Dagsbrún - 01.06.1896, Blaðsíða 15
95 —
Það segir: Abraham faðir yðar gladdist af þvi að hann mundi sjá
rninn dag, og hann sá hann og gladdist.” Ef það er sem mér sýnist
að vessin séu ekki samhljóða, er ekki vert að standa í þrætu um
slíkt. Því mér sýnist þau eins og sina í gaddi.
F1 Enn fremur: “Eg er útgenginn af föðurnum, og kominn
í heiminn og mun aftur yflrgefa heiminn og fara til föðursins.”
Sv. Hér sýnir Jóhannes heiminn guðlausann, eftir að Jesús með
píslarvættisdauða var búinn að endurieysa hann. Von er þá klerk-
ar kvarti um guðleysi innan kyrkju sem utan, og engin furða þó
séra Ilallgrímur Pétursson kvæði: “Satan hefir og sama lag | situr
hann um mig nótt og dag | liyggjandi að glögt hvar hægast er | í
liættu og synd að koma mér | En þó í þeim stað allra mest | sem ég
á guði að þjóna best.” Skyldi það ekki liafa verið kyrkjan, staður-
inn þar sem séra Hallgrímur þóttist eiga að þjóna guði best ? En
þar er Satan álcafastur. Þá eru hvorki klerkar né kyrkjur fjanda-
fæla.
Fl. 0g í hinni dýrðlegu bæn sem hann biður, sem æðsti prest-
ur, segir hann : gjör mig nú vcgsamlegan, faðir, hjá sjálfum þér
með þeirri dýrð sem ég hafði hjá þér áður en heimurinn var. Hann
hafði stigið niður úr sinni dýrð tii þess að geta endurleyst heiminn.
Að lausnarverki sínu loknu, biður hann um að fá að komast í þessa
dýrð aftur. En þessi dýrð hans tr ekkert annað en hans guðlega
liátign, sem hann í niðurlæging sinni afneitaði sér um, nema að svo
miklu leyti sem lausnarverlc hans krafðist þess, svo að þessi dýrð
hans brá oft eins og fyrir, og þvi gátu trúaðir lærisveinar hans sagt:
vér sáum hans dýrð, dýrð sem hins eingetna föðursins.
Sv. Von var þó hinn sannleikskæri Magnús Eiríksson kallaði
Jáhannesarguðspjall “skækjulærdóm.” Það er sólbjartur sannleik-
ur. Og því varð íl. eins og hann nú kemur fyrir. Eða er ekki í
síðustu grein hans hér að framan bútaður sundur guðdómur Jesú ?
Annan partinn fer hann með til að endurleysa heiminn,en hinn skil-
ur hann eftir, líklega þann sem utan á honum var, og því hafl hann
getað stigið niður úr honum, smeygt honum fram af sér. 0g þess
vegna haft alt vald á himni og jörðu. Þá á guð faðirinn að hafa
verið valdlaus eftir. Iívað er nú orðið úr hinum gamla guði, föð-
urnum ? Það sýnist nú heldur lítið. Hann sýnist nú eintómt hismi
utan'af guðdóm Jesú. En því lætur þá guðfrœðin Jesú biðja þenn-
an föður og það sem mann ? Þá er höf. fyrirlestursins er búinn að
þylja langa rollu um Jesú guðdómlegu tilkomu, ekki af eigin upp-
spuna, heldur það sem hinir sannleiksríku guðspjallamenn hnoðuðu
saman um Jesú, þá rekur hann á smiðshöggið með því að kalla það