Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 17
17miðvikudagur 4. apríl 2016 VÍKURFRÉTTIR
Auglýsing um atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga, sem fram eiga að fara 25. júní 2016, er hafin
og verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykja-
nesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík:
Reykjanesbær:
■ Alla virka daga frá 2. maí til 31. maí frá kl. 08:30 til 15:00.
■ Alla virka daga frá 1. júní til 24. júní frá kl. 08:30 til 19:00.
■ Laugardagana 4. og 11. júní frá kl. 10:00 til 12:00
og laugardaginn 18. júní og á kjördag 25. júní, frá kl. 10:00 til 14:00
Grindavík:
■ Alla virka daga frá 2. maí til 19. júní frá kl. 08:30 til 13:00.
■ Dagana 20. til 24. júní frá kl. 08:30 til 18:00.
Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna.
Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum
aldraðra fer fram 20. til 22. júní nk. skv. nánari auglýsingu
á viðkomandi stofnunum.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
2. maí 2016,
Ásdís Ármannsdóttir.
Fréttir Mannlíf Íþróttir Viðskipti Aðsent Vef TV Ljósmyndavefur Smáauglýsingar Kylfingur
VF.IS
Í NÝJUM FÖTUM
FYLGSTU MEÐ Í...
TÖLVUNNI
SPJALDTÖLVUNNI
SNJALLSÍMANUM
NÝI VEFURINN AÐLAGAR SIG AÐ HVERJU TÆKI FYRIR SIG.
ÖFLUGASTA FRÉTTAÞJÓNUSTA Á SUÐURNESJUM.
NÝJAR FRÉTTIR ALLAN DAGINN, ALLA DAGA!
vf.is
er meðal mest sóttu fréttavefja landsins.
Að meðaltali eru 10 til 14 nýjar fréttir á hverjum degi.
Viðtöl, greinar og VefTV.
Sjónvarpsþáttur VF
er aðgengilegur í frábærum myndgæðum (HD). Sjáðu hann í sím-
anum eða spjaldtölvunni hvenær sem þú vilt en þú getur auðvitað
líka horft í tölvunni, á ÍNN og á rás Kapalvæðingarinnar í Reykja-
nesbæ.
Njarðvíkingurinn Hermann Ragnar
Unnarsson hefur verið að æfa júdó
í 12 ár. Hann varð Íslandsmeistari
enn og aftur fyrir skömmu og hefur
tvisvar hafnað í öðru sæti á Norður-
landamóti. Það var ekki mikil gróska
í greininni þegar Hermann steig sín
fyrstu skref. „Það var eitthvað í Vog-
unum og Grindavík en ekkert hérna
í Reykjanesbæ,“ segir Hermann
sem hefur fylgst vel með uppgang-
inum í Njarðvík þrátt fyrir að hafa
keppt undir merkjum JR (Júdófélags
Reykjavíkur) lengst af.
„Ég myndi nú segja það að Gummi
dragi þennan vagn hérna í bæ. Hann
er algjör frumkvöðull í þessu. Það
fannst mér sérstaklega frábært að allir
krakkar æfa frítt. Hann er góður með
krakkana en hér eru margir mjög
efnilegir.“ Hermann telur að í yngri
flokkum séu Njarðvíkingar og JR
best á landinu. Hermann segist ekki
eiga mikið eftir af ferlinum en ætlar
að klára með stæl. „Ég ætla að vinna
næsta Norðurlandamót og eftir það er
ég hættur,“ segir hann léttur í bragði.
Nú er svo komið að Hermann hefur
náð að draga Ástu Mjöll, kærustuna
sína í júdóið, en hún byrjaði að æfa
um áramótin. „Hún vildi bara prufa
og hefur ægilega gaman að þessu.
Hún er grjóthörð og maður á fullt í
fangi með hana. Hún er mjög efnileg.“
Ásta segist hafa mætt á öll júdómót
frá því að hún byrjaði með Hermanni.
„Mér fannst orðið leiðinlegt að horfa
bara á og vera ekki með, þannig að ég
ákvað bara að mæta á æfingu.“
Ásta bætir við að fleiri stelpur mættu
kíkja í júdó en hún er aðallega að
kljást við stráka á æfingum. „Þetta er
samt mjög gaman og þeir eru alveg
góður við mig strákarnir. Það er alltaf
tæknin sem vinnur,“ segir Ásta. Hún
viðurkennir að það geti verið skrítið
að takast á við unnustann en ótrú-
lega gaman þegar hún nær að skella
honum í gólfið. „Ég myndi segja að
þetta sport henti öllum og það er fínt
fyrir okkur stelpurnar að kunna að
verja sig,“ segir Ásta sem er að finna
sig vel í júdó og stefnir á að keppa
strax í haust.
Guðmundur Stefán Gunnarsson þjálf-
ari segir vöxt júdódeildarinnar hafa
verið ofar öllum vonum. Síðustu tvö
til þrjú ár hefur verið stöðugur fjöldi
sem æfir hjá deildinni og svo virðist
sem júdó hafi fest sig í sessi. „Ég held
að við séum komin til að vera. Við
höfum blásið á þessar sögur um að
það sé erfitt að koma hingað með ein-
hverja nýja íþróttagrein. Það er bara
spurning um að byrja,“ segir Guð-
mundur. „Besta auglýsingin er gott
orðspor. Ég held og vona að það sé
það sem er að draga fólk að,“ bætir
hann við.
Starfið er sérstaklega gefandi fyrir
Guðmund og hann ætlar sér að halda
áfram ótrauður.
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf.
Að vinna með fólki og að fá fólk með
sér. Tilgangurinn minn hér er að
hjálpa öðrum, það gefur manni svo
mikið. Hér hafa ótrúlega margir vaxið,
aðallega andlega þá en líka í íþrótt-
inni. Íþróttin er þó aðallega til þess að
hjálpa manni í lífinu í mínum huga.“
Guðmundur segist ekki hafa miklar
áhyggjur af framtíð félagsins. Nú sé
yngri kynslóð tilbúin að taka við kefl-
inu. „Ég var drifkrafturinn í þessu.
Núna er unga kynslóðin að taka við.
Þau eru í stjórn og eru að taka virkan
þátt í starfinu. Ég sé mína vinnu halda
áfram þó svo að ég verði ekki hérna.
Þó svo að ég ætli mér að vera hérna
alla ævi, en maður veit aldrei.“
Júdó hentar líka fyrir pör
Yngri kynslóð að taka við