Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2007, Page 6

Víkurfréttir - 01.11.2007, Page 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Mikill fjöldi boðsgesta var mættur á fimmtudags- kvöldið í ný salarkynni Bláa lónsins við formlega opnun nýrra mannvirkja baðstaðarins. Með tilkomu nýbygginganna hafa mannvirki Bláa lónsins tvöfaldast frá árinu 1999 og eru nú 5500 fermetrar að stærð. Forsetahjónin voru sérstakir heiðursgestir kvöldsins og lagði Ólafur Ragnar Grímsson horn- stein að byggingunni auk þess sem þau afhjúpuðu listaverkið Klakabönd eftir Rúrí í glæsilegri og endurbættri verslun Bláa lónsins. Byggingarnar eru hinar glæsi- legustu þar sem fagurfræðileg hönnun fær að njóta sín í sam- spili mannvirkjanna við nánasta umhverfi. Sigríður Sigþórsdóttir hjá VA arkitektum er aðalhönnuður nýbyggingar Bláa lónsins. Hún hannaði einnig upprunalega baðstaðinn og hlaut Íslensku byggingarlistaverðlaunin fyrir hönnun Lækningalindar Bláa lónsins. Sjá einnig í vefsjónvarpi Víkur- frétta og ljósmyndasafninu á vf.is. Mikill mannfjöldi var mættur til að fagna opnun nýbygginga Bláa lónsins. VF-mynd: elg. GLÆSILEGAR NÝBYGGINGAR Forsetahjónin afhjúpuðu lista- verkið Klakabönd eftir Rúrí en það er staðsett í glæsilegri verslun Bláa lónsins. VF-mynd: elg Bláa lónið: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja barst enn ein glæsileg gjöf á þriðjudag þegar Sig- urður Wíum Árnason kom færandi hendi með tvær súrefnissíur og fullkomna sjúklingalyftu. Tækin eru samtals að verðmæti 1,6 milljóna króna, en þau gaf hann í minningu sonar síns, Sveins Wíum, sem hefði orðið þrítugur þennan dag, en lést fyrir aldur fram eftir langa dvöl á HSS. Sigurður hafði áður fært stofnuninni tvær súr- efnissíur að verðmæti 800.000 kr. í mars á þessu ári, en þær voru til minningar um Svein og Bertu Sveinsdóttur, eiginkonu Sigurðar, sem lést einnig fyrir aldur fram eftir dvöl á HSS. Fulltrúar HSS sögðu gjöfina afar höfðinglega og að þær ættu eftir að breyta miklu í starfi stofn- unarinnar. Höfðingleg gjöf til HSS VF-mynd/Þorgils - Sigurður, fyrir miðju, ásamt starfsfólki HSS.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.