Dagsbrún - 01.10.1896, Side 13

Dagsbrún - 01.10.1896, Side 13
157 — VITNSBURÐUR UM UNITARa. Einhver merkasti og um leið mælskasti og frjálslyndasti prest- urinn í Winnipeg, Dr. Iiugh Pedley, tók sér Unitara fyrir umtals- efni nýlega hér Congregational kyrkjunni. Menn vissu ræðuefnið á undan, og ætluðu sumir, að Unitarar mundu nú fá lesna lexíuna; en ræðan varð öll á annan veg. Ræðumaðurinn hafði augsýnilega kynt sér vel Unitara, kenningar þeirra og háttsemi, og hafði ekkert annað en gott til þeirra að segja, og er Jpað því merkara, sem allur þorri Unitara í Bandaríkjunum klofnuðu einmitt út úr kyrkjufélagi því (Congregationalistum), sem séra Pedley er prestur í, á líkan hátt og hinir íslensku Unitarar eru frá evangelisku lútþersku kyrkjunni komnir. í ræðu sinni gat séra Pedley þess, að aðalstöðvar Unitara væru einkum í austurhluta Evrópu (Ungarn), Englandi og Bandaríkjun- um. Hafa þeir klofnað út úr Presbyterakyrkjunni á Englandi, en úr Congregationalkyrkjunni í Ameríku. Aðalspurningin sem Uni- tarismus snýst um, segir séra Pedley að sé þetta: Hvaða skoðun liaflð þér á Kristi ? Þetta segir Pedley að sé hin þýðingarmesta spurning heimsins; getur hann svo noklcurra svara upp á spurning þessa. Þrenningartrúmaðurinn stendur fast á grundvelli játningar Athanasíusar, en hún liljóðar svo: Hver sem vill sáluhólpinn verða, hann skal um fram alt halda fast við hina einu réttu trú. Hver sem ekki hefir hana, hann skal eilíflega glatast.” í trú þessari felst það, að einn er guð í þrenningu og þrír í einingu, að faðirinn er guð og sonurinn er guð og heilagur andi er guð, og þó eru ekki þrír guðir, heldur einn guð. Og er þetta einnig játning hinnar lúþersku kyrkju, sem íslendingar tillieyra. Auðséð er, að séra Pedley hefir ekki getað felt sig við þetta, því að svo segir haun : Hið versta við þessa játning er þó ekki kenningin sjálf, heldur svipuhögg þau, sem hún reiðir að höfði manna. Mörg önnur svör segir hann að hinir ýmsu flokkar kyrkjunnar gefi upp á spurning þessa um Krist. Unitarar svari henni ekki allir á sama veg. Sumir skoði Krist sem einhverja veru á milli guðs og manna, sumir sem yfirnáttúrlegann mann, syndlausann og óskeikulann, og enn aðrir sem hvern annan mann, en sérlega vel gefinn, í trúarlegu tilliti. Er það einkum skoð- un Unitara nú á dögum. Hinni fyrri skoðun sagði hann að Chann- ing hefði haldið fram, en Theodor Parker hinni síðari. Það sem séra Pedley fann að Unitörum, var það, að honum þótti þeir ekki nógu heitir fyrir trú sinni. En margt kvað hann þá hafa gott afrek- að. Einkuín taldi hann Unitörum það til gildis, að þeir hefðu ætíð

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.