Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2017/103 241 Á aðalfundi Læknafélags Íslands síðasta haust var samþykkt að gera þá breytingu á fyrirkomulagi stjórnarkjörs að í stað þess að það fari fram á aðalfundi verði stjórnin hér eftir kjörin í allsherjar- atkvæðagreiðslu allra félagsmanna sem haldin skuli með rafræn- um hætti. Nú er komið að því að þessi kosning eigi sér stað á næstu vikum. Ljóst er að nýr formaður tekur við að stjórnarkjöri loknu því Þorbjörn Jónsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þegar Læknablaðið fór í prentun hafði framboðsfrestur verið framlengdur um viku svo ekki var endanlega ljóst hverjir yrðu í kjöri. Kosið er til stjórnar í þrennu lagi: formaður er kjörinn sér- staklega og sömuleiðis gjaldkeri, báðir til tveggja ára. Svo eru kjörnir fjórir meðstjórnendur til eins árs. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrír gefið kost á sér í embætti formanns: Arna Guðmundsdóttir, Orri Þór Ormarsson og Reynir Arngrímsson. Björn Gunnarsson býður sig fram í embætti gjald- kera en 5 framboð höfðu borist í störf meðstjórnenda: Hjalti Már Þórisson, Jóhanna Ósk Jensdóttir, María Ólafsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson og Pétur Heimisson. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem kjörið er samkvæmt nýjum lögum er ekki ljóst hvenær kjörið fer fram en búist er við að því verði lokið í maímánuði. Eftir að kjörið hefst hafa menn 5 daga til þess að greiða atkvæði. Nái enginn frambjóðandi 50% atkvæða í formannskjörinu skal kosið aftur milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá. Ný stjórn tekur svo við á aðalfundi sem haldinn verður í október. Eins og áður segir fer kosningin fram með rafrænum hætti og öll samskipti milli kjörnefndar og félagsmanna verða með tölvu- pósti. Þess vegna er áríðandi að allir félagsmenn gangi úr skugga um að félagið hafi nýjasta netfang þeirra í skrám sínum áður en kjörið hefst. Í kjörnefnd eiga sæti Sveinn Kjartansson formaður, Guðrún Jó- hanna Georgsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Viðhorf formannskandídata Til þess að auðvelda læknum að gera upp hug sinn í stjórnarkjör- inu ákvað ritstjórn Læknablaðsins að leggja nokkrar spurningar fyr- ir frambjóðendur til embættis formanns. Þær voru á þessa lund: 1. Umræður um breytt skipulag læknasamtakanna hafa staðið yfir um langt skeið en nú hillir undir að þær breytingar verði að veruleika. Hverju vilt þú helst breyta í starfi félagsins? 2. Hafði breytt fyrirkomulag stjórnarkjörs áhrif á þá ákvörðun þína að bjóða þig fram til formanns LÍ? 3. Framundan er aldarafmæli LÍ. Hvað finnst þér standa upp úr í þeirri sögu? 4. Á afmælisárinu verða tvö stór þing á vegum alþjóðasamtaka lækna hér á landi. Hefur LÍ burði til þess að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi? Frambjóðendurnir brugðust vel við og fara svör þeirra hér á eftir í stafrófsröð frambjóðenda. NÝ STJÓRN LÍ KOSIN Í RAFRÆNNI ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLU Þrjú sækjast eftir embætti formanns sildenafil 50 mg og 100 mg töflur í pakka 24 Notkunarsvið: Ristruflanir hjá karlmönnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Samhliðanotkun efna sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (s.s. amýlnítrít) og hvers konar nítrata. Karlmönnum sem ráðið er frá því að stunda kynlíf skal ekki gefa lyfið. Sjúklingar sem tapað hafa sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu eiga ekki að nota lyfið. Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi, lágþrýsting, sjúklingar sem nýlega hafa fengið heilablóðfall eða kransæðastíflu eða hafa þekktan arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu mega ekki nota lyfið. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. SmPC: Janúar 2015. Nú er hver tafla af sildenafili enn ódýrari U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.