefur því verið að styrkjast og framlegð að aukast,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Í Grindavík. „Hér er útsvar með því lægsta á land- inu, og fasteignagjöld lág. Þrátt fyrir það gengur reksturinn mjög vel og raunar mun betur en við áætluðum. Í ljósi þess að sveitarfélagið skuldar mjög lítið og afborganir lána eru lágar eru tækifæri til fjárfestinga mikil. Við höfum fjárfest fyrir rúman milljarð undanfarin ár og gerum ráð fyrir um 1.400 milljóna króna uppbyggingu í bænum fram til ársins 2019. Þessi árangur er tilkomin vegna öflugs atvinnulífs, og samstilltrar vinnu kjör- inna fulltrúa og starfsmanna sveitar- félagsins undanfarin ár.“ 1.400 milljónir króna í uppbygg- ingu í Grindavík á næstu árum Fyrirtækið Ludviksson ehf - ledljós í Reykjanesbæ hefur gert einkasölu- samning fyrir öll Norðurlöndin á sölu á Ledljósum frá einu af stærstu fyrirtækjum í Kína, HBGL Green Photoelectric Technology Co., LTD. Fyrirtækið er leiðandi í Led ljósum og er meðal annars í risa verkefni í Indónesíu upp á sex milljarða dollara. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að Led lýsa allar götur fyrir 2018. Fyrir- tækið HBGL Green Photoelectric Technology Co. er í Beijing, en það á einmitt mest af Led götulýsingunni í þeirri miklu borg. Ludviksson ehf. hóf starfsemi fyrir nokkrum árum í innflutningi á Ledljósum. Á þeim tíma þótti Led vera eitthvað langt inn í framtíðina, en nú hefur þessi tækni algjörlega tekið við af gömlu gló og halogen ljósum, enda gríðarlegur orkusparnaður á notkun á Led eða allt að 92 prósent. Samningur þessi á milli Ludviksson ehf. og HBGL Green Photoelectric Technology Co., LTD. opnar mögu- leika á viðskiptum beint frá Íslandi fyrir önnur Norðurlönd, en eins og flestir vita hafa Kínverjar verulegan áhuga á Íslandi sem tengibrú á milli Vesturheims og Evrópu. Framkvæmdir fyrirhugaðar við sjóvarnir ■ Vegagerðin hefur kynnt umhverf- is- og skipulagsnefnd Sveitarfélags- ins Voga áform um framkvæmdir við sjóvarnir í sveitarfélaginu. Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum, um 200 metra sjóvörn við Breiða- gerðisvík og norðan Marargötu þar sem ráðist verður í hækkun og styrk- ingu sjóvarnar á um 180 metra kafla. Fyrirhugaðar sjóvarnir samræmast aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ekki er í gildi deiliskipulag við Breiðagerðis- vík og sjóvarnir norðan Marargötu samræmast deiliskipulagi svæðisins. Iðan var vígð haustið 2014 og er nýtt nafn á húsnæðinu sem hýsir grunn- og tónlistarskólann, ásamt bókasafni og félagsmiðstöð. Íþróttamannvirkið er stærsta einstaka framkvæmdin sem ráðist hefur verið í í Grindavík á síðustu árum en það var vígt 17. október árið 2015. Umfangsmiklar framkvæmdir eru ráðgerðar við nýjan hafnargarð í ár. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík Með einkasölusamning á Led- ljósum frá Kína til Norðurlanda Fjörutíu öku- menn kærðir ■ Um fjörutíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í um- dæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir þeirra voru, auk hraðakstursins, ekki með ökuskírteini meðferðis. Sá sem hraðast ók mældist á 142 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru tveir stöðv- aðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og reyndist sá grunur á rökum reistur. Loks óku þrír án skráningarnúmera á bif- reiðum sínum og einn ók réttindalaus. LAUS STÖRF NESVELLIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI SUMAR Í REYKJANESBÆ OPNUN LANDNÁMS- DÝRAGARÐS Sumarafleysingar. Hæfingarstöð vantar kraftmikið fólk sem langar að vinna á bæði gefandi og krefjandi vinnu- stað. Hæfingarstöðin er dagþjónusta fyrir fólk með fatl- anir. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaðan, persónulegan stuðning við notendur í starfi þeirra á Hæfingarstöðinni.  Umsóknarfrestur er til 18. maí nk.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Fanney St. Sigurðar- dóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 420-3250 eða netfangið fanney.st.sigurdardottir@reykjanesbaer.is.  Verkstjóri. Þjónusmiðstöð Reykjanesbæjar óskar eftir verk- stjóra í 100% starf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða við margvíslegt viðhald og þjónustu við stofnanir bæjarins. Umsóknarfrestur er til 18.  maí nk. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Þór Karlsson forstöðu- maður Þjónustumiðstöðvar  í síma 420-3200 eða netfangið bjarni.th.karlsson@reykjanesbaer.is. Umsóknum skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. Arnór Vilbergsson organisti og Guðmundur Sigurðsson söngvari verða gestir á léttum föstudegi á Nesvöllum föstudaginn 6. maí kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir. Barnavernd Reykjanesbæjar minnir á að frá og með 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna þannig að börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 22.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 24.00. Útivistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og er þeim m.a. ætlað að tryggja öryggi barna. Hvað verður í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ sumarið 2016? Fræðslusvið mun setja vefritið SUMAR Í REYKJANESBÆ 2016 á vef bæjarins. Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða  börnum og ung- mennum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og/eða leikja- námskeið eða aðra afþreyingu fyrir ungmenni í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til íþrótta- og tómustundafulltrúa á netfangið: sumarireykjanesbae@gmail.com sem fyrst.  Landnámsdýragarður- inn hjá Víkingaheimum verður  opnaður laugar- daginn 7. maí 2016 kl. 10.00 og verður opinn frá þeim tíma til 17.00 á hverjum degi til 14. ágúst.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.