Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2016, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 07.07.2016, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 7. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Pípari óskast Auglýsum eftir að ráða pípara til vinnu eða mönnum vönum pípulögnum. Go væri ef þeir gætu hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar eru í síma 660 0166 Gísli eða osn@osn.is Firma OSN ehf poszukuje hydraulików oraz osób zainteresowanych pracą w hydraulice. Praca od zaraz! Więcej informacji pod numerem 660 0166 Gísli lub osn@osn.is HEKLA hf. er leiðandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu við nýjar bifreiðar. Höfuðstöðvar félagsins eru við Laugaveg 170-174 í Reykjavík. Um 130 manns starfa hjá HEKLU hf. Félagið er með umboð fyrir Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi og annast þjónustu við þessar tegundir. HEKLA Reykjanesbæ leitar að kraftmiklum og hæfileikaríkum sölumanni. Sölumaður hjá HEKLU í Reykjanesbæ Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí n.k. Umsókn óskast fyllt út á www.hekla.is Sölumaður bifreiða – Starfssvið • Sala nýrra og notaðra bíla. • Samskipti við viðskiptavini og viðhald viðskiptatengsla. • Öflun nýrra viðskiptavina. Menntunar- og hæfniskröfur • Brennandi áhugi á bílum, tækni og nýjungum. • Reynsla og þekking á sölu bifreiða. • Rík þjónustulund, frumkvæði og framúrskarandi söluhæfileikar. • Metnaður og áhugi til að takast á við spennandi verkefni. Upplýsingar veitir Sigurður P. Sigmundsson, rekstrarstjóri HEKLU í Reykjanesbæ, í síma 864 6766. Kammerhópurinn Tríó Fókus held- ur tónleika í Grindavíkurkirkju mánudaginn 11. júlí, klukkan 20:00. Hópinn skipa þær Margrét Th. Hjaltested víóluleikari, Ingveldur Ýr, mezzosópran söngkona, og Guð- ríður St. Sigurðardóttir, píanóleik- ari. Margrét á ættir sínar að rekja til Suðurnesja en móðir hennar, Svan- hildur Elentínusdóttir, ólst upp í Keflavík. „Ég dvaldi oft hjá ömmu minni og afa, þeim Línu Sverrisdóttir og Einari Júlíussyni, sem og hjá Sigríði Elentínusdóttur, móðursystur minni. Eitt sumarið vann ég í frystihúsinu Heimi,“ segir Margrét sem er afar stolt af uppruna sínum. Hún kenndi einn vetur við Tónlistarskólann í Keflavík. Síðastliðin þrjátíu ár hefur Margrét búið og starfað í New York. Tónleikarnir í Grindavíkurkirkju á mánudag eru samvinnuverkefni Tríó Fókus við Félag íslenskra tónlistar- manna - klassíska deild FÍH með styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Tónleikarnir taka klukku- stund og aðgangseyrir er 2.000 krónur en 1.500 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. TÍMABÓKANIR Í RANNSÓKN Á HSS Fyrirkomulag rannsókna á HSS mun breytast frá og með 1. júlí næstkomandi þegar farið verður að bjóða upp á tíma- bókanir fyrir blóðsýnatökur á rannsóknastofu. Sýnatökur eftir bókunum hefjast svo 11. júlí. Bókað verður í tíma frá kl. 08:00 til 11:00. Þeir sem eiga að vera fastandi fyrir prufur bókast milli kl. 08:00 og 09:00 og fólk í blóðþynningarmælingu milli kl. 10:00 og 11:00. Móttaka annarra sýna verður eins og verið hefur. Móttöku- ritarar taka niður tímapantanir í síma 422-0500 á milli kl. 8:00 og 16:00 virka daga. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSS og Nesvalla í Reykjanesbæ fyrir umönnunina Þorsteinn Eggertsson Jóh. Fjóla Ólafsdóttir Guðfinna Jóna Eggertsdóttir Sigvaldi Hrafn Jósafatsson Jón Þorkels Eggertsson Hólmfríður Guðmundsdóttir Guðrún Eggertsdóttir og fjölskyldur Þökkum auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Jónsdóttur, (Unnu) Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ 80 ára Karl Einarsson Kalli í Klöpp verður 80 ára 8. júlí. Ættingjum og vinum er boðið að fagna með honum á Mánagrund laugardaginn 9. júlí kl. 15-18. Allir velkomnir. Auglýsingasíminn er 421 0000 Tríó Fókus með tónleika í Grinda- víkurkirkju FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Aldur/félag? 11ára, Keflavik Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég er búinn að æfa í 6 ár Hvaða stöðu spilar þú? Mest í hægri bakverði. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Að komast í landsliðið. Hversu oft æfir þú á viku? Ég er á æfingu fjórum sinnum í viku. Hver er þinn eftirlætis fótboltamað- ur/kona? Alexis Sanchez. Áttu þér einhverja fyrirmynd í bolt- anum? Gylfi Þór Sigurðsson. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Nei, en langar rosalega mikið. Hversu oft getur þú haldið á lofti? 40-50 sinnum. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Arsenal. Sæþór Elí Bjarnason er fótboltasnillingur vikunnar MARKMIÐIÐ AÐ SPILA FYRIR ÍSLAND Knattspyrnumaður vikunnar er Keflvíkingurinn Sæþór Elí Bjarnason. Sæþór er bú- inn að æfa fótbolta frá sex ára aldri og hann dreymir um að komast í íslenska lands- liðið. Hann er harður stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum en þar er framherj- inn Alexis Sanchez í sérstöku uppáhaldi. Óska eftir bygg- ingaleyfi vegna fjölbýlishúss í Grindavík Verktakafyrirtækið Grindin í Grindavík hefur óskað eftir því við skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar að fá byggingarleyfi vegna fjölbýl- ishúss við Stamphólsveg 5. Skipulagsnefnd hefur lagt til við bæj- arstjórn að byggingaráfomin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. Bæjarráð samþykkti tillögu skipulagsnefndar samhljóða á fundi sínum í vikunni. Vöntun hefur verið á minni íbúðum í Grindavík og í frétt Víkurfrétta 18. júní síðastliðinn var haft eftir Róberti Ragnarssyni, bæjarstjóra Grindavíkur, að þar vanti 70 til 100 fermetra íbúðir, bæði fyrir yngra fólkið og það eldra, jafnt til leigu og sölu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.