Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 10

Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 10
— 90 — um vindum himins, og bar fram fórnir. Ég reisti altari á hæsta tindi fjallsins, setti á það hin heigu ker sjö og sjö, stráði undir þau reirleggjum, sedrusviði og sætum jurtum. Guðirnir fundu ilm; guð- irnir fundu sætan ilm. Eins og flugur þyrptust þeir utan um fórn- ina. Og þegar gyðjan Ishtar korn, þá spenti hún upp í hæðunum boga föður síns, Anu, og sagði: “Ég sver það við menið á hálsi mér, aðégskal minnast þessara daga, aidrei skulu þeir líða mér úr minni. Komi guðirnir allir að altari þessu. Bel er sá eini, sem ekici má koma, því að hann stjórnaði ekki reiði sinni, var valdur að flóðinu 0g ofuiseldi menn mína eyðileggingu”. þegar Bel svo kom nær og sá skipið, varð hann forviða og hjarta hans fyltist reiði við guðina 0g anda himins. “Engin sál skal undan s'eppa”, hrópaði hann; “ekki einn einasti maður skal lifandi sleppa frá eyðiieggingu þess- ari”. Þá opnaoi guðinn Ninit varir sinar, ávarpaði hinn lierskáa Bel og mælti: “Hver heflr getað gjört þetta annað en Ea?” Þá opn- aði Ea varir sínar, ávarpaði hinn herskáa Bel og mælti: “Þú ert hinn mikli foringi guðanna. En hví heflr þú verið svo kærulaus að sleppa flóðinu yflr jörði.ua? Látum syndarann þola iiegningu fyrir synd sýna og misgjörðamanninn fyrir misgjörðir sínar. En vertu þessum manni náðugur svo að hann tortímist ekki, þitt hjarta hneg- ist að honum svo að hann frelsist. En í stað þess að steypa öðru flóði yfir jörðina, þá lát þú koma ijón og hýenur að minka fjölda mannanna; láttu hungursneyð koma til að fækka fólkinu; láttu drep- sóttar-guðinn leggja mennina að velli. Ég hefl ekki sagt Hasisadra frá ráðsályktun guðanna. Ég sagði honum að eins draurn einn, en hann skiidi aðvörunina”. Þá gat Bel loksins áttað sig. Hann kom inn í skipið, tók í hönd mér og reisti mig upp; sömuleiðis reisti hann upp konu mína og lagði hönd hennar í hönd mína, blessaði okkur og sagði: “Alt til þessa heflr Hasisadra verið að eins maður, en nú skai hann upphafinn verða ásamt konu sinni, svo að hann verði guðunum jafn. Hann skal búa í fjarlægalandinu viðósa fljótanna”. Síðan tók hann mig og flutti mig í landið fjarlæga við ósa fljótanna”. Framhald. Munið eftir að nýir kaupendur að Dagsbrún fá allan síðasta ái’gang (1895) ókeyis.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.