Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2017/103 247 áfram. – Fyrsta daginn eru allir saman og það er farið í gegnum marklýsinguna og hvers er krafist af kandídatinum. Svo er fjallað um atvikaskráningar, stigun sjúklinga og forgangsröðun, erindi frá Félagi almennra lækna, kynning á Heilsu- gáttinni, Hreyfiseðlinum og Hvað er heil- brigt starfsumhverfi. Við látum þau ræða sín á milli í minni hópum um hvernig sé rétt að bregðast við óviðeigandi hegðun kandídats, ef það koma upp veikindi eða fíknivandamál hjá kandídat, ef tímastjórn- un og mæting er í ólagi og hvert maður á að snúa sér ef það kemur kvörtun frá sjúklingi. Annar dagurinn er skipulagður af heilsugæslunni og þá er rætt um hvað er að vera heilbrigður, áverkaskoðun, sýkla- lyfjaval, vottorðagerð, samtal við erfiða sjúklinginn, aukaverkanir lyfja og tilkynn- ingar til Lyfjastofnanir. Þriðja daginn er hluti hópsins hálf- an daginn í tölvuveri og kynnir sér það fræðsluefni sem nefndin hefur útbúið og rafrænu kerfin sem þau þurfa að nota: Sögu, Heilsugáttina, Tímalínuna, Therapy, Vinnustundina og fleira. Þau kynna sér sýkingarvarnir, hvað er góður handþvottur, hvernig á að bregðast við einangrun og þess háttar. Lokadaginn eru þau með nýbyrjuðum hjúkrunarfræðingum og stunda með þeim ýmsar stöðvaþjálfanir og æfingar. Þar er hermikennsla, SBAR-samskiptaleiðin er kynnt, vinnubrögð GÁT-teymisins á Landspítala, STREYMA stofugangur, sem og inngrip á borð við blóðprufur og blóð- ræktun, blóðgös, erfið þvagleggsuppsetn- ing, ísetning á magassondu, uppsetning á æðaleggjum, örugga lyfjaávísun og fleira. Þarna hefst strax þverfaglegt samstarf með hjúkrunarfræðingum. Fræðslufundir og rafræn skráning – Auk þessara kynningardaga skipulegg- ur menntadeild Landspítalans fræðslu- fundi sem haldnir eru vikulega meðan á kandídatsárinu stendur. Það er sent út í fjarvarpi svo það geta allir fylgst með því, hvar sem þeir eru í námi. Þessir fundir eru á vinnutíma, oftast hálfur annar tími í lok vinnudags, og þeim er skylt að taka þátt í að minnsta kosti 10 fundum sem eru í boði á námstímanum. Þá hefur nefndin einnig sett saman vinnuskjal um kandídat í vanda og hvernig á að hjálpa honum, segir Inga Sif. Þegar blaðamaður spyr hvort hún sé ánægð með árangurinn af starfi nefnd- arinnar svarar hún því játandi. – Við erum komin með gott kandídatsár og það hefur batnað með til- komu reglugerðarinnar og nefndarinnar sem heldur utan um það. Það eru miklir eldhugar með mér í nefndinni sem hafa unnið ötullega að úrbótum á kandídatsár- inu. Ég er ánægð með það sem við erum búin að gera en auðvitað má alltaf bæta allt. Kandídatarnir tala um það í viðtölum U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Inga Sif gerir allt til reiðu fyrir læknakandídata og leggur þeim lífsreglurnar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.