Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 4
216 LÆKNAblaðið 2017/103 F R Æ Ð I G R E I N A R 5. tölublað ● 103. árgangur ● 2017 219 Stefán Karlsson Góður árangur erfðalækninga Fullyrða má að genalækningar hafa tekist vel við marga sjúk- dóma og má búast við góðum framförum á næsta áratug með notkun veiruvektora. Nýlega var lýst aðferðum við að gera minni breytingar á erfaefninu með tækni þar sem unnt er að gera við stökk- breytingar. 223 Svandís Hálfdánardóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og hjúkrunarheimilum Að greina yfirvofandi andlát er bæði flókið og erfitt ferli en er fyrsta skrefið í að skipu- leggja og veita góða meðferð við lok lífs. Lækni ber að meta og greina sjúkdóms- ástand sjúklings og hvort unnt sé að breyta því til hins betra. Mikilvægt er að teymið sem sinnir sjúklingi sé sammála um markmið meðferðar og þeirri meðferðaráætlun sem lagt er upp með. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna tíðni algengra einkenna á síðasta sólarhring lífs, lyfjafyrirmæli og lyfjagjafir við þessum einkennum. 231 Guðlaug Þórsdóttir, Elísabet Benedikz, Sigríður A. Þorgeirsdóttir, Magnús Jóhannsson Auka ópíóíðar, róandi lyf, svefnlyf og prótónu- pumpuhemlar hættu á beinbrotum? Tvo toppa má sjá í tíðni beinbrota hjá Vesturlandabúum, - hjá börnum og hjá eldri einstaklingum. Tíðni beinbrota hjá fullorðnum fer hækkandi eftir 35 ára aldur, hækkar áfram með vaxandi aldri og tengist beingisnun og aukinni byltuhættu. Beinbrot valda miklum heilbrigðiskostnaði og hafa veruleg hafa áhrif á lífsgæði og lifun aldraðra einstaklinga. Þannig eru mjaðmarbrot talin minnka lífslíkur um 10-20%, einnig hefur verið sýnt fram á að samfallsbrot í hrygg geta aukið dánarlíkur um 19%. Í ljósi þess hve alvarlegar afleiðingar beinbrota geta verið fyrir einstaklinginn og samfélagið er mikilvægt að greina áhættuþætti fyrir byltur og beinbrot svo forvarnir verði mark- vissari. 237 Þórunn Halldóra Þórðardóttir, Árni Jón Geirsson, Sif Hansdóttir Hverfandi lungu - sjúkratilfelli Bandvefssjúkdómar eru oft erfiðir í greiningu og flokkun enda einkennin margbreyti- leg. Meðferð samanstendur af ónæmisbælandi lyfjum sem hafa aukaverkanir en vegna ónæmisbælingar eru þessir sjúklingar útsettir fyrir sýkingum. Sjúkdómarnir geta valdið hita og slappleika og erfitt að greina milli versnunar á sjúkdómnum, sýk- inga og aukaverkana lyfja. Við lýsum tilfelli með sjaldgæfri birtingu rauðra úlfa sem komu fram vegna lyfja (drug induced lupus) og reyndist erfitt að greina en svaraði vel meðferð þegar greining lá fyrir. 221 Ingibjörg Guðmundsdóttir TAVI-aðgerðir – ósæðarlokuísetning með þræðingartækni Með vaxandi aldri þjóð- ar fjölgar sjúklingum með ósæðarlokuþrengsl og ís- lensk rannsókn bendir til að fjöldi þeirra muni tvöfaldast á næstu 25 árum. Fyrsta ósæðarlokuaðgerð var gerð með þræðingartækni í Frakk- landi árið 2002. Framkvæmd- ar hafa verið yfir 300.000 TAVI-aðgerðir heiminum síðan. L E I Ð A R A R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.