Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2017/103 227 R A N N S Ó K N fresti eða atrópín-augndropa undir tungu á fjögurra klukkustunda fresti. Einnig er mælt með notkun hyscósín butýlbrómíðs (Buscop- an). Skópólamín-plástur var meira notaður hér en sjá mátti í rann- sókn27 á hjúkrunarheimilum í Noregi þar sem 26% sjúklinga fékk skópólamín en nærri 50% fengu glykópyrról (Rubinol) við hryglu. Takmarkanir rannsóknarinnar felast í því að um afturskyggna rannsókn var að ræða með skráðu mati heilbrigðisstarfsfólk á ákveðnum einkennum. Hins vegar felst styrkleiki rannsóknarinn- ar í reglulegu mati á einkennum, sem hvatt er til í Meðferðarferl- inu, og um leið á þeirri skráningu sem því fylgir. Í úttektinni er einungis tekið mið af þeim sjúklingum sem voru skráðir á Með- ferðarferlið og er því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður með tilliti til einkenna hjá öllum deyjandi sjúklingum. Sama á við um lyfjameðferð við einkennunum 5. Það verður þó að teljast ólíklegt miðað við fyrri erlendar rannsóknir á þessu sviði að aðrir deyjandi sjúklingar hafi önnur eða minni einkenni eða að meðferð þeirra sé að einhverju leyti markvissari. Meðferðarferlið var ekki tekið upp fyrir um helming sjúklinga. Ástæður geta meðal annars verið að hjá hluta sjúklinganna var lítill sem enginn aðdragandi að andláti eða að teymið var ekki sammála um að sjúklingur væri deyjandi. Þess verður að geta að notkun Meðferðarferlisins í núverandi mynd hefur verið hætt í Bretlandi, þar sem upp komu tilfelli þar sem ferlið var ekki rétt notað. Skýringa var meðal annars leitað í skorti á samskiptum við aðstandendur um stöðu mála, ónógri þekkingu starfsfólks varðandi umönnun deyjandi sjúklinga og skorti á fræðslu um Meðferðarferlið sjálft.28 Áhersla á fræðslu til starfsfólks við innleiðingu ferlisins, bæði um umönnun og með- ferð deyjandi og meðferðarferlið sjálft, hefur frá upphafi verið mikilvægur hluti innleiðingar hér á landi.29 Starfsfólk verður alltaf að beita þekkingu sinni, innsæi og færni við mat á aðstæðum og ákvarðanatöku og hefur það alltaf forgang við notkun leiðbeinandi verkferla. Notkun ferlisins verður því aldrei betri en þekking og færni þess sem notar það. Notkun ferlisins hefur haldið áfram í ýmsum löndum með nokkrum breytingum. Unnið er að endurskoðun og rafrænni út- gáfu Meðferðarferlisins á Íslandi sem heitir nú Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga (MÁD). Höfundar greinarinnar telja að Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga sé góður leiðbeinandi grunnur sem stuðlar að samhæfðu verklagi til að mæta sem best þörfum deyjandi sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Þeir eru ábyrgðar- menn fyrir hönd Landspítala og vinna áfram að endurskoðun með- ferðarferla fyrir deyjandi sjúklinga í samvinnu við alþjóðleg sam- tök, International Collaborative for Best Care of the Dying Person.30 Læknar gegna alltaf lykilhlutverki í greiningu á yfirvofandi andláti og gefa fyrirmæli um meðferð og lyfjagjöf. Þakkir eru færðar Vísindasjóði Landspítala og Vísindasjóði Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem styrktu rannsóknina. Algengasta lyfið við verkjum var morfín en mælt er með morf íni sem fyrsta lyfi við meðal og miklum krabbameinsverkjum17 og það er talið öruggt og áhrifaríkt við verkjum hjá eldri einstaklingum.18 Í þessari rannsókn fengu um 96% sjúklinga með krabbamein reglu- lega gjöf ópíóíða en 72% sjúklinga með aðra sjúkdóma og jafnframt fengu sjúklingar með krabbamein marktækt hærri fasta skammta morfíns sambærilegt við það sem áður hefur birst.19 Styrkur verkja var ekki metinn í þessari rannsókn en styrkur verkja hjá sjúkling- um með krabbamein er almennt meiri en hjá öðrum sjúklingahóp- um.6 Líklegt má telja að sjúkingar með krabbamein hafi verið leng- ur á morfínskyldum lyfjum til verkjastillingar en sjúklingar með aðra sjúkdóma, fengið stærri skammta vegna vaxandi útbreiðslu sjúkdóms og þolmyndunar gagnvart lyfj um. Með það í huga og að 60% sjúklinga á Landspítala voru með krabbamein en 10% á HjH, má eðlilegt teljast að marktækur munur sé á skömmtum morfín- lyfja milli þessara hópa. Niðurstöður sýna að um helmingur sjúk- linga var metinn með verki, óháð stofnun, sjúkdómsgreiningu eða skammtastærð lyfja, sem bendir til þess að huga þurfi enn betur að verkjameðferð hjá öllum hópum deyjandi sjúklinga.6,20 Oft getur reynst erfitt að greina á milli óróleika og verkja hjá sjúklingum á síðasta sólarhring lífs.5,6,9,21 Óróleiki, stunur og svip- brigði geta bæði verið merki um verki en einnig fylgt því að vera ekki áttaður.20 Þeir sjúklingar sem hafa verki eru líklegri til að vera órólegir.22 Í þessari rannsókn var óróleiki greindur hjá 36% sjúk- linga, en sjúklingar með krabbamein voru marktækt órólegri en sjúklingar með aðra sjúkdóma og hefur því verið lýst áður.23 Fleiri sjúklingar með krabbamein voru með verki, sem gæti valdið aukn- um óróleika. Mælt er með notkun bensódíasepínlyfja (díasepam, mídazólam og lórazepam) við kvíða og óróleika og halóperidóli við óráði og morfíntengdri ógleði.2,12 Á Landspítala voru fleiri sjúklingar með fasta skammta halóperidóls en á HjH (66,4/21%), en fleiri á HjH með fasta skammta díasepams (44/30%). Tryggja þarf að gefin séu reglulega lyf við óróleika, ekki síður en við verkjum, sérstaklega hjá sjúklingum með krabbamein. Hrygla er talin ein vísbending um yfirvofandi andlát en skráð tíðni er breytileg, að meðaltali 35%, sambærileg við niðurstöður þessarar úttektar.10,24 Oftast verður vart við hryglu á bilinu 16-57 klukkustundum fyrir andlát þegar sjúklingur er orðinn meðvit- undarlaus og því talið að hann finni ekki fyrir hryglunni.24 Með- ferð við hryglu beinist bæði að umönnun sjúklings og lyfjagjöf. Í nýlegum leiðbeiningum er mælt með notkun lyfja einungis ef hryglan virðist valda sjúklingi vanlíðan.25 Mælt er með notkun andkólínvirkra lyfja við hryglu en rannsóknum ber ekki saman um ágæti eins lyfs fram yfir annað.10,26 Í klínískum leiðbeiningum National Comprehensive Cancer Network26 er mælt með að nota eitt lyf í einu, til dæmis skópólamín í plástri og/eða undir húð, glykópyrról (Rubinol) í æð eða undir húð á fjögurra klukkustunda

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.