Dagsbrún - 01.05.1893, Side 12

Dagsbrún - 01.05.1893, Side 12
—76— Jebúsítar 1 Jerúsalem. Þegar farið er að eigna Jósúa „Jósúabókina", þá reka menn eíg á œði margt, er sýnir það, að hann hafi ekki getað skrifað hana fremur, en Móses Móseshækurnar. Það er þá fyrst að hókin heldur áfram eptir dauða hans sjá 24. kap. v. 29, 30—33 og í 31. versinu er sagt, að „Israel þjónaði drottni rneðan Jósúa lifði og þeir öld- ungar, sem lengi liíðu eptir hann og séð höfðu allt það, sem drott- Inn hafði gjört fyrir Israel.“ Hér er talað um viðburði, sem áttu að hafa skeð löngu eptir daga Jósúa. I 8. kapítula 28. versi, er sagt, að „ Jósúa brenndi horgina Ai og gjörði hana að refinlegri grjóthrúgu,sem enn sór merki til og i 29. versinu sama kap. er sagt, að menn liafi orpið haug mikinn af grjóti yfir Ai konung, sem þar sóst enn i dag. Þetta livorutveggja bendir á að ritarinn standí miklu nær oss í tímanum, en Jósúa. —Enn þá ljósara verður það þó af 15. kap. 63. versi þar segir: „Jebúsítana, sem í Jerúsalem hjuggu gátu Júda niðjar ekki útrekið; búa því Jebúsítar ásamt Júda- hörnum í Jerúsalem til þessa dags.“ Nú er að finnna tíma þann, er Jehúsítar og Júda ætt bjó fyrst í Jerúsalem. Borgin hót upp- haftega Jebus eða Jebusi og Gyðingar unnu hana ekki fyr, en é dögum Davíðs sjá 2. Sam. 5. kap.4—9 v. ogl.Kron. 12.kap. 4. vers. Aður er hvergi talað um, að Gyðingar liafi unnið þá borg, enda er það einkennilegt, að þeir deyddu hvorki menn, konur eða börn, er þeir unnu hana, eins og á dögum Jósúa. Því þá mátti segja, að þeir dræpu allt, sem „lífsanda dróg.“ Grimmdin sú liiu fyrri hefir nokkuð vorið farin að sjatna í þeim. Nú hefir Jósúa átt að deyja wálægt 1426 fyrir Krist, en Davíð audaðist um 1015 og á hansdög- um var borgin Jebús unnin og upp frá því kölluð „Jerúsalem“. Látum það hafa verið um 1050 og þá sjáum vór, að bókin getur ekki hafa verið rituð fyr, on 411 árum eptir dauða Jósúa. Mætti fleira til týna, er sýni það, að bókin er ekki skrifuð af Jósúa.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.