Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 12
12 miðvikudagur 4. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Bátur, vef ja eða salat Stór bátur 999 kr. 599 kr. Lambakjöt, óðalsostur, rauðlaukur, sveppir, sterkt sinnep og BBQ-sósa Bátur vikunnar PI PA R \T BW A • S ÍA þú velur bát, veu eða salat quiznos.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ ÁLFHEIMUM · SÆBRAUT · MJÓDD GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI AKUREYRI · REYÐARFIRÐI KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU ÍSLENDINGUR Lambakjöt 2.–8. MAÍ 599kr. Júlíus Viggó Ólafsson, nemandi í 9. BB í Grunnskólanum í Sandgerði, komst alla leið í lokakeppni Pangea Stærðfræðikeppninnar sem haldin var í Reykjavík, laugardaginn 30. apríl síðastliðinn. Júlíus Viggó tók þátt í fyrstu umferð keppninnar ásamt þremur bekkjar- félögum sínum í Sandgerði. Tveir nemendur komust áfram í aðra um- ferð og eins og áður sagði komst Júlíus Viggó alla leið í þriðju umferð og tók þátt í lokahátíðinni. Um það bil 1000 íslenskir nemendur úr 9. og 10. bekk úr 45 skólum vítt og breytt af landið tóku þátt. Árangur hans var glæsi- legur, hann hafnaði í 17 sæti en aðeins 35 nemendur komust áfram í loka- keppnina í hvorum aldursflokki. Pangea er þekkt keppni sem fjölmörg ungmenni frá 20 Evrópulöndum taka árlega þátt í og núna, í fyrsta sinn á Ís- landi. Yfir 400 þúsund nemendur víðs- vegar að úr Evrópu tóku þátt í Pangea stærðfræðikeppninni í fyrra og virð- ist fjöldi þátttakanda hafa tvöfaldast þetta ár. Pangea Stærðfræðikeppni er skemmtileg og krefjandi keppni fyrir nemendur í áttunda og níunda bekk. Í þessum keppnum koma saman nem- endur með svipuð áhugamál og hæfi- leika, sem gerir þeim kleift að hittast, upplifa vinskap, auka innblástur og hvatningu í mun meiri mæli en þessir nemendur upplifa að jafnaði í dæmi- gerðum skólastofum. Auk þess að hvetja til áhuga á stærðfræði aðstoða keppnir sem þessi ungt fólk við undir- búning fyrir stærri keppnir og hjálpa þeim við að þróa getu sína til að hugsa um og leysa flókin stærðfræðidæmi. Með Pangea Stærðfræðikeppninni vilja skipuleggjendur sýna það að stærðfræði er skemmtileg og spenn- andi. Í þessari keppni segja þeir að „Óttinn við stærðfræði er ástæðulaus og hver sem er getur notið velgengni”. Skólaþing um heimanám sem haldið var í Grunnskóla Grindavíkur þann 13. apríl sl. tókst sérlega vel. Þingið var haldið af stjórnendum skólans ásamt skólaráði og mun afrakstur af um- ræðum og þeirri vinnu er fram fór verða leiðarljós í stefnumótun heima- náms við skólann, segir í tilkynningu frá Grunnskóla Grindavíkur. Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri byrjaði þingið, bauð alla velkomna og kynnti til leiks stjórnanda þingsins, Önnu Kristínu Sigurðardóttur dósent við Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands. Þinggestir voru á mjög breiðum aldri, samsettir af nemendum frá 2. til 10. bekkjar, foreldrum og starfs- fólki skólans. Í heildina um 70 til 80 manns. Margar áhugaverðar tillögur komu fram jafnt frá yngri og eldri þátttakendum. Heimanám var rætt frá öllum hliðum, kostir þess og gallar ígrundaðir. Anna Kristín kallaði eftir skýrum tillögum þinggesta til að nýta í áframhaldandi vinnu, stýrði þinginu af kostgæfni, fór yfir allt það er rætt var í hópunum og gaf einnig kost á frekari spurningum og umræðum í lokin. Á miðju þingi var tekið matarhlé þar sem borin var fram dýrindis súpa og brauð frá veitingastaðnum Hjá Höllu og mæltist einnig vel fyrir hjá ungu kynslóðinni að fá íspinna í eftirrétt! Nemendur á öllum aldursstigum voru virkir og áhugasamir og skólanum til mikils sóma. Geopark-vika á Reykjanesi 6. til 12. júní ■ Reykjanes UNESCO Global Geopark stendur fyrir sinni fjórðu Geopark- viku 6. til 12. júní næstkomandi. Markmið vikunnar er að bjóða upp á áhuga- verða viðburði sem endurspegla náttúru og mannlíf á Reykjanesskaga. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í dagskráinni, setja upp viðburði eða koma viðburðum á dagskrá er bent á að hafa samband við Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumann Reykjanes Geopark á netfangið eggert@heklan.is fyrir 15. maí næstkomandi. Sandgerðingur í hópi fremstu stærðfræðinga á landinu Vel heppnað skólaþing um heimanám Ragnar Örn Pétursson fyrrverendi íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 29. apríl eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Ragnar Örn starfaði s em íþróttafu l l t r ú i Reykjanesbæjar í nær 20 ár. Hann var ötull þátttakandi í íþrótta- starfi Reykjanesbæjar og átti sæti í íþróttaráði Keflavíkur frá 1986 til 1998. Hann var for- maður Íþróttabanda- lags Keflavíkur frá árinu 1994 til 1998. Ragnar Örn var varabæjarfull- trúi fyrir Sjálstæðis- flokkinn í Keflavík frá 1990 til 1994 og starfaði fram til dánardags fyrir Sjál- stæðisflokkinn í Keflavík og var for- maður Fulltrúaráðs flokksins. Ragnar Örn var formaður Starfsmannafélags Suðurnesja í 14 ár frá 1999 til 2013 og sat þau ár einnig í stjórn BSRB. Ragnar Örn var virkur með- limur Kiwanis-hreyf- ingarinnar og gegndi þar fjölmörgum trúnað- arstörfum, þar á meðal var hann umdæmis- stjóri hreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum frá árinu 2011 til 2012 og sat í Evrópustjórn þann tíma. Ragnar Örn lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn og 10 barnabörn Útför verður frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 4. maí klukkan 13. Ragnar Örn Pétursson látinn ATVINNA Óskum eftir handflakara. Upplýsingar í síma 896 9830 eða elfar@flatfiskur.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.