Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 5

Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 5
— 85 — þar altari og fluttl guðunum fórnir. En að því búnu höfðu guðirn- ir hann burtu með scr. Og þcgar félagar hans fóru að ieita hans, þá lie> rðu þeir rödd af himni, er sagði, að guðirnir hefðu haft hann með sér að liía hjá sér um alla eilífð, og væru það laun fyrir guð- hræðslu hans'og réttlæti. Svo bauð röddin þeim að snúa aftur til Babylonar, grafa upp aítur hin helgu rit og gera þau mönnum kunnug. Þessu boði hlýddu þcir, snéru aftur, bygðu margar borgir og reistu upp Babyion að nýju. Þetta þótti mönnum nú ákafiega merkileg saga, en þó var það að henni, að enginn vissi liver eldri var, þessi eða sagan um synda- flóðið i ritningunni. Það mátti alveg eins segja að saga þessi væri tekin úr ritningunni, eins og að segja að saga ritningarinnar væri tekin eftir þessari. Líkurnar voru jafnmiklaf á báðar hliðar. En þá var það að Smith (enskur) fann á leirtöflubroti á gripasafninu í Lonuon part af sögunni um syndaflóðið. Leirtöflur þessar höfðu fundist í eldgömlum borgarrústum í Euphratsdalnum og verið flutt- ar þaðan til London. ■ Á töflunni sem hann rakst á, stóð þetta : “Á fjallinu Nizir stóð skipið kyrt. Tók ég þá dúfu og lét hana fljúga. Dúfan fiaug fram og aftur, en er liún fékk ekki stað að hvíiast á sncri hún aftur til skipsins.” Þegar Smith fann þetta, þá fór hann að verða forvitinn og fór að leita. Leitaði hann í töflum og töflubrotum í þúsundatali og fann fleiri brot af sögunni. Sá hann þá að syndaflóðssagan var að eins kafli úr sögu af æfagömlum fornkonungi í Erech. Var saga þessi í 12 bókum, eða á 12 töflum. Konungur þessi var svo gamall, að hann var skoðaður sem hálfguð. Izdubar þessi, sem cr söguhetjan, átti að vera afkomandi Ilasi- sadra, sem er sami maðurinn og Berosus kallar Xisuthros. Því miður hefir fyrsta taflan elcki fundist og að eins brot af hinni annari. En á brotinu sem eftir er, sést að kúgun og óöld heflr ríkt í borginni Ereach. Fyrir borg þeirri hafði ráðið konungur einn mikili, Dumusi, sonur guðsins Ea, og var hann kvæntur gyðjunni Ishtar (ástagyðjunni). Sjötta taflan segir frá t.ign og virðingum Izdubars og frá því er ástagyðjan Ishtar verður ástfangin í honum og ieitar ásta hans. Ilún segir: “Vertu bóndi minn Izdubar, en ég skal vera kona þín og heita þér trú minni. Þú skalt keyra í gullvagni með dýrindis stein- um. Æfi þín skal verða sigurför. Konungar, konungasynir og höfðingjar skulu leggjast undir veldi þitt og kyssa fætur þínar. þeir skulu færa þér skatta úr fjalllendunum og dölunum. Hjarðir

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.