Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 14
14 miðvikudagur 4. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Sumardagurinn fyrsti rann loksins
upp! Það var enn svolítið kalt en
við fjölskyldan ákváðum samt að
njóta sólarinnar og fara með krakk-
ana á skemmtidagskrá Skátanna við
88-húsið. Þar var skemmtilegt leik-
svæði og hoppukastalar og fullt af
fólki mætt. Krakkarnir hoppuðu um
hamingjusöm og pulsulyktina lagði
y f i r s v æ ð i ð .
Þó svo að það
hafi verið röð
á t r a m p ó l -
ínið fórum við
aftur og aftur.
Skátarnir hjálp-
u ð u k r ö k k -
unum að klifra
og minntu á
á by r g ð a r f u l l
eldri systkini.
Við átum pulsurnar okkar inni við og
þá var þar happdrætti. Við keyptum
okkur þrjá miða og vonuðum innilega
að hljóta einhvern vinning. Þegar til-
kynnt var að næstu verðlaun væru frá
Fernando Pizza langaði okkur mikið
að vinna en unnum því miður ekki.
Krakkarnir vildu þá fara aftur út að
leika. Happdrættið var ekki búið en
okkur var tilkynnt að hringt yrði í alla
vinningshafa.
Við vorum mjög þakklát fyrir
þennan skemmtilega fyrsta dag sum-
arsins og alla skemmtunina svo við
gleymdum happdrættinu. Á sunnu-
deginum fengum við þau skilaboð
að við hefðum fengið vinning á alla
þrjá miðana. Vinningarnir voru 70
mínútna nudd, handsnyrting og gjafa-
kort fyrir leigu á sal skátaheimilisins.
Þetta var besti sumardagurinn fyrsti
sem ég man eftir. Mig langar til að
þakka skipuleggjendum hátíðarinnar,
foreldrum fyrir hjálpsöm og kurt-
eis börn, öllum styrktaraðilum fyrir
verðlaunin fínu og fyrir að styðja við
Skátana. Jafnvel þó svo að það sé ekki
mjög hlýtt úti núna getum við yljað
okkur við góðar minningar frá sumar-
deginum fyrsta.
Maria Shishigina-Pálsson
Um þessar mundir eru 20 ár síðan
undirritaður óskaði fyrst eftir liðsinni
sveitarfélagisins Voga við hitaveitu á
Vatnsleysuströnd. Hitaveita var lögð
í Vogana árið 1979 og í framhaldi í
hluta af Ströndinni.
Í dag vantar 6 kílómetra upp á að
lögnin nái inn alla Ströndina. Á
þessum 6 kílómetra kafla eru um það
bil 40 notendur, húshitunarkostnaður
þar er um 100 prósent hærri en í þétt-
býlinu Vogum og Brunnastaðahverfi,
þrátt fyrir niðurgreiðslur úr ríkis-
sjóði. Árið 2000 var hitalögnin lengd
um 500 metra vegna beiðni hænsna-
búsins Nesbú. Frekari hitaveitufram-
kvæmdum hefur ítrekað verið hafnað.
Fiðurfénaðurinn nýtur greinilega for-
gangs framar mannfólkinu.
Einkavæðing HS veitna – sam-
félagsskyldu fórnað
Undirritaður hefur á liðnum árum
lagt inn beiðni um hitaveitu til stjórnar
Hitaveitu Suðurnesja, HS veitna,
bæjarráðs Voga og átt fundi með
stjórnarformönnum fyrirtækjanna
og bæjarstjórum Voga, án árangurs.
Fundir með HS veitum hafa skilað
þeirri niðurstöðu að ekki verður ráðist
í hitaveitu nema sveitarfélagið eða
væntanlegir notendur borgi fram-
kvæmdina. Þannig átti undirritaður
að greiða 17 milljónir fyrir að fá hita-
veitu, samkvæmt kostnaðaráætlun HS
veitna. Það á sér þá einföldu skýringu
að þessi grunnþjónusta hefur verið
einkavædd, en allir þekkja þá sorgar-
sögu. Hagnaðurinn er einfaldlega
meiri með því að selja rafmagn til hús-
hitunar en að ráðast í hitaveitu. Sam-
félagsleg skylda fyrirtækisins heyrir
nú sögunni til. Henni var fórnað á alt-
ari stundargróðans af grunnhyggnum
bæjarfulltrúum á Suðurnesjum. Hér
sjáum við afrakstur einkavæðingar-
innar í sinni tærustu mynd. Þess má
geta að á síðasta ári greiddu HS veitur
eigendum sínum 450 milljónir í arð.
Hagnaður fyrirtækisins hefur verið
um 800 milljónir á ári.
Í skúffu bæjarstjóra
Fyrir 5 árum var bæjarstjóra afhent
undirskriftasöfnun og áskorun frá 40
fasteignaeigendum á Ströndinni með
ósk um hitaveitu. Tók það sveitar-
félagið rúmt ár að svara erindinu
og sendi það þá loks bréf til baka og
spurði um afstöðu þeirra til þess að
fá hitaveitu. Þrátt fyrir að íbúarnir
hefðu þegar lýst yfir áhuga sínum með
undirskriftasöfnuninni. Málið er enn í
skúffu bæjarstjóra.
Hitaveita og framfarasjóður
Víkjum þá að kostnaði við fram-
kvæmdina og fjármögnun. Sé tekið
mið af kostnaði við núverandi hita-
veituframkvæmdir á landsbyggðinni,
til dæmis í Húnaþingi vestra, má ætla
að framkvæmdin kosti á bilinu 50 til
60 milljónir króna. Þessi upphæð mun
síðan lækka töluvert sé tekið tillit til
lögbundis framlags frá ríkissjóði og
heimæðargjalds. Ætla má að beinn
kostnaður sveitarfélagsins verið í
kringum 30 milljónir, sem telst mjög
lágt í samanburði og lægri upphæð en
fer í viðhaldsframkvæmdir í þéttbýl-
inu Vogum ár hvert. Árið 2007 seldi
sveitarfélagið Vogar hlut sinn í Hita-
veitu Suðurnesja og stofnaði í fram-
haldi svokallaðan framfarasjóð. Eignir
sjóðsins árið 2010 voru 1369 milljónir.
Ekkert af þessum peningum voru
nýttir í hitaveituframkvæmdir, þrátt
fyrir að það sé óumdeilt að hitaveita
teljist til framfara, bæti búsetuskilyrði
verulega og stuðli að atvinnuuppbygg-
ingu til dæmis í ferðaþjónustu.
Sjóðurinn var nýttur til að greiða niður
skuldir, fasteignir voru keyptar aftur
sem höfðu verið seldar og framkvæmt
í Vogum, meðal annars byggður nýr
knattspyrnuvöllur fyrir 100 milljónir.
Sveitarfélagið getur því ekki borið það
fyrir sig að ekki hafi verið til fjármunir
fyrir hitaveitu. Bæjarfulltrúarnir og
bæjarstjórinn búa reyndar í þétt-
býlinu og hafa hitaveitu, hugsanlega
hefur það haft áhrif. Sumir þeirra eru
áhugamenn um knattspyrnu. Vilji til
verka var allt sem þurfti.
Duglausir bæjarfulltrúar
Fróðlegt er að bera saman sögu þessa
máls við tvö sveitarfélög á landsbyggð-
inni. Húnaþing vestra stendur nú fyrir
hitaveituframkvæmdum. Fjöldi bæja
með sumarhúsum sem fá hitaveitu
eru 42, vegalengdin er 47 kílómetrar.
Íbúafjöldi Húnaþings vestra er 1100.
Árið 2007 var hitaveita lögð til Greni-
víkur, vegalengdin er 50 kílómetrar,
fjöldi notenda 100.
Íbúafjöldi í Grýtubakkahreppi er 360.
Í sveitarfélaginu Vogum búa tæp-
lega 1200 manns og hefur það reynst
duglausum bæjarfulltrúum ofviða að
leggja hitaveitu 6 kílómetra.
Hitaveita er lífsgæði.
Birgir Þórarinsson
Af duglausum
bæjarfulltrúum í Vogum Ragnar Örn varð landsþekktur sem íþróttafréttaritari en sterk og hljóm-
mikil röddin var kunnuleg þjóðinni
sem fylgdist spennt með íþróttalýs-
ingum í útvarpi. Hann talaði kjark í
hlustendur í lýsingum sínum og þegar
hann lýsti landsleikjum landsliðisins
í fótbolta hafði maður það á tilfinn-
ingunni að þessi kraftmikla rödd gæti
breytt gangi leiksins. Tvö núll undir
en samt blés Ragnar Örn von í bjóst
landsmanna á öldum ljósvakans og
maður trúði því að við gætum unnið
þó að lokamínúturnar væru óum-
flýjanlegar fyrr en maður vildi. Við
nánari kynnni upplifði ég kraftinn
og lausnamiðaðan málflutning þessa
stóra og föngulega manns sem ekki fór
troðnar slóðir í lífinu og var stefnu-
fastur í málflutningi, útsjónasamur og
tillögugóður. Ragnar Örn var fylgin
sér og enginn já maður í samskiptum.
Ég kunni vel við hreinskiptar skoðanir
hans sem hann setti fram á kjarnmik-
inn og sannfærandi hátt og lét ekki
skammtíma vinsældir þvælast fyrir
sér. Áhugaverðar umræður á skrif-
stofu hans og Stefáns Bjarkasonar voru
oft heitar þegar rætt var um íþrótta-
lífið í Reykjanesbæ eða Ljósanótt sem
var oftar en ekki viðfangsefni okkar
félaga þann góða tíma sem við unnum
saman. Það fór ekki framhjá neinum
manni þegar Ragnar Örn var á ferð-
inni. Þessi stóri og stæðilegi maður,
dökkur á brún og brá og þessi stóra
rödd var punkturinn yfir i-ið þegar
ég velti hollingunni á Ragnari Erni
fyrir mér. Hann gat gengið ákveðið
fram og fastur fyrir þegar klára þurfti
mál, eiginleiki sem forystumaður í
félagasamtökum þarf að búa yfir
og ég kunni vel við þann eiginleika
hans. Þegar vinnufélaginn varð vinur
kom í ljós hlýr og góður maður sem
stóð með sínum, elskaði fjölskyldu
sína og fylgdist vel með gengi barna
sinna og barnabarna. Þar var hann
hlekkurinn á milli kynslóðanna sem
aldrei brást og nú stendur fjölskyldan
saman sem aldrei fyrr. Nú er tími til
að næra kærleikann um góðar minn-
ingar með því að hugsa um fallegar
myndir samverunnar og hvílast með
þeim. Ég hugsa um ferð okkar hjóna á
Þjóðhátíð í Eyjum með góðum vinum
fyrir nokkrum árum en þar kynnt-
ist ég annari hlið á Ragnari Erni og
Siggu sem ég geymi á góðum vöxtum
í minningabókinni okkar sem er full
af glettni og trausti sem fylgdi vináttu
okkar. Samstarfið á pólitískum vett-
vangi var líka skemmtilegt enda sló í
brjósti hans sterkt hjarta Sjálfstæðis-
mannsins sem fór alltaf alla leið í bar-
áttunni. Erfiður sjúkdómur hefur á
skömmum tíma unnið það mein sem
aldrei varð bætt. Röddin hvetjandi
og sterk náði ekki, þrátt fyrir mikinn
vilja, að tala þunga stöðu í erfiðum
sjúkdóm til sigurs. Lífsleik Ragnars
Arnar lauk langt fyrir eðlilegan leik-
tíma og eftir sitja ljúfu minningarnar
um góðan dreng. Ég áttaði mig á því
að hann kunni að lesa leikinn og vissi
stöðuna þegar við áttum notalega
stund saman skömmu fyrir andlátið.
Ragnar Örn hafði með sinni sterku
og miklu rödd fengið heila þjóð til að
trúa á sigur í vonlausri stöðu en í hans
eigin lífsleik brast röddin fyrir stöð-
unni. Ég votta Siggu, börnum þeirra
og barnabörnum, allri fjölskyldunni
djúpa samúð.
Ásmundur Friðriksson,
alþingismaður.
Ragnar Örn Pétursson - minningarorð
Takk fyrir Sumardaginn fyrsta, skátar!
Maria Shishigina-Pálsson
Skinnfiskur ehf í Sandgerði óskar eftir að ráða rafvirkja
með víðtæka starfsreynslu í fullt starf.
Þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Áhugasamir sendi ferilskrá fyrir 9. maí á Leif Arason,
fjármálastjóra á netfangið leifur@skinnfiskur.is
ATVINNA
RAFVIRKI ÓSK AST
Nú er unnið að undirbúningi á
opnun á fjórða Dunkin Donuts
staðanum á Íslandi og verður
hann á Fitjum í Reykjanesbæ.
Áætlað er að staðurinn verði
opnaður í júní. „Við erum mjög
spennt fyrir því að koma með
Dunkin Donuts til Reykjanes-
bæjar. Við munum bjóða upp á
allt það vöruúrval sem Dunkin
Donuts hefur, yfir fjörutíu teg-
undir af kleinuhringjum, beyglur,
vefjur, kaffidrykki og fleira,“ segir
Sigurður Karlsson, framkvæmda-
stjóri matvörusviðs 10-11. Það
eru ekki aðeins kleinuhringir sem
bætast í flóruna á Fitjum í sumar
því þar stendur einnig til að opna
Ginger, skyndibitastað sem býður
upp á hollustu. Að sögn Sigurðar
verða veitingarnar búnar til úr
fersku hráefni á staðnum. „Eftir
breytingarnar á Fitjum verðum
við komin með 10-11 verslun
þar sem hægt verður að kaupa
allt það helsta fyrir heimilið. Það
verður einnig góð sætisaðstaða
þar sem viðskiptavinir okkar
geta sest niður og slakað á, boðið
verður upp á frítt WiFi og við
verðum einnig með innstungur
til að hlaða síma og tölvur.“
Dunkin Donuts
og Ginger í Reykjanesbæ