Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2016, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 16.06.2016, Qupperneq 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi Hvað er Skúli Mogen- sen núna að „kokka“? S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir HS Veitur hf leita að öflugum liðsmönnum á aðalstöðvar fyrirtækisins í Reykjanesbæ HS Veitur hf voru stofnaðar 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt í HS Veitur hf og HS Orku hf. HS Veitur hf annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur hf annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvar HS Veitna hf eru fjórar, þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum hf starfa tæplega 90 starfsmenn. Frekari uppýsingar um fyrirtækið er hægt að nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Starfssvið - Rekstur dreifikerfa fyrir neysluvatn og heitt vatn. - Umsjón með hönnun, verklegum framkvæmdum, starfsmannahaldi og nýframkvæmdum deildarinnar. - Umsjón með innra eftirliti, gæðastjórnun og mælabúnaði deildarinnar. - Áætlanagerð og uppgjörsmál fyrir deildina. - Umsjón með tölvustjórnunarkerfum veitukerfanna. - Tryggja nauðsynlega samvinnu við aðrar deildir. Starfssvið - Viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, línum og götulögnum. - Nýlagnir, tengingar og frágangur. Hæfniskröfur - Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði t.d. bygginga- eða véla. - Samskiptahæfni og frumkvæði. Starfið krefst mikilla samskipta við fólk, bæði innan og utan fyrirtækisins - Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli. Hæfniskröfur - nemar - Grunndeild rafiðnaðar. - Sjálfstæð vinnubrögð. - Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum. Hæfniskröfur - rafvirkjar / rafveituvirkjar - Sveinspróf í rafvirkjun eða rafveituvirkjun. - Sjálfstæð vinnubrögð. - Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum. HS VEITUR HF www.hsveitur.is Forstöðumaður hita- og ferskvatnsdeildar Rafvirkjar / rafveituvirkjar / Nemar Nánari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson forstjóri í síma 422 5200. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Stefánsson svæðisstjóri í síma 422 5200. Umsækjendur sækja um starfið á heimasíðu fyrirtækisins www.hsveitur.is Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2016. Fyrirtækið Air Chefs Catering verður opnað í haust, gangi áætlanir eigenda eftir. Framkvæmdastjóri félagsins er Magnús Ólafsson. Hjá Air Chefs Ca- tering verða framleiddar máltíðir fyrir bæði farþega og flugáhafnir WOW air og annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands. Einnig mun þar verða fram- leiddur matur fyrir mötuneyti Airport Associates og önnur fyrirtæki sem til félagsins leita. Eldhúsið verður staðsett í nýbygg- ingu Airport Associates sem nú er verið að reisa á flugvallarsvæðinu. Að Air Chefs Catering standa Airport Associates, Fjárfestingarfélagið Títan ehf. í eigu Skúla Mogensen, aðal- eiganda WOW air, og Fjárfestingar- félagið MK í eigu Magnúsar og við- skiptafélaga hans. Magnús er matreiðslumaður og við- skiptafræðingur að mennt og var áður framleiðslustjóri hjá IGS svo hann er vel kunnugur starfsemi sem þessari. Að sögn hans verða starfsmenn tíu til fimmtán til að byrja með og verður unnið samkvæmt vaktafyrirkomulagi. „Þetta er mjög spennandi verkefni að opna eldhús á flugvallarsvæðinu. Nú er verið að vinna að hönnun eldhúss- ins í samstarfi við mjög færa aðila. Það eru margvíslegar kröfur sem þarf að uppfylla í tengslum við framleiðsl- una.“ Magnús segir spennandi tíma fram- undan, enda tækifærin mörg á Kefla- víkurflugvelli. Opna flugeld- hús í haust ●● Spennandi●tímar●framundan●og●mörg● tækifæri●á●Keflavíkurflugvelli,●segja●eigendur● Air●Chefs●Catering Við undirritun samstarfssamnings Air Chefs Catering og Airport Associates á dögunum. Frá vinstri Engilbert Hafsteinsson, Skúli Mogensen, Magnús Ólafsson, Sigþór Kristinn Skúlason, Elías Skúli Skúlason og Karl Finnbogason. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitar- félaga hefur veitt bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til 10. júlí næst- komandi til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Bæjar- stjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 7. júní síðastliðinn að óska eftir fresti þar sem viðræður við kröfuhafa standa enn yfir. Reykjanesbær fær frest til 10. júlí SJÓNVARP V ÍKURFRÉTTA NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.