Dagsbrún - 01.10.1896, Page 1

Dagsbrún - 01.10.1896, Page 1
IV. Winnipeg, Man. Nr. io. Á dauðnr maður nokkurn rétt á sér ? Það eru farin að korna þau tilfelli meðal landa vorra, sem gefa tilefni til þessarar spurningar. Þau hafa í seinni tíð komið fyrir hvað eftir annað, en einkum skulum vér þó nefna þrjú, sem helzt hafa vakið eftirtekt vora. Hið fyrsta er dæmi Gests sál. Pálssonar, skáldsins okkar nafn- fræga. Allir, sem þektu Gest sál., vissu það vel, að hann var eng- inn trúmaður; hann var búinn að kasta allri trú á kenningar hinnar lúþersku kyrkju, allri trú á Krist sem guð, sem frelsara og endur- lausnara. En undir eins og hann er látinn, þá hremmir “rétttrúaða” kvrkjan hann, læsir um liann klóm sínum og heldur honum í hel- greipum, þar til liann er búinn að ganga í gegn um hreinsunareld hinna lúþersku klerka. Vér munum allir eftir þeirri fregn, þegar það barst út um bygðir íslendinga. Það var eins og steypt væri yfir mann ísköldu baði, svo ónotalegt og leiðinlegt var það, að vita til þess, að Gestur sál. skyldi hafa verið dreginn dauður inn í kyrkj- una. Iívað átti liann að gera í liendur klerka ? Hann trúði engu af kenningum þeirra, en áleit þær bull eitt og endileysu. Hvar voru þá vinir og félagar Gests sáluga ? Að láta sér annað eins til hugar koma, eins og að leyfa lúþerskri kyrkju og lúþerskum klerkum að hafa hendur í hári hins látna! Hví voru þeir að gjöra honum slíka smán og svívirðingu ? Átti líkið, átti minning Gests sáluga engan rétt á sér ? Svo er dæmið um Björn sáluga Pétursson. Hver hefði trúað því, að hann hefði viljað láta lúþerskan prest lesa yfir sér ? Mann

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.