Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2016, Síða 1

Víkurfréttir - 16.06.2016, Síða 1
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagurinn 16. júní 2016 • 24. tölublað • 37. árgangur Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað töluvert það sem af er ári. Hlutfallslega hefur íbúum fjölgað mest í Vogum eða um 3,6 prósent. Flestir nýir Suður- nesjamenn hafa sest að í Reykjanesbæ, eða 486. Í þeim fjölda er aðeins hluti þess fólks sem nýlega settist að á Ásbrú vegna starfa við Keflavíkurflugvöll. Töluverð fjölgun hefur einnig orðið í öðrum bæjarfélögum á svæðinu. Fulltrúar bæjaryfirvalda í sveitar- félögunum á Suðurnesjum eru sam- mála um að helstu ástæður fólks- fjölgunarinnar séu góðar horfur í atvinnumálum og hagstætt verð á húsnæði, miðað við á höfuðborgar- svæðinu. Reykjanesbær og Grindavík hafa fundið fyrir vaxtarverkjum vegna íbúafjölgunarinnar þar sem þörf hefur verið á fleiri leikskólaplássum. Þá er á stefnuskránni að byggja nýjan grunn- skóla í Innri Njarðvík. Allir fagna fjölguninni enda aukast útsvarstekjurnar og meira líf færist í bæjarfélögin með fleira fólki. Nánar er fjallað um málið á bls. 10. n Við úttekt á gervigrasinu í Reykja- neshöll kom í ljós að það vantaði um það bil 10 tonn af gúmmíkurli í grasið. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur sam- þykkt fjárveitingu upp á rúmar 2,3 milljónir króna sem verður nýtt til viðhalds á gervigrasinu. „Það er mikilvægt upp á viðhald gervigrassins að bæta í það gúmmíi reglulega en því hefur ekki verið sinnt sem skyldi frá því það var lagt,“ segir Helgi Arnarson sviðsstjóri hjá Reykja- nesbæ. Helgi segir að gera þurfi ráð fyrir því í rekstri Reykjaneshallar að reglulega þurfi að bæta gúmmíkurli í gervi- grasið. „Því hefur stundum verið haldið fram að það þurfi ekkert við- hald á gervigras, en það er mikill mis- skilningur,“ segir Helgi. n Brýnt er að forgangsraða verk- efnum þannig að umferðaröryggi sé í forgrunni og horfa til þeirra vega þar sem bæta þarf umferðaröryggi. Á umferðarmestu vegunum er ástandið orðið slæmt og hættulegir vegakaflar, meðal annars á Grindavíkurvegi, að því er kemur fram í nefndaráliti frá Umhverfis- og samgöngunefnd al- þingis um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun næstu fjögurra ára. Í nefndarálitinu kemur fram að Grindavíkurvegur sé afar fjölfarinn vegna Bláa lónsins og aukinna um- svifa í sjávarútvegi í Grindavík. Í nefndarálitinu kemur jafnframt fram að með mikilli fyrirhugaðri uppbygg- ingu á Miðnesheiði og í tengslum við Keflavíkurflugvöll þurfi að huga að uppbyggingu nauðsynlegra innviða í nágrenni vallarins, klára tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flug- stöðinni auk annarra vega í kringum svæðið svo umferðarflæði verði greitt og jafnframt gætt að öryggismálum. Í nokkrum höfnum eru uppi áætlanir um framkvæmdir sem ríkið á að taka þátt í kostnaði við á grundvelli hafna- laga. Í nefndarálitinu kemur fram að í nokkru samræmi við þær breytingar sem meirihluti nefndarinnar lagði til á síðasta þingi hafi framkvæmdum í Grindavíkurhöfn verið flýtt en fjár- veitingar nægja þó ekki til að klára framkvæmdir í höfninni á tímabilinu. Nefndin leggur til nokkra aukningu til endurnýjunar stálþils en umsvif í höfninni hafa aukist nokkuð síðustu missiri. Lagt er til að til hafnarinnar í Grindavík verði veitt 136 milljónum króna árið 2017 og 30 milljónum króna árið 2018. Vilja ljúka við tvöföldun á Reykjanesbraut SEXHUNDRUÐ NÝIR SUÐURNESJAMENN ●● Íbúum●fjölgar●ört●með●batnandi●hag●í●öllum●sveitarfélögunum●á●Suðurnesjum Vantar um 10 tonn af gúmmíkurli í Reykjaneshöllina Keflvíkingurinn Inga Ósk Ólafsdóttir hefur gengt sannkölluðu draumastarfi síðustu mánuði, þar sem hún ferðast vítt og breitt um Ísland með ferða- mönnum og sýnir þeim hvað land og þjóð hafa upp á að bjóða. Inga segir að þeir sem upplifa svona ferðir með heimafólki sjái mun meira en hinn almenni ferðamaður gerir í stuttu stoppi. Ferðamennirnir eru svo gjarnan æstir í að segja frá upplifun sinni og þannig breiðist hróður Íslands út skemmtilegan hátt. Sjá viðtal við Ingu á bls. 12. Frábæri ferðafélaginn Stefnt er að því að klára tvöföldun Reykja- nesbrautar alla leið að flugstöðinni.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.