Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2017/103 243 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 1. Ég tel mikilvægt að uppbygging Lækna- félags Íslands endurspegli faglega og at- vinnutengda hagsmuni þeirra hópa sem mynda félagið. Til dæmis er hópur lækna sem eru fyrst og fremst launþegar og annar sem starfar að meginhluta við eigin atvinnurekstur. Félög til dæmis sjúkrahús- lækna, almennra lækna, heimilislækna og lækna með sjálfstæðan rekstur móti kjaramálastefnu LÍ og standi vörð um hags- muni hvers hóps og kjósi fulltrúa úr sínum röðum á aðalfundinn. Sérgreinafélögin starfi áfram með svipuðu sniði og hingað til og sæju um fagleg málefni. Ég get séð fyrir mér að þau kæmu til dæmis meira að útgáfu Læknablaðsins og uppbyggingu fræðslustofnunar. Þannig flétti LÍ saman alla þessa þræði og myndi sterka faglega og stéttarlega hagsmunaheild allra lækna. 2. Nei. Ég hef unnið að hagsmunamálum lækna um árabil og var reiðubúinn til að láta á það reyna hversu víðtækan stuðn- ing sjónarmið og málflutningur minn hefur. Það er tímabært að læknar hittist á stefnumótunarþingi um heilbrigðismál og verði virkir þátttakendur í mótun heilbrigð- isþjónustunnar. Skoðanir lækna, reynsla og rödd þeirra á að koma skýrt fram í þjóðfé- lagsumræðunni. Hún á að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og á kjörna fulltrúa á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. Ábyrgðarsvið og sérþekking sérfræði- lækna eiga að endurspeglast undanbragða- laust í starfsbundnum launaþáttum og okkur ber einnig að leggja áherslu á bætt kjör almennra lækna. Nýliðun í hópi lækna og menntunarmál læknastéttarinnar eru áhyggjuefni og málefni sem læknasamtök- in eiga að beita sér fyrir bæði út á við og innan fagfélaga lækna. Framhaldsmenntun hérlendis, fjölgun læknanema og tækifæri til starfsþróunar sérfræðilækna verði efld. Efling klínískrar kennslu og klínískt rann- sóknarsetur allra sérgreina þarf að komast á dagskrá. Reynir Arngrímsson 4. Þetta er athyglisverð spurning og henni er ekki auðsvarað. Þátttaka í alþjóðasam- starfi með það í huga að gera sig gildandi til jafns við önnur erlend félög lækna getur verið erfið fyrir LÍ, hreinlega vegna þess að það kostar okkur hlutfallslega meira í ljósi fjölda félagsmanna LÍ. Á móti kemur að alþjóðasamstarf er mikilvægt til að viðhalda víðsýni og hingað til hefur okkur tekist bærilega að taka þátt, kannski ekki síst fyrir áorkan og áhuga einstakra fulltrúa okkar. 3. Ég held að það eitt að stofna LÍ og efla það sem stéttarfélag og fagfélag lækna standi upp úr. Gerð var tilraun til að stofna „Hið fyrsta íslenska læknafélag“ árið 1898 en það varð ekki langlíft. Útgáfa Lækna- blaðsins er annað afrek sem vert er að minnast, en það geymir sögu okkar. Sam- staðan þegar á reynir er stærsta afrekið. Það er verkefni okkar kynslóðar á þessum tímamótum að móta stefnu um hvernig við viljum varðveita læknareynsluna til næstu 100 ára. 4. Já tvímælalaust. Læknafélag Íslands hefur lengi tekið þátt í margvíslegu erlendu samstarfi í gegnum aðild að norrænum, evrópskum og alþjóðlegum félögum lækna. Til dæmis hafa fulltrúar okkar þau Katrín Fjeldsted og Jón Snædal bæði orðið forsetar sinna samtaka, Evrópsku lækna- samtakanna (CPME) og Alþjóðafélags lækna (WMA). Ég sat um árabil fyrir hönd Lyfjastofnunar í aðalnefnd Lyfjastofnunar Evrópu og kom að vísindaráðgjöf og fékk þá góða innsýn inn í hverju slík þátttaka getur skilað. Öll alþjóðatengsl lækna eru okkur afar mikilvæg og mikilvægi tengsl- anna fyrir Ísland er að mínu mati ótvírætt og ég tel að við eigum að vera áfram virk í alþjóðlegu samstarfi kollega okkar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.