Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2007, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 08.11.2007, Qupperneq 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 45. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Umhverfisnefnd Sveitarfé-lagsins Voga leggur til að öllum fyrirliggjandi valkostum Landsnets um lotflínur í landi sveitarfélagsins verði hafnað. Bæjarstjórn hafði áður vísað til nefndarinnar erindi Landsnets um háspennulínur í landi Voga. Í umsögn umhverfisnefndar segir að svo miklar raflínur muni til frambúðar spilla ásýnd landsins og hefta möguleika til atvinnusköpunar, útivistar og annarrar landnýtingar. „Að vel athuguðu máli leggur umhverfisnefnd til að öllum fyrirliggjandi valkostum Lands- nets um loftlínur verði hafnað með framtíðarhagsmuni íbúa Sveitarfélagsins Voga og náttúru- vernd í huga. Nefndin álítur að svo miklar raflínur muni spilla ásýnd lands okk ar og hefta möguleika til atvinnusköpunar, útivistar og annarrar landnýt- ingar til frambúðar. Ekki verður heldur séð að þörf sé fyrir svo stór og afkastamikil mannvirki, jafnvel þó virkjanir stækki og jafnvel þó 250.000 tonna álver yrði byggt í Helguvík,“ segir í umsögn nefndarinnar. Og ennfremur segir: „Til að styrkja raforkudreifingarkerfið á Suðurnesjum mælir nefndin með jarðstreng sem lagður verði þétt meðfram Reykjanesbraut og að núverandi lína fái að halda sér. Sú lausn þarf ekki að verða mikið dýrari en loftlínur ef um- Vogar: Umhverfisnefnd hafnar öllum valkostum Landsnets Horft ofan af Trölladyngju yfir Höskuldarvelli og Afstapahraun, yfir Vatnsleysuströnd í átt til Snæfellsjökuls. Yfir þetta svæði vill Landsnet leggja raflínur en Umhverfisnefnd Voga leggst gegn því. Ljósm: elg. hverfiskostnaður er tekinn með í dæmið. Verði byggður upp verulega orku- frekur iðnaður á Helguvíkursvæð- inu vill nefndin að skoðaður verði sá kostur að leggja sæstreng milli Flekkuvíkur og Helguvíkur. Sam- kvæmt nýlegum rannsóknum eru áhrif sæstrengs á botndýralíf lítil. Þannig yrði sjónmengun heldur engin og leiðin að auki styttri en landleiðin.“

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.