Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 7

Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 7
— 87 — ar tvær, Siduri og Sabifcu. Litu þær óhýrum augum á komumann þcnna, með merki guðsins á líkama sínum og læstu dyrum fyrir honum. Nú stóð Izdubar á ströndu dauðans vatna. Eru vötn þessi bæði breið og djúp og skilja land hinna lifendu frá bústöðum hinna sælu og ódauðlegu. Þar hittir hann ferjumanninn Urubel og skýrir hon- um frá högum sínum og talar mikið um vin sinn, er hann hafi elsk- að en orðið að sjá á bak. Lætur Urubel hann fara út á skip sitt. Sigldu jþeir í einn mánuð og fimtán daga á jþessu dauðans haíi, uns þeir lcomu að hinu fjarlæga landi við ó-a vatuanna. Þar hittir Izdubar loksins hinn fræga forföður sinn og biður hann um hjálp og ráðlegging. En verður þá undir eins forvitinn að fá að vita, hvern- ig því hafi verið varið, að hann skyldi hafa verið fluttur lifandi af jörðunni í félag guðanna. Hasisadra svarar öllum spurningum ættmanns sins og scgir honum svo hvernig hann skuli losast við bölvun þá, scm guðimir höfðu lagt á hann. Síðan snýr Hasisadra sér að Urubel og segir : “Urubel, maður sá, sem þú hefir hingað flutt, er kaunum þakinn og sjúkdómur hans hefir tekið frá honum styrk hans. Tak þú hann með þér Urubel og hreinsa hann í vötnunum svo að sjúkdómur hans snúist í fegurð, svo að hann geti varpað af sér sjúkdómnum og vötn- in geti flutt hann burtu,svo að hold Iians verði hraust og hárið komi aftur á liöfuð honum og liðist í lokkum niður um klæði hans, svo að liann megi fara og snúa aftur heim til sín. Þegar alt þetta var gert sem Hasisadra skipaði fyrir, fékk Iz- dubai heilsuna aftur og flutti Urubel hann aftur til lands hinna lif- endu og fylgdi honum alla leið heifu til Ereach. En er þeir nálg- uðust borgina, tóku tárin að renna af hvörmum hetjunnar af sorg yfii' vini sínum látnum og tók liann þá að syrígja um hann sorgar- Ijóð og hætti ekki fyrri en guðinn Ea sá aumur á honum og sendi son sinn. Mendug, til þess að flytja sálu Eabani úr heimi skugg'anna inn á land hinna sælu, að hann rnætti lifa þar að eilífu ásamt hinum fornu köppurn, hvílast á skrautlegum legubekkjum og drekka tært vatn úr hinum eilifu lindum. Þetta þykja nú máske orðalengingar, en seinna mun það sýnt verða, að það var nauðsynlegt að sleppa ekki úr sögu þessari. Eu nú kemur aðalatriðið, sagan um syndaflóðið, sagan sem Hasisadra sagði ættmanni sínum er þeir fundust, sagan sem Bero- sus Kaldeuprestur segir um Xisuthros, sagan sem sögð er í fyrstu þók Mósesar, sagan sem trúfræðingarnir hafa ekki skilið en tekið

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.