Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 47
Ö L D U N G A D E I L D störf tók hann meistaragráðu í Public Health við Johns Hopkins-háskólann. Síðan fékk hann stöðu hjá U.S. Public Health Service og var 1976 falið að sjá um fjöldabólusetningu gegn svínaflensu í Bandaríkjunum. 1983 fluttist hann til Suð- ur-Afríku og gerðist trúboðslæknir. Voru þeir 6 og sinntu saman ríflega hálfri millj- ón íbúa. Hann starfaði einnig í Soweto, en flutti aftur heim til Bandaríkjanna 1990, skömmu áður en apartheid var aflétt í Suður-Afríku. Hann lét þess getið við heimkomuna að uppeldi í Suðurríkjunum hefði hjálpað sér að lifa við slíkt stjórn- arfar. Eftir það sneri hann sér að bráða- lækningum og býr í Potomac, rétt utan við Washington. Þess var minnst á Duke þegar 50 ár voru liðin frá innritun hans og mikið hóf haldið af því tilefni. Vænt- anlega hefur hann þá þurft að skreppa á snyrtingu og getað minnst þeirra tíma þegar það var ekki einfalt mál! Lengri námskeið Opna háskólans í HR eru sniðin að þörfum atvinnulífsins hverju sinni og geta verið allt frá einni önn upp í eitt ár að lengd. Námskeiðin henta vel samhliða starfi. Frekari upplýsingar á hr.is/opnihaskolinn PMD-stjórnendanám HR Hefst: 14. september 2017 Nám sem er byggt á alþjóðlegri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla faglega þekkingu stjórnenda og auka færni, frammistöðu og frumkvæði þeirra í dagsins önn. Ábyrgð og árangur stjórnarmanna Hefst: 13. september 2017 Námslínan er kjörin fyrir þá aðila sem sitja í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Markmið námslínunnar er að efla faglegan grunn stjórnarmanna m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna. Ný íbúð orlofssjóðs í höfuðborginni Orlofssjóður lætur ekki deigan síga og hefur nú selt íbúð sína í Sólheimum og keypt nýja í Sóltúni 7. Íbúðin er þegar farin í útleigu til félagsmanna LÍ á bókunarsíðu orlofsvefs fé- lagsins. Íbúðin er 90 fm á þriðju hæð, íbúð 303, tvö svefnherbergi, eldhús og stofa. LÆKNAblaðið 2017/103 259

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.