Víkurfréttir - 16.06.2016, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Einnig er laust starf bókara
Helstu verkefni:
Móttaka og skráning innkaupareikninga.
Færsla bókhalds og afstemmingar lánardrottna.
Birgðabókhald, s.s. skráning birgða og birgða-
breytinga. Kostnaðarútreikningar á birgðum
Önnur almenn skrifstofustörf.
Lagardere Travel Retail ehf. Sér um rekstur veitingastaða og
sælkeraverslunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið
fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi
og alþjóðlegu starfsumhverfi.
Starfsmenn óskast í fjölbreytt störf.
Í boði eru störf í eldhúsi, afgreiðslu og þjónustu.
Kokkar, aðstoðarkokkar, kaffibarþjónar og allir
þeir sem hafa áhuga á því að vinna í skemmti-
legu og fjölbreyttu umhverfi. Við leitum eftir fólki
í fullt starf og hlutastarf.
Þeir sem hafa áhuga senda inn umsókn á
www.ltr.is eða senda á hjordisr@ltr.is
Hæfniskröfur:
Haldbær reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði.
Góð almenn tölvukunnátta.
Skipulögð, talnaglögg/ur,
vönduð og nákvæm vinnubrögð.
Frumkvæði, skipulagshæfni og lipurð í
mannlegum samskiptum.
Reynsla af Navision
Ferilsskrá sendist á umsokn@ltr.is
P
R
E
N
TU
N
.IS
Keflvíkingurinn Inga Ósk Ólafsdóttir hefur
gengt sannkölluðu draumastarfi síðustu
mánuði, þar sem hún ferðast vítt og breitt
um Ísland með ferðamönnum og sýnir þeim
hvað land og þjóð hafa upp á að bjóða. Inga er
starfsmaður hjá söludeild Icelandair en hún
hefur unnið meira og minna í Flugstöðinni frá
árinu 1988.
Síðan í febrúar hefur ferðamönnum staðið til
boða að ferðast með starfsfólki Icelandair um
landið. Ferðafélaginn (stopover buddy) kynnir
þannig land og þjóð fyrir ferðafólkinu og heim-
sækir áhugaverða staði. Upphaflega voru 12
starfsmenn Icelandair sem tóku þátt en vin-
sældirnar urðu það miklar að fljótlega voru um
30 starfsmenn sem sinntu verkefninu.
Inga hefur verið á ferðinni með túristum allt frá
byrjun febrúar og farið í fjölda ferða víða um
landið. Hún leggur talsvert upp úr því að sýna
fólkinu Reykjanesið en flestir þekkja lítið sem
ekkert til svæðisins að hennar sögn. „Megnið
af þessu fólki sem ég hef ferðast með vissi ekk-
ert um Reykjanesið. Það veit enginn hvað má
sjá þar,“ segir Inga. Yfirleitt sækir Inga fólkið
á Keflavíkurflugvöll og þaðan fer hún yfirleitt
rakleiðis rúnt um Reykjanesið. „Þeim finnst
Reykjanesið vera náttúruperla sem ekki margir
vita af. Flestum finnst miklu meira til Gunnu-
hvers koma en Geysis. Ég hef farið margar ferðir
þangað og þar er upplifunin allt öðruvísi. Ein
mynd og málið er búið. Við Gunnuhver er meiri
tími til þess að njóta og skoða sig um,“ segir
ferðafélaginn Inga.
„Ég fer gjarnan til Grindavíkur og þaðan fer ég
alltaf Suðurstrandarveginn. Þar er svo ofboðs-
lega fallegt landslag og lítið af bílum. Margir
þessir túristar segja við mig að þeir vilji sjá eitt-
hvað öðruvísi og heimsækja jafnvel staði þar
sem ekki eru margir ferðamenn og allt krökkt
af rútum.“
Aðallega er Inga að ferðast með fólki sem hefur
einn dag til umráða á Íslandi og vill sjá sem mest.
Þá fer hún á áhugaverða staði sem heimafólk
heimsækir jafnan. Stundum fer hún með blaða-
menn í ferðir og þá er jafnan farið í tveggja til
þriggja daga ferðir á áhugaverða staði. Hún hefur
meðal annars farið í hellaskoðun, að Jökulsárlóni
og upp á Langjökul í snjósleðaferð með fjöl-
miðlafólki.
Vilja upplifa hluti sem heimamenn kjósa
Inga segir að ferðamennirnir hafi ákaflega gaman
af því að vera með heimafólki. Heyra þeirra
sögur og upplifun á landinu og gera þá hluti sem
heimamenn gera. Inga reynir að komast yfir sem
mest á einum degi og jafnan finnst ferðamönn-
unum að það hafi verið hér í nokkra daga eftir
annasaman dag með Ingu.
Inga tekur líka upp á því að bjóða fólki heim
til sín í mat og hefur það mælst mjög vel fyrir
hjá gestunum. Hún hefur eignast vini um allan
heim. „Þeim finnst æðislegt að koma heim til
mín og fá að borða ekta íslenskan mat,“ segir
Inga sem hefur gaman af því að sýna fólki smæð
landsins líka. „Þegar ég er að keyra með þau í
Reykjavík þá sýni ég þeim meðal annars hvar
Björk á heima eða Vigdís Finnboga. Þeim finnst
það svaðalegt og merkilegt, en fyrir okkur er það
lítið mál.“
Hvað hefur þú persónulega fengið út úr þessu?
„Mig langar bara að fara í leiðsögumanninn,“
segir Inga og hlær. „Ég bara vissi ekki að Ísland
væri svona fallegt. Ég er að upplifa þetta með
augum útlendingana og sú upplifun er allt öðru-
vísi. Við erum orðin svo vön þessu öllu að við
sjáum þetta ekki orðið. Mér finnst frábært að
geta kynnt landið og ég er rosalega stolt af Ís-
landi.“
Inga segir að þeir sem upplifa svona ferðir með
heimafólki sjái mun meira en hinn almenni
ferðamaður gerir í stuttu stoppi. Ferðamennirnir
eru svo gjarnan æstir í að segja frá upplifun sinni
og þannig breiðist hróður Íslands út skemmti-
legan hátt.
Vissi ekki að Ísland
væri svona
fallegt
●● Ferðafélaginn●Inga●Ósk●er●í●draumadjobbinu.●●
●● Ferðafólk●frá●öllum●heimshornum●fær●„lókal“●upplifun●á●Reykjanesi.