Víkurfréttir - 16.06.2016, Side 22
22 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA
WORK
Starfskraftur óskast í hreingerningar / ræstingar
Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa bæði er um að ræða fullt starf
og einnig vinna eftir samkomulagi. Mikil vinna framunda.
Hæfniskröfur:
Viðkomandi verður að vera amk 18 ára og vera með gild ökuréttindi
Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is
Requirements: Individuals must be
at least 18 years old and have a valid driver’s licens
Languages: Icelandic or good English
We look for people for full time work
(08:00 - 16:00 100%) and also part time
If interested please send an e-mail to: halldor@allthreint.is
HREINGERNINGAR - RÆSTINGAR - AUKAVINNA
STAFF NEEDED MUCH WORK AHEAD
Nú er komið EM hlé í flestum deildum í fótboltanum. Grindvíkingar töpuðu
gegn HK í 1. deild karla á meðan Keflvíkingar misstu tvívegis niður forskot og
gerðu 2-2 jafntefli gegn Fram á heimavelli í vikunni. Með tapinu féllu Grind-
víkingar af toppnum niður í þriðja sæti en Keflvíkingar eru taplausir með flest
jafntefli deildarinnar í fjórða sæti.
Í kvennaboltanum eru Grindvíkingar á toppi B-riðils 1. deildar á meðan grannar
þeirra frá Keflavík eru í fimmta sæti. Bæði lið féllu svo úr bikarnum eftir stór
töp gegn úrvalsdeildarliðum. Í 2. deild karla eru Njarðvíkingar í fjórða sæti,
fimm stigum frá toppsætinu. Í 3. deild karla eru þrjú Suðurnesjalið. Víðismenn
dvelja ósigraðir þar á toppnum á meðan Þróttarar og Reynismenn eru í sjötta og
sjöunda sæti.
Aldur/félag?
11 ára Grindavík.
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
Í 4 eða 5 ár.
Hvaða stöðu spilar þú?
Ég er markmaður.
Hvert er markmið þitt í fótbolta?
Í ár er að komast í pressuliðið eða
landsliðið á Símamótinu. Þegar ég
verð eldri langar mig að komast í
meistaraflokk, unglingalandsliðin og
svo A-landsliðið.
Hversu oft æfir þú á viku?
Þrisvar í viku með mínum flokki, einu
sinni í viku með 4. flokki og svo einu
sinni í viku á markmannsæfingu. Svo
æfi ég körfubolta fjórum sinnum í
viku.
Hver er þinn eftirlætis fótbolta-
maður/kona?
Sara Björk Gunnarsdóttir í landsliðinu
og Guðrún Bentína Frímannsdóttir í
Grindavík. Líka Unnur vinkona mín.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í bolt-
anum?
Hope Solo markmaður í bandaríska
landsliðinu.
Hefurðu farið á fótboltaleik er-
lendis?
Nei ekki ennþá.
Hversu oft getur þú haldið á lofti?
Ekki mjög oft af því að ég er mark-
maður.
Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
Liverpool og Barcelona.
Suðurnesjamenn áberandi í Frakklandi
Suðurnesjamenn eru fjölmennir í Frakklandi um þessar mundir þar sem Evrópumótið í knattspyrnu stendur sem
hæst. Suðurnesjamenn eiga sína fulltrúa í liðinu. Njarðvíkingarnir uppöldu Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jóns-
son eru tiltölulega nýir í liðinu auk þess að hinn uppaldi Grindvíkingur Alfreð Finnbogason hefur verið fastamaður
undanfarin ár.
Fjölskyldur og vinir liðsmanna hafa að sjálfsögðu fjölmennt til Frakklands. Fjölskylda Arnórs Ingva er meðal ann-
arra mætt á staðinn og eru þau að sjálfsögðu vel merkt í búningum af sínum manni. Eins og sjá má á myndinni hér
að ofan þá eru systkini og faðir Arnórs öll komin í treyju sem merkt er með númeri og nafni Arnórs - „Traustason
#21.“ Trausti faðir Arnórs var í sigurvímu eins og aðrir landsmenn eftir leik og í snörpu spjalli við VF sagði hann að
leikurinn hafi verið ótrúleg upplifun. Enginn Suðurnesjapilta fékk að spreyta sig að þessu sinni en stemningin hjá
okkar fólki er ósvikin eins og sjá má á eftirfarandi myndum.
Fjölskylda Arnórs Ingva í alvöru búningum
Arnar Helgi með nýtt Íslandsmet
Keflvíkingurinn Arnar Helgi Lárus-
son setti í vikunni nýtt Íslandsmet í
400 metra hjólastólaakstri á Evr-
ópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum
íþróttum sem fram fer á Ítalíu þessa
dagana. Arnar kom í mark á 1.03.91
mín. sem er tíunda persónulega bæt-
ingin hans á árinu og nýtt Íslands-
met eins og áður kemur fram. Arnari
tókst þó ekki að tryggja sér þátttöku-
rétt í úrslitum en hann keppir aftur
í dag og þá í 100 metra keppni sem
verður jafnframt síðasta keppnin hans
á mótinu.
Zuzanna sigursæl annað árið í röð
Zuzanna Korpak úr GS sigraði 15 til
16 ára flokk telpna á Íslandsmóti í
holukeppni unglinga sem fram fór á
Þorláksvelli í Þorlákshöfn um liðna
helgi. Þetta er annað árið í röð sem
Zuzanna sigrar Íslandsmótið í holu-
keppni en hún sigraði einnig á Hellu
í fyrra. Kinga Korpak, yngri systir Zu-
zönnu, hafnaði í þriðja sæti í flokki 14
ára á sama móti.
Njarðvíkingar spila í efstu deild
kvenna
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur
hefur þegið boð KKÍ um að leika í
Dominos deild kvenna á komandi
tímabili. Síðustu tvö tímabil hefur
kvennalið Njarðvíkur leikið í 1. deild
en verið í toppbaráttu bæði árin.
„Það var aldrei spurning um að taka
sætið þegar KKÍ hafði samband við
okkur. Stefnan hefur alltaf verið að
koma liðinu aftur upp. Við erum
með ungt og efnilegt lið og teljum
þær fullfærar að spila í efstu deild.
Auk þess er leikmannamarkaðurinn
opinn og munum við reyna að styrkja
liðið á næstu dögum. Ég ræddi stutt-
lega við stelpurnar í gær og heyrði
strax á þeim að þær voru klárar í þetta
verkefni. Það er því spennandi tímabil
framundan hjá Körfuknattleiksdeild
Njarðvíkur,“ Segir Róbert Þór Guðna-
son, varaformaður deildarinnar, á vef-
síðu félagsins.
Hope Solo er hetjan
Grindvíkingurinn Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er markvörður hjá 5. flokki
Grindavíkur. Hún er dugleg að æfa fótbolta en hún er einnig á fullu í körfu-
boltanum. Í sumar langar hana til þess að komast í landsliðið eða pressuliðið
í Símamótinu.
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
er fótboltasnillingur vikunnar
Boltinn stopp vegna EM
SPORTMOLAR