Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 34
246 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Enginn verður óbarinn biskup er oft sagt og það á við um fleiri stéttir en þá geistlegu. Þótt beinar líkamsmeiðingar séu kannski ekki lengur á námskrám gildir það um lækna að nám þeirra er bæði langt og strangt. Eftir 6 ára almennt læknanám tekur við eins árs starfsnám – kandídatsár er það kallað – og að því loknu hlýtur viðkomandi almennt lækn- ingaleyfi. Þá er sérnámið eftir og það tekur mismörg ár, en sjaldan færri en fimm, oft talsvert fleiri. En hvers vegna er verið að telja upp þessa sjálfsögðu hluti sem allir lesendur blaðsins þekkja út í þaula? Jú, það er gert vegna þess að eftir almennt læknanám er framhaldið komið undir eigi færri en þremur nefndum sem skipaðar eru af opinberum aðilum. Í nýrri reglugerð frá 2015 voru þessar nefndir skilgreindar og síðan hafa þær verið að endurskipuleggja og yfirfara þetta nám. Læknablaðið ætlar að kynna starf þeirra í þessu tölublaði og tveim næstu og við byrjum á byrjuninni. Kennum þeim að vera læknar Inga Sif Ólafsdóttir lungnalæknir er for- maður þeirrar nefndar sem heldur utan um starfsnám læknakandídata. Í spjalli við Læknablaðið sagði hún að nefndin hefði verið skipuð sumarið 2015 en þá hefði ver- ið búið að ganga frá öllu varðandi starfs- nám kandídata á komandi vetri. Nefndar- menn hófust þá handa við að undirbúa kandídatsárið 2016-2017 samkvæmt til- mælum reglugerðarinnar. – Reglugerðin lagði okkur í fyrsta lagi til það verkefni að búa til nýja marklýs- ingu fyrir starfsnámið. Við á Landspítala kynntum okkur hvernig farið er að í löndunum í kringum okkur og ákváðum að taka marklýsingu frá Bretlandi til fyr- irmyndar. Við völdum hana frekar en nor- rænar marklýsingar vegna þess að okkur fannst hún nær þeim hugmyndum sem við höfðum um námið. Marklýsing okkar leggur áherslu á að kenna kandidötunum að starfa sem læknar, hefur fagmennsku og öryggi sjúklingsins að leiðarljósi og er með vel skilgreindar hæfnikröfur og lokamarkmið. Áherslan er á að læknirinn starfi með öðrum fagstéttum og eigi góð samskipti við sjúklingana, jafnframt því að kenna honum það sem þarf til að sinna daglegum læknastörfum, segir Inga Sif. Nefndin lagði til að þessi marklýsing gilti á landsvísu og heimilislæknar skrifuðu sérkafla. Reynir Tómas Geirsson aðstoðaði Ingu Sif við þýðingu marklýsingarinnar og var þetta fyrsta marklýsingin sem mats- og hæfisnefnd samþykkti. Í öðru lagi felur reglugerðin nefndinni að skipuleggja starfsnámið sem „náms- blokkakerfi í eitt ár í senn frá 15. júní ár hvert“ eins og þar segir. Hún á að auglýsa stöður námslækna og stýra ráðningarferli kandídatanna í samvinnu við þær heil- brigðisstofnanir sem viðurkenndar eru til að veita starfsnám. Nefndin hefur gert það sem henni er falið í reglugerðinni og ýmis- legt fleira sem ekki er kveðið á um þar. Mikil breyting frá fyrri tíð – Breytingin á starfsnáminu er mjög mikil. Þegar við komum að verki var ekkert sam- eiginlegt skipulag á milli stofnanna þegar kom að kandídatsárinu. Hver stofnun skipulagði námið hjá sér svo kandídatinn varð að púsla náminu saman sjálfur ef hann var á fleiri en einum stað. Það var heldur engin marklýsing til sem heitið gat, engar skilgreindar hæfniskröfur og mats- blöð fá og ekki samræmd. Kerfið sem við höfum komið á er miklu heildstæðara og betra fyrir kandídatinn. Það er mikilvægt því þarna eiga í hlut ungir læknar sem við þurfum að hjálpa svo fyrstu skrefin í starfi verði jákvæð, segir Inga Sif. Reglurnar kveða á um að klínískt starfsnám séu 12 mánuðir sem skiptast þannig: fjórir mánuðir á lyflækn- ingadeild, tveir mánuðir á skurðdeild eða bráðamóttöku, fjórir mánuðir á heilsugæslu og tveggja mánaða klínísk vinna til viðbótar, má vera á fyrri deild eða einhverri annarri sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfisnefnd. – Við ákváðum að koma á kynningar- dögum fyrir verðandi kandídata sem standa yfir í fjóra daga, heldur Inga Sif Betra kandídatsár með nýrri reglugerð – segir Inga Sif Ólafsdóttir lungnalæknir og kennslustjóri kandídata á Landspítala ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.