Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2016, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 16.06.2016, Qupperneq 21
n Þrívíddarmynd tekin af blaðamanni VF n Alda er nýr heilsudrykkur sem inniheldur collagen úr þorskroði. l Codland hefur þróað nýjan sykurlausan og próteinríkan heilsudrykk l Svalasti drykkurinn í dag l Kynna sér flugnám á skemmtilegan hátt l Skoðuðu fis, flugvélar og fengu óvænta þyrluheimsókn Heilsudrykkur úr roði! Taka fyrstu flugskrefin Hakkit er heitasti klúbb- urinn í bænum Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Nýjasta hverfi Grindavíkur rís hratt við höfnina Alda er nýr heilsudrykkur sem er væntanlegur í verslanir á næstu dög- um. Drykkurinn er þróaður af Cod- land, sem er fullvinnslufyrirtæki í eigu grindvísku útgerðarfélaganna Vísis og Þorbjarnar. Nýi heilsudrykkurinn inniheld- ur collagen en það er ein tegund próteins sem við inntöku getur bætt heilsu og hreyfigetu. Það örvar um- brot frumna í brjóski og liðum og stuðlar að endurnýjunarferli í band- vefjum en efnið styður til dæmis vefi í beinum, húð, vöðvum og sinum líkamans. Notkun collagens ýtir jafnframt undir til dæmis stinna og slétta húð. „Það kom upp hugmynd hjá okkur í Codland að nýta það collagen sem við erum að framleiða í ferskan og nátt- úrulegan drykk. Við höfum verið að búa til collagen úr þorskroði og þróa það áfram og nú erum við komin með þessa framleiðslu í hendurnar, sem er þessi frábæri heilsudrykkur, Alda,“ segir Tómas Eiríksson hjá Codlandi. Codland hefur unnið að drykknum í samstarfi við brugghúsið Steðja í Borgarfirði. Drykkurinn hefur verið til sölu á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík að undanförnu en er væntanlegur í verslanir á næstu dög- um. Alda er ferskur límonaðidrykk- ur og blandaður með collagen. Hann er jafnframt sykurlaus og því góður heilsudrykkur. Tómas vonast því til að drykkurinn verði staðsettur hjá annarri heilsuvöru í verslunum en ekki hjá gosdrykkjum. Nánar er fjallað um nýja drykkinn í Sjónvarpi Víkurfrétta sem er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Þátturinn er einnig á vef Víkur- frétta, vf.is, í háskerpu. Flugbúðir Keilis voru haldnar í vikunni. Í búðunum gefst ungu fólki kostur á að kynna sér flugnám á skemmti- legan hátt. Flugbúðirnar í ár stóðu í fjóra daga, frá 13. til 16. júní. Á dagskránni var heimsókn í flugskýli Icelanda- ir, ferð á Sléttuna þar sem krakkarnir skoðuðu og frædd- ust um fisflugvélar, flugvirki, flugumferðarstjóri og flug- maður komu í heimsókn og sögðu frá störfum sínum, og haldnar voru kynningar á ýmsu tengdu flugi. Þá fengu allir nemendur að fara í flughermi hjá Keili. Nemendur komu víða að, til að mynda frá Egilsstöðum og Laugum. Flugbúðirnar hafa verið haldnar regluleg í nokkur ár og er ekkert lát á áhuga unga fólksins á flugi. Nánar er fjallað um flugbúðirnar í Sjónvarpi Víkurfrétta. Þátturinn er á dagskrá Sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN á fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er einnig á vef Víkur- frétta, vf.is, í háskerpu. n Kofabyggðin í Grindavík nýtur mikilla vinsælda. Strax við opnun byggingarsvæðisins á mánudag voru mættir þangað um 30 krakkar vopnaðir hömrum og nöglum, tilbúnir til að ráðast í kofabyggingar. Hjalti Steinar Guðmundsson, umsjónarmaður opinna og grænna svæða í Grindavík, hefur kofabyggðina á sinni körfu. Hann átti alls ekki von á þess- um fjölda barna í smíðavinnuna og því þurfti mun meira byggingarefni á staðinn en gert var ráð fyrir. Gömul vörubretti eru uppistaðan í byggingarefninu en einnig hefur Hjalti þurft að fara nokkrar ferðir í BYKO í Reykjanesbæ til að taka með alvöru timbur til kofabyggina. Nánar er fjallað um kofabyggðina í Grindavík í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta sem er á dagskrá ÍNN og vf.is á fimmtu- dagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er í háskerpu á vf.is Sjónvarp Víkurfrétta er vikuleg- ur magasínþáttur frá Suðurnesj- um sem sýndur er á sjónvarps- stöðinni ÍNN og á vef Víkur- frétta. Þátturinn er á dagskrá á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Efnistök þáttarins eru úr menn- ingu, mannlífi og atvinnulífi Suðurnesja. Í hverri viku leggjum við upp með að bjóða áhorfendum upp á já- kvæðan og skemmtilegan sjón- varpsþátt með fjölbreyttum efn- istökum. Fyrirtækjum og félagasamtökum á Suðurnesjum stendur til boða að kaupa auglýsingapláss inni í þættinum en auglýsingar eru fyrir og eftir þáttinn og einnig í hléi í miðjum þætti. Nánari upplýsingar um auglýsingar veitir auglýsinga- deild Víkurfrétta. Hafa má sam- band með tölvupósti á fusi@vf.is eða í síma 421 0001. V I K U L E G U R M A G A S Í N Þ Á T T U R F R Á S U Ð U R N E S J U M Í S J Ó N V A R P I • Fimmtudagurinn 16. júní 2016 • kl. 21:20 • ÍNN • vf.is SJÓNVARP EFNI ÞÁTTARINS Í ÞESSARI VIKU Spánverjinn Xabier Þór Tejero Landa er einn af fjölmörg- um frumkvöðlum á Ásbrú. Hann ásamt fleirum reka saman Hakkit í Eldey á Ásbrú. Hakkit er stafræn smiðja eða svokallað gjörðapláss sem er öllum opið. Þar má finna ýmis tæki og tól. Allt frá þrívíddar prentara og leiser skurðavél, til sjónvarpa og tölva sem hafa fundið sér nýtt heimili. Nánar er fjallað um Hakkit í Sjón- varpi Víkurfrétta sem er á dag- skrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN á fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þáttur- inn er einnig á vef Víkurfrétta, vf.is, í háskerpu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.