Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2016, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.07.2016, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 7. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Kröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi. Góð bókhaldsþekking og skilningur á fjármálum. Góð tungumálakunnátta (enska). Gott vald á upplýsingatækni. Samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði. Kröfur BSc í rafmagnstæknifræði eða rafmagnsverkfræði, rafiðnfræði, kerfisfræði eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Góð þekking á PLC iðntölvum, PC tölvum og hugbúnaði ásamt netbúnaði, s.s. ljósleiðaraneti og öðru er tilheyrir. Haldgóð þekking og reynsla í reglunarfræðum. Samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði. HS ORKA leitar að öflugum liðsmönnum til starfa. Helstu verkefni Bókhaldsleg umsýsla verkefnisins. Umsjón með útgreiðslum og fjárreiðum. Umsýsla og samskipti við aðra styrkþega. Samskipti við samstarfsaðila. Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði. Helstu verkefni Rekstur á stjórn- og varnaliðabúnaði og upplýsinga- kerfa Orkuvera. Þjónusta við notendur kerfisins. Ber ábyrgð á viðhalds- og bilanaskráningu. Ber ábyrgð á að teikningar og önnur gögn sviðsins séu aðgengilegar og réttar. Vinnur að úrbótum og endurnýjun sem tengist rekstri og þróun kerfisins. HS ORKA hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í 40 ár og ætlar sér enn stærri hluti í orkuframleiðslu á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og á Reykjanesi sem eru grundvöllur Auðlindagarðs hvar markmiðið er að öllum straumum sé breytt í verðmætar auðlindir. Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri. Sótt er um starfið á heimasíðu fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2015. www.hsorka.is Sérfræðingur á fjármálasviði – umsýsla verkefnis á vegum Evrópusambandsins Sérfræðingur í stjórnbúnaði Orkuvera HS ORKA leitar að öflugum liðsmönnum til starfa til fyrirtækisins Sérfræðingur á fjármálasviði – umsýsla verkefnis á vegum Evrópusambandsins Verkefnið er í samstarfi við tæknisvið HS Orku vegna djúpborunarverkefnis í umsjá fyrirtækisins. Helstu verkefni • Bókhaldsleg umsýsla verkefnisins. • Umsjón með útgreiðslum og fjárreiðum. • Umsýsla og samskipti við aðra styrkþega. • Samskipti við samstarfsaðila innan og utan fyrirtækisins. • Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði. Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Góð bókhaldsþekking og skilningur á fjármálum. • Góð tungumálakunnátta (enska). • Gott vald á upplýsingatækni. • Samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði. Sérfræðingur í Upplý ingatækni Upplýsingatækni HS Orku samanstendur af stjórnbúnaði orkuvera og upplýsingatækni fyrirtækisins. Leitast er eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á tækni og hefur mjög ríka þjónustulund. Helstu verkefni • Rekstur á upplýsingakerfum. • Dagleg notendaþjónusta og kerfisumsjón. • Uppsetning og þjónusta á vél- og hugbúnaði. • Rekstur á stjórn- og varnaliðabúnaði orkuvera. • Samskipti við þjónustuaðila og birgja. • Vinna að úrbótum og endurnýjun upplýsingakerfa sem og kerfa orkuvera. Hæfniskröfur • Menntun og reynsla á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði, tæknifræði eða verkfræði. • Reynsla af rekstri Microsoft umhverfis, útstöðvum og netþjónum. • Þekking á Microsoft SQL, skýrslugerð og gagnagrunnum æskileg. • Microsoft prófgráður eru kos ur. • Þekking á Dynamics Ax er kostur. • Reynsla úr rafmagnsfræðum er kostur. • Samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði. Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri. Sótt er um starfið á heimasíðu fyrirtækisins. U sóknarfrestur er til og með fimmtudags 14. júlí 2016. HS ORKA hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í 40 ár og ætlar sér enn stærri hluti í orkuframleiðslu á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Heildarfjöldi starfs- manna er um 60. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun sem eru grundvöllur Auðlindagarðs hvar markmiðið er að öllum straumum sé breytt í verðmætar auðlindir. www.hsorka.is Bókin Núna er ég að l e s a b ó k i n a When Breath Becomes Air eftir Paul Kal- anithi. Bókin er eins konar sjá l fsævisaga Pauls , lækn- is sem var að ljúka þjálfun sem taugaskurðlæknir þegar hann greinist með krabbamein. Hún er afskaplega fallega skrifuð, ein- læg og hefur að geyma svo mikla visku um lífið. Mér finnst hann lýsa svo vel hvernig það er að standa andspænis eigin dauðleika. Ég er reyndar ekki að lesa hana heldur hlusta á hana í gegn- um Audible appið sem ég kynntist þegar ég var að keyra á milli, áður en ég flutti til Keflavíkur. Ég mæli með þessu appi fyrir alla, það eru bara ótrúleg lífsgæði að hafa það því það er svo gott að hlusta á bók í bílnum eða úti í göngutúr. Ég verð líka að fá að mæla með The Gifts of Imperfection eftir Brené Brown sem er eiginlega sjálfshjálparbók en byggð á rann- sóknum og ótrúlega mikið vit í og Bonhoeffer, pastor, martyr, prophet, spy eftir Eric Metaxas, ævisaga mikils guðfræðings og prests sem var tekin af lífi af nasistum en hún er ein af bestu bókum sem ég hef lesið. Tónlistin Ég festist oft í einni hljómsveit og hlusta á hana endalaust. Þessa dag- ana er það helst London Grammar og sérstaklega lagið Hey Now, get hlustað á það endalaust. Svo þegar ég dratt- ast út að hlaupa þá eru það helst þær Robyn, Sia og Beyoncé sem hljóma í eyrunum. Annars hlusta ég á alls konar tónlist. Ég hlusta á nýja tónlist og eldri í bland, popp, rokk, hipp hop. Mér finnst gam- an að gera svona nostalgíu playlista með ’90 tónlist í Spotify, elska Smas- hing Pumpkins og er líka með Sálma diskinn hennar Ellenar í símanum. Ertu með eitthvað lag á heilanum? Jæja, eiga prestar ekki alltaf að segja satt og rétt frá? Ég ætla að gera það og játa að lagið sem ég er með á heilanum þessa daga er Láttu þér líða vel með Stjórninni. Það kom bara einn daginn þegar ég var að taka upp úr kössum og á vel við þegar kona er að koma sér fyrir á nýju heimili. Sjónvarpsþátturinn Núna erum við fjölskyldan búin að vera að horfa á Black-ish og Modern Family og erum að bíða eftir því að það komi meira af þeim inn á Sjón- varp Símans. Ætli uppáhalds þættirnir mínir þegar krakkarnir eru ekki með séu ekki Elementary, The Good Wife, 30 Rock og Mad Men. Ég hef gaman af svona stjórnmála og lögfræðidrama á meðan það er vel gert og auðvit- að góðum gamanþáttum. Svo hef ég gaman af flest öllu sem er látið gerast í fortíðinni og fléttast við söguna eins og Mad Men og Downton Abbey. LESANDI VIKUNNAR AFÞREYINGIN Hvaða bók ertu að lesa núna? Árbók Ferðafélags Íslands 2016 – Skagafjörður austan Vatna frá Hjaltadal að Úlfsdölum. Ég hef verið í Ferðafé- laginu í tugi ára og hef gaman af þessum bókum. Hver er þín eftirlætis bók? Það er bókin um Einar Ben – Væringinn mikli Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Kristmann Guðmundsson er minn eftirlætis höfundur. Hvernig bækur lestu helst? Ferðabækur og ævisögur einna helst og skáldsögur öðru hvoru. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Bókin Hamingjudagar á fjöllum eftir Hall- grím Jónasson. Hallgrímur var fararstjóri og mikill og þekktur ferðamaður. Bókin er í raun frá- sagnir hans af ferðalagi hans um Kjalveg og Landmanna- laugar. Þessi bók smitaði mig af ferðabakteríunni. Hvaða bók ættu allir að lesa? Það er freistandi að segja Símaskránna en þar eru til dæmis leiðbeiningar um almannavarnir sem allir hefðu gott af því að lesa. En án gríns finnst mér erfitt að segja til um það, smekkur fólks er svo ólíkur. Hvar finnst þér best að lesa? Þegar ég er að fara að sofa á kvöldin, uppi í rúmi. Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Bækurnar hans Peter Freuchen en hann er danskur rithöfundur og ferða- maður. Bækurnar fjalla aðallega um Grænland og Norður-Íshafið og ferða- lög á þeim svæðum. Bækurnar fjalla um landnám Evrópu á þessum svæðum. Við þökkum Garðari kærlega fyrir og minnum á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar. Allir hefðu gott af því að lesa Símaskrána Fyrrum kaupmaðurinn og slökkviliðsmaðurinn Garðar Sigurðsson er lesandi vikunnar að þessu sinni. Bókin Hamingjudagar á fjöllum smitaði hann af ferðabakteríunni. Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkur- fréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safns- ins:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn Smashing Pumpkins í miklu uppáhaldi Eva Björk Valdimarsdóttir tók við embætti prests hjá Keflavíkurkirkju á síðasta ári. Hún ólst upp á Akureyri en hafði búið undan- farin 17 ár í Reykjavík. Hún segir það leggjast vel í þau fjölskylduna að búa á Suðurnesjum, enda gott að vera með börn hér. „Það er tekið svo vel á móti okkur og ég hef kynnst mikið af frábæru fólki,“ segir hún. Eva sagði okkur frá afþreyingunni sinni en þar kennir ýmissa grasa. Þessa dagana bíða Eva og fjölskylda spennt eftir því að nýjir þættir af Black-ish og Modern Family komi inn á Sjónvarp Símans. Sara Ósk og Sara Líf létu gott af sér leiða og söfnuðu fyrir Rauða krossinn. Söfnuðu fyrir Rauða krossinn Vinkonurnar Sara Ósk Ólafsdóttir og Sara Líf Kristinsdóttur héldu á dögun- um tombólu fyrir utan matvörubúð- ina í Vogum. Tombólan gekk vel og söfnuðu þær 13.506 krónum sem þær afhentu Rauða krossinum. ÍBÚÐ ÓSKAST Einstæð móðir óskar eftir íbúð sem fyrst. Stærð skiptir ekki máli. Greiðslu- geta max 150.000 kr. Er á götunni og með einn rólegan hund. Upplýsingar í síma 7781464, Erla eða á tölvupóstfangið Erlavilli66@gmail.com

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.