Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 3
83 En nú sjfium vér, að af yflrbórði jarðar er \ land og % sjói’, og getum því ætlað af því, að útgufunar þessarar sé þegar lokið. En þá sjáum vér lika, að jörðin lilýtur að hafa vei'ið til að minnsta kosti um tuttugu miljónir ára. En óvíst er hvort fræðikona þessi heflr tekið eftir því, að mcð þessu eyðileggur hún sögusögn biblíunnar um aldur heimsins gjörsamlega, því að eftir biblíunni á jörðin að vera tæpra 6000 ára gömul. Miss Proctor er fræg vísindakona og heldur fyrirlestra að til- hlutun mentamáiastjórnarinnar í Bandaríkjunum. Fer þetta nærri þvf sem þeir telja aldur jarðar sem fróðastir eru um jarðmyndun og jarðlög. Þeir telja jörðina frá 20,000,000 til 200,000,000 ára gamia. KALDEUMENN HINIR FORNU. Framhald Þjóðsagnir. Eðlileg afleiðing af því, að mennirnir í fyrstunni skildu ékki hvernig stóð á því, að vinduBÍnn fór að blása, að sólin sýndist liða yflr himinlivolfið, að i'egnið dundi niður úr skýjunum og þrumu- fleygurinn sentist um loftið, var sú, að þetta var alt gjört að mátt- ugum verum, eða guðum, sem menn ákölluðu og dýrkuðu og af guðum þessum mynduðust svo ótal sögur. Þeir voru þarna efst uppi í fornöldinni. Menn höfðu af þeim nokkurskonar skugga- myndir, tröllslegar, óskiljanlegar, yfirnáttúrlegar. Þeir geugu þar um himnana stórum skrefum í einhverri þoku, í gullnum skýfióka. En jafnhliða þeim komu og fram aðrar .myndir og mynduðu aðrar sögur af verum, er skyldai'i voru og nær stóðu mönnunum, það voru sögur af liálfguðunum,—- feðrum þjóðflokkanna, stofnendum þjóð- anna, félögum guðanna og gyðjanna, af mönnum, sem voru elskaðir öðrum fremur af guðunum og dýrkaðir sem guðir af mönnum. Og þegar svo sögurnar voru sagðar af þeim þúsundir ára eftir dauða þeirra, þá fóru menn að villast á þeim og guðunum, og sögðu af þeim sögur, sem áður höfðu verið sagðar af guðunum. Þegar til dæmis sólguðinn átti að berjast á himnum við anda eður guði myrkranna eður kuldans og frostsins, þá var sú saga seinna sögð um einhvern mikin mann; þessi orusta sólarguðsins var flutt ofan á jörðina. Einhver hálfguð var settur í stað sólarguðsins og látinn heyja orustuna við allra handa óvætti og svo var söguefni þessu snúið við á allar lundir. Sagan komfram í ótal myndum. Ein af

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.