Víkurfréttir - 07.07.2016, Blaðsíða 9
9fimmtudagur 7. júlí 2016 VÍKURFRÉTTIR
Austurstræti 18
Skólavörðustíg 11
Laugavegi 77
Hallarmúla 4
Álfabakka 16, Mjódd
Kringlunni norður
Kringlunni suður
Smáralind
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Keflavík - Sólvallagötu 2
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Akranesi - Dalbraut 1
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Húsavík - Garðarsbraut 9 540 2000 | penninn @penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
sjá hvernig það lifir og hvernig lífið
gengur annan vanagang en í Banda-
ríkjunum. Þannig hef ég lært mikið.“
Hrifinn af orðinu flugdreki
Chris er smiður og fæst við uppsetn-
ingar á innréttingum heima í Port
Angeles í Washington í Bandaríkj-
unum. Hann segir að sér hafi ekki
gengið vel í menntaskóla og raun-
ar lokið náminu þar með herkjum.
Hann hefur sent frá sér tvær bækur
um siglingar sínar. Önnur heitir On
Celtic Tides og fjallar um ferð hans
í kringum Írland á sjókajak en hin
heitir Southern Exposure og fallar um
það þegar hann sigli einn á kajak í
kringum suðureyjar Nýja-Sjálands.
Bækurnar hafa hlotið mikið lof og
unnið til verðlauna í Bandaríkjunum.
„Það var virkilega gaman að skrifa
bækurnar og fyrir mig var það mjög
stórt skref að fá þær útgefnar, enda var
ég aldrei góður í bóklegum greinum,“
segir hann og brosir.
Árið 2010 byrjaði Chris að smíða bát-
inn litla, Northern Reach, sem hann
sigldi á áleiðis til Grænlands á dögun-
um. Hann hefur siglt víða um heim á
bátnum. Þegar björgunarsveitarmenn
úr Grindavík björguðu Chris reyndu
þeir að ná Northern Reach upp í
björgunarbátinn en vegna öldugangs
gekk það ekki. Þá var brugðið á það
ráð að draga bátinn en festur slitnuðu
og gat var komið á skrokkinn og því
varð að skilja hann eftir.
Eins og áður sagði var það flugdrek-
inn á bátnum sem Chris gat með
naumindum sett upp sem varð til
þess að björgunarsveitarmennirnir
sáu bátinn. Í viðtali áður en Chris
fór í ferðina sagði hann blaðamanni
Víkurfrétta frá flugdrekanum og hafði
orð á því hversu hrifinn hann væri
af orðinu flugdreki á íslensku. „Ef ég
hefði kunnað þetta orð þegar báturinn
minn var í smíðum þá hefði ég nefnt
hann flugdreki, ekki spurning,“ segir
Chris um árabátinn Northern Reach.
Siglingar góð hvíld
fyrir hugann
Aðspurður hvernig það er að vera
einn með sjálfum sér dögum saman
úti á ballarhafi þá segir Chris það vera
góða hvíld fyrir hugann. „Á sjónum
þarf maður að vera með hugann í nú-
tíðinni og getur ekki leyft sér að hafa
áhyggjur af neinu og þarf virkilega að
einbeita sér að því sem er að gerast á
sjónum. Það er mjög frelsandi. Það
er svo gott að lifa í núinu því þannig
getur maður ekki lifað í ótta. Þá er
fólk ekki með áhyggjur af því að missa
vinnuna eða að nýju nágrannarnir séu
frá Sýrlandi. Það er ekki að lifa í núinu
heldur frekar að banka upp á hjá nýju
nágrönnunum frá Sýrlandi og komast
að því að þau eru alveg frábær. Þetta
var reyndar ofur einföldun á því að
dvelja í núinu en það er nokkurn veg-
inn svona. Við þurfum að fara aftur til
þess að lifa einföldu og ástríku lífi og
dvelja í núinu.“
Chris er mikill náttúruunnandi og
segir dásamlegt að heyra blásturinn
í hvölum og að sjá forvitna sjófugla
þegar hann er að sigla. „Í tvö hundruð
kílómetra fjarlægð frá landi er heill
hellingur af fuglum sem hafa verið
mér góður félagsskapur.“ Chris segir
að þó að ferðalög sín á smábátum hafi
reynt gríðarlega á líkamlega séu þau
ekki síður andleg ferðalög. „Þegar ég
sigli finn ég hvað ég á í raun stutt-
an tíma hérna á jörðinni. Ég vil nýta
þann tíma vel og eiga góð samskipti
við fólk og hlúa vel að umhverfinu og
ganga sem minnst á náttúruna. Það er
ekki hægt að útskýra það í stuttu svari
hvers vegna ég hef siglt svo mikið um
ævina.“
Jafnar sig í Grindavík
Eftir hrakningana um síðustu helgi
hefur Chris ákveðið að láta af slíkum
siglingum. Hann ætlar að jafna sig hjá
Hermanni og Margréti í Grindavík og
halda svo heim á leið til Lisu, konunn-
ar sinnar. Þau hafa verið gift í tíu ár og
er hún engu minni ofurhugi en Chris
og stundar langar fjallgöngur ein síns
liðs. Saman hafa þau líka farið í langar
hjólreiðaferðir. „Lisa er ótrúlega sterk
kona og hefur verið kletturinn minn
á siglingunum. Við erum virkilega
gott teymi. Einu sinni hjóluðum við
saman í tvo mánuði um Skotland og
Írland og það rigndi næstum því allan
tímann en hún brosti bara hringinn.
Ég ætla þó ekki að gera henni það,
né mér, né neinum öðrum, að halda
áfram í siglingum eftir ófarirnar um
síðustu helgi. Ætli við förum ekki bara
að hjóla meira saman, við Lisa,“ sagði
Chris að lokum.
Myndin var tekin af Chris rétt áður en hann lagði úr höfn í Grinda-
vík í síðustu viku. Það varð mikil hættuför því óveður skall á
og var Chris bjargað af Björgunarsveitinni Þorbirni.