Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2007, Side 12

Víkurfréttir - 06.12.2007, Side 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Sameining Sparisjóðsins í Keflavík við Sparisjóð Vest- firðinga og Sparisjóð Húna- þings og Stranda var samþykkt á fundi stofnfjáreigenda SpKef í Stapa á þriðju dags kvöld. Sam ein ing in mun ganga í gegn næstu áramót, en áður en að því kemur er mögulegt að skref hafi verið tekin í þá átt að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Geirmundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að sú vinna gæti jafnvel hafist strax uppúr ára- mótum. „Stjórnin hefur verið með það á prjónunum að fara út í hluta- félagavæðingu og jafnvel hefur verið rætt um að boða til stofn- fjárhafafundar strax eftir ára- mótin til að ákveða framhaldið. Því er ekki að leyna að hlutafé- lagavæðing Sparisjóðsins myndi bæði styrkja og auka verulega ráðrúm til frekari stækkunar.“ Með því vísar Geirmundur til þess að reglur um sparisjóði og eignatilfærslur þeim tengdum eru afar þungar í vöfum miðað við almenn hlutafélög þar sem eignahlutir ganga auðveldlega manna á milli. Hann fullyrðir að fyrirhuguð hlutafélagavæð- ing muni ekki hafa í för með sér neina eðlisbreytingu á starfsemi SpKef. Geirmundur útilokaði heldur ekki frekari sameiningar við aðra sparisjóði og sagði að tak- markið væri að ná sem flestum sparisjóðum saman í eina heild undir forystu SpKef. „Við höfum skrif að öll um spari sjóð um sem hefðu hugsanlega áhuga á að sameinast og höfum þegar fengið svör frá þremur, það er að segja þeim tveimur sem við vorum að sameinast hér í kvöld og svo Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis en svo verðum við að bíða og sjá með framhaldið.“ Fyrst um sinn verða sparisjóð- irnir reknir undir merkjum Spari sjóðs ins í Keflavík og verður stofnfé í sameiginlegum sjóði samtals rúmir fjórir millj- arðar að nafnvirði, en um 8,8 milljarðar miðað við gildandi uppreiknistuðul. Á fundinum var einnig kjörin ný stjórn. Þorsteinn Erlingsson verður áfram stjórnarformaður og áfram sitja Kristján Gunn- arsson og Guðjón Stefánsson. Þeir Björgvin Sigurjónsson og Heimir Ágústsson koma nýjir inn í stjórn. Viðskipti: SpKef hlutafélag eftir áramót? Berjadagar Kefl avík • Breiðholt • Húsavík • Reyðarfjörður • www.kasko.is • verð birt með fyrirvara um prentvillur • Gildir 5. til 8. janúar eða meðan birgðir endast -örugglega ódýrt! Kefl avík • Breiðholt • Húsavík • www.kasko.is • verð birt með fyrirv ra um prentvillur • Gildir 6.–9. desember eða meðan birgðir endas 199 kr/pk JARÐARBER 299 kr/kg VÍNBER, GRÆN 199 kr/pk BLÁBER 199kr/pk VÍNBER, RAUÐ 700 gr askja 199kr/pk BRÓMBER 199kr/pk RIFSBER 199 kr/pk HINDBER Um br ot : A ug lýs in ga st of a Ví ku rfr ét ta Hö nn un :

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.