Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 4. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
„Mér hefur gengið alveg rosalega vel
að safna undirskriftum,“ segir for-
setaframbjóðandinn og Sandgerð-
ingurinn Araliuz Gestur Jósefsson,
betur þekktur sem Ari Jósefs. „Fólk
hefur jafnvel haft samband við mig af
fyrra bragði og boðið mér í afmælis-
veislur. Þá hef ég haldið ræður um
mín mál og safnað undirskriftum.“
Á næstu dögum ætlar Ari í ferð um
landið og safna fleiri undirskriftum.
Hann segir ekkert annað koma til
greina en að berjast áfram enda sé
hann ekki þekktur fyrir að gefast upp.
„Ég er þrjóskur eins og Ólafur Ragnar
Grímsson og jákvæður gagnvart kosn-
ingabaráttunni,“ segir hann.
Samkvæmt lögum skal forseti Íslands
vera eldri en 35 ára en Ari nær þeim
aldri einmitt 5. júní næstkomandi.
Hann tók þá ákvörðun síðasta sumar
að bjóða sig fram til embættis forseta
Íslands. Hann kveðst hafa lært heil-
mikið á þeim tíma sem liðinn er af
kosningabaráttunni. „Maður er alltaf
að læra. Ég er eiginlega orðinn for-
seti í huganum. Ég er alveg búinn að
kafa ofan í þetta og er mjög stoltur af
sjálfum mér hvað ég er kominn langt.“
Vill að unga fólkið kjósi
Ari segir þá ákvörðun Ólafs Ragnars
Grímssonar að bjóða sig aftur fram til
embættis forseta Íslands ekki hafa haft
nein áhrif á sínar fyrirætlanir. Ari vill
hafa áhrif á unga fólkið og hvetur það
til að mæta á kjörstað, ekkert endilega
til að kjósa sig heldur til að fylgjast
með þjóðmálunum. „Ég var alveg viss
um að Ólafur myndi bjóða sig aftur
fram. Svo boðaði hann fund og til-
kynnti það því að hann þarf að bjarga
Íslandi. En það er ekki hann sem getur
bjargað Íslandi. Það er þjóðin og lýð-
ræðið sem gera það. Við þurfum að
kjósa rétt til Alþingis því að þar þarf
breytingar. Ef ég hefði verið forseti
núna á dögunum þegar upplausnin
varð hefði ég gert þingrof strax og
látið Sigmund fjúka, og Bjarna Ben og
Ólöfu Nordal með.“
Önnur áherslumál Ara í kosninga-
baráttunni eru málefni eldri borgara
sem hann segir ekki í lagi. Þá er land-
græðsla honum hugleikin. „Ég er svo-
lítil Vigdís í mér,“ segir hann og brosir.
„Ég vil vera maður fólksins og tala við
það á mannlegum nótum, gróður-
setja tré og reyna að lyfta þjóðinni upp
og draga úr þessari neikvæðu orku
sem er hér akkúrat núna.“ Ari kveðst
finna fyrir uppsveiflu og segir fólk
geta andað léttar og slakað á, þetta sé
allt á réttri leið.
Sáttur í Sandgerði
Ari ólst upp í Reykjavík en flutti til
Sandgerðis fyrir tveimur árum. Hann
vildi komast í rólegheitin utan höfuð-
borgarsvæðisins og kann vel við sig í
Sandgerði en þar býr hann með hund-
unum sínum tveimur, þeim Kanínku
og Spottie. „Það er yndislegt að vera
hérna innan um fuglalífið. Vinkona
mín og systir fluttu hingað aðeins á
undan mér. Svo fann ég krúttlegt hús
hérna í Sandgerði og keypti það og er
alsæll.“ Ari er sá eini á Íslandi sem ber
nafnið Araliuz. Afi hans hét Ariliuz
en vegna stafaruglings í kerfinu fékk
hann nafnið Araliuz. Hann er sáttur
með niðurstöðuna og að heita svo sér-
stöku nafni. Ef hann verður kosinn
forseti myndi hann þó vilja að fjöl-
miðlar notuðu fullt nafn.
Í gegnum tíðina hefur Ari ferðast
mikið og deilt myndböndum af ferða-
lögum sínum á YouTube. Nýlega kom
hann til baka frá Indónesíu og Kuala
Lumpur. Ferðalögin eru eitt helsta
áhugamál Ara og hann kveðst vera
hálfgerður landkönnuður og heppinn
að hafa getað ferðast svo víða. Ástralía
er í miklu uppáhaldi hjá Ara og svo
heldur hann mikið upp á Bandaríkin
en þangað fer hann oft. Ari hefur lagt
stund á leiklist og lokið ýmsum nám-
skeiðum í faginu. Núna sækir hann
tíma hjá Garúnu, Guðrúnu Daníels-
dóttur, í Höfnum. „Leikari útskrifast
aldrei, það er alltaf hægt að læra meira.
Þetta er svipað með forsetaembættið,
þar er ég búinn að læra alveg rosa-
lega mikið og spjalla við margt fólk á
meðan ég hef safnað undirskriftum.
Þetta er búið að vera mjög gaman.“
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta,
vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
„Eldey er bæði vinnustaður og samfélag. Það er svo mikið af frumkvöðlum
sem sitja heima í eldhúsi, einir með sína hugmynd. Það er svolítið erfitt ef
þetta á að blómstra. Um leið og þú kemur inn í svona umhverfi, ekki bara
húsnæði, heldur samfélag annarra frumkvöðla, þá verður allt miklu opnara.
Þú nærð að ræða hugmyndina þína við hina sem hérna eru og þá oft fara
hlutirnar að gerast“. Þetta segir Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri í Frum-
kvöðlasetrinu á Ásbrú, í blaðauka um Ásbrú sem fylgir Víkurfréttum í dag.
Þetta eru nokkuð lýsandi orð um það samfélag sem hefur skapast á Ásbrú
eftir að Varnarliðið fór frá Miðnesheiði fyrir áratug.
Fyrsta verkefnið sem ráðist var í á Ásbrú fyrir áratug var stofnun mennta-
stofnunar. Keilir varð til fyrir níu árum síðan og á afmæli í dag, 4. maí.
„Þegar menn stóðu uppi með heilan mannlausan draugabæ á Miðnesheiði
sem áður hýsti um 6000 manns, þá var spurningin hvað á að gera. Mark-
miðið varð að byggja hér upp þekkingarþorp. Fyrir þekkingu þarf menntun
og fyrir menntun þarf skóla. Það varð fyrsta ákvörðunin fyrir svæðið, sem
síðar fékk nafnið Ásbrú, að stofna þar skóla og þá kom spurningin - hvernig
skóla? Markmiðið varð annars vegar að efla menntastig á svæðinu og hins
vegar að fylla upp í göt í atvinnulífinu og nóg er af þeim þegar tengsl skóla
og atvinnulífs eru til umræðu,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri
Keilis í blaðaukanum.
Á þessum níu árum Keilis hafa t.a.m. verið útskrifaðir um 1400 nemendur
af Háskólabrú. Þá hefur Flugakademía Keilis blómstrað og stækkar ört og
er nú með flugvélaflota upp á 15 flugvélar, flughermi og aðstöðu fyrir flug-
virkjanám sem margir gætu verið stoltir af.
Pétur Hrafn Jónasson varð árið 2010 fyrsti nemandinn sem útskrifaðist sem
atvinnuflugmaður frá Keili. Hann hefur komið víða við síðan og starfað
sem flugmaður um allan heim. Hann mun senn hefja störf hjá Icelandair en
hann segist vera að upplifa æskudrauminn. Hann er í viðtali í blaðaukanum
sem fylgir Víkurfréttum í dag í tilefni af opnum degi á Ásbrú sem verður á
morgun, uppstigningardag.
Hilmar Bragi Bárðarson
SAMFÉLAGIÐ OG
TÆKIFÆRIN Á ÁSBRÚ
RITSTJÓRNARPISTILL
Hilmar Bragi Bárðarson
„ÉG ER SVOLÍTIL
VIGDÍS Í MÉR“
●● -●Vill●blása●þjóðinni●von●í●brjóst
Ari hefur ferðast víða um heim. Á myndinni er hann með
kengúru í Ástralíu.
Ég er eiginlega orðinn
forseti í huganum
Ari með hundunum sínum, Kanínku og Spottie.