Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 4
Almannatryggingar „Ég og Hlynur
Jónsson lögmaður höfum tekið
að okkur að skoða málið með það
í huga að stefna því fyrir dóm en
það er ekki komin nein niður
staða enda bara rétt búið að leita
til okkar með þetta,“ segir Jón
Steinar Gunnlaugsson hæstarétt
arlögmaður vegna undirbúnings
Flokks fólksins á málsókn vegna
afturvirkra breytinga á lögum
um almannatryggingar sem
samþykktar voru á Alþingi undir
lok febrúar.
Atli Þór Fanndal
ritstjorn@frettatiminn.is
Flokkur fólksins á um fimm milljón-
ir, samkvæmt heimildum Fréttatím-
ans, og innan flokksins er einhug-
ur um að réttlætanlegt sé að eyða
meginþorra þess fjár í að sækja mál-
ið.
Alþingi svipti ellilífeyrisþega um
fimm milljarða réttindum aftur-
virkt í febrúar. Nichole Leigh Mo-
sty, formaður velferðarnefndar,
mælti fyrir málinu og viðurkenndi
meðal annars að hún áttaði sig ekki
alveg á því. Fréttatíminn hefur að
undanförnu greint frá því hvern-
ig velferðarráðuneytið hélt um alla
þræði málsins, samdi frumvarpið,
lagði línurnar pólitískt og gagn-
vart Tryggingastofnun og Alþingi.
Þá hefur verið sýnt fram á hvern-
ig ráðuneytið og Tryggingastofnun
lögðu mikla áherslu á að skilja ekki
eftir gagnaslóð vegna aðgerðarinn-
ar.
Að beiðni velferðarráðuneytisins
var óskað álits ríkislögmanns um
hvort afnema mætti réttindi aft-
urvirkt. Fulltrúar í velferðarnefnd
fengu aðgang að lagaálitinu með
skilyrðum um mikla leynd. Ríkis-
lögmaður segir ekki berum orð-
um að ekki megi setja lögin aftur-
virkt. Niðurstaða ríkislögmanns er
í andstöðu við álit sérfræðinga sem
komu fyrir nefndina. Jón Steinar
hafði ekki séð álitið þegar Frétta-
tíminn ræddi við hann. „Ég get bara
sagt það í fljótu bragði að ef þessi
skerðing á bótum til fólks var felld
úr lögum sem tóku gildi um ára-
mót þá gilti hún ekki eftir það. Hafi
menn sett ný lög sem kveða á um
það að skerðingin eigi að gilda aft-
ur í tímann þá er það andstætt öll-
um hefðbundnum kenningum um
bann við afturvirkni svona lagaá-
kvæða.“
4 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Húsnæðismál Á milli 70 og 80 pró
sent leiguhúsnæðis á Suðurnesj
um, sem er í útleigu, er í eigu leigu
félaga eins og GAMMA, Heimavalla
og Ásbrúar. Kadeco veitti Ásbrú
seljendalán vegna kaupa á 470
íbúðum á svæði varnarliðsins í
fyrra. Stjórnarformaður Ásbrúar
segir mikla eftirspurn eftir leigu
íbúðunum á svæðinu.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Ríkisfyrirtækið Kadeco, sem
einnig er þekkt sem Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar, lánar leigu-
félaginu Ásbrú rúma 2.5 milljarða
króna upp í ríflega 5 milljarða króna
kaupverð á 470 íbúðum á varnarliðs-
svæðinu á Miðnesheiði sem geng-
ið var frá í lok síðasta árs. Afgang
kaupverðsins, rúmlega 2.5 milljarða
króna, greiddi Ásbrú við undirritun
kaupsamningsins í fyrra. Þetta kem-
ur fram í þinglýstum kaupsamningi
vegna viðskiptanna.
Þróunarfélag Kef lavíkurf lug-
vallar var stofnað utan um eignir
sem bandaríski herinn skildi eftir
sig þegar varnarliðið yfirgaf Ísland
fyrir rúmum áratug. Félagið hefur
síðastliðin ár unnið að sölu þessara
eigna og er búið að koma nær öllum
þeirra í verð eftir að gengið var frá
þessari sölu í lok síðasta árs. Leigu-
félagið Ásbrú á að greiða Þróunar-
félaginu 1,5 milljarð króna upp í
skuldina í lok nóvember á þessu ári
og svo 1 milljarð króna í nóvember
á næsta ári. Lánið er á 7,3 prósent
vöxtum.
Gunnar Thoroddsen, stjórnarfor-
maður Ásbrúar ehf., segir að stærstu
hluthafar Ásbrúar ehf. og tengdra
félaga séu stærstu hluthafar leigu-
fyrirtækisins BK eigna ehf. sem hef-
ur verið sameinað Almenna leigufé-
lagi fjárfestingarfélagsins GAMMA.
BK eignir eiga rúmlega 350 íbúð-
ir, þar af 215 á Suðurnesjum, og
mun GAMMA í kjölfarið eiga rúm-
lega 1700 íbúðir í Almenna leigufé-
laginu. Stærstu hluthafar BK eigna
voru félagið Omega ehf., sem er í
eigu þeirra Andra Sveinssonar og
Birgis Más Ragnarssonar, sem lengi
hafa verið nánustu samverkamenn
Björgólfs Thors Björgólfssonar, og
Óli Þór Barðdal, sem orðinn er fram-
kvæmdastjóri Ásbrúar ehf.
Aðspurður segir Gunnar að hlut-
hafar Ásbrúar hafi aflað 2,5 millj-
arða króna til að greiða helming
kaupverðsins. „Við greiddum helm-
ing kaupverðsins og fengum helm-
ing lánaðan til tveggja ára. Svo erum
við að veðsetja sumar íbúðirnar
smám saman vegna framkvæmda
og við greiðum inn á seljendalánið
við Kadeco. Við erum nú þegar bún-
ir að borga upp hluta lánsins,“ segir
Gunnar.
Hann segir að mikil eftirspurn sé
eftir íbúðunum sem Ásbrú keypti
á varnarliðssvæðinu og að félagið
hafi nú þegar leigt út um 30 íbúð-
ir sem það hafi lagfært og standsett
eftir kaupin á eignunum í desem-
ber. Þegar Ásbrú keypti eignirnar
var búið í um 15 prósent þeirra. „Það
er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum
þarna og við höfum vart undan að
afhenda íbúðir til leigjenda. Hinar
íbúðirnar eru í viðgerð og endurbót-
um núna og koma út á leigumark-
aðinn eins hratt og mögulegt er.
Það er mismikið sem þarf að gera,
yfirleitt þarf að skipta um gólfefni,
mála, laga rafmagn og sameign og
svo framvegis. Svo er líka mikil eft-
irspurn eftir atvinnuhúsnæðinu sem
við keyptum.“
Ásbrú er eitt af þeim leigufélög-
um sem orðið hefur til á Íslandi
á liðnum árum þó tvö þeirra séu
langsamlega stærst, Heimavell-
ir og Almenna leigufélagið, en
hið síðarnefnda á um 2200 íbúð-
ir. Samkeppniseftirlitið heimilaði í
vikunni samruna BK eigna og Al-
menna leigufélagsins. Gísli Hauks-
son, stjórnarformaður GAMMA,
hefur gefið það út að Almenna
leigufélagið verði skráð á mark-
að síðar á þessu ári. Í ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins kemur fram
að fasteignafélög eigi orðið um 40
prósent af öllum íbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu sem eru í leigu og
70 til 80 prósent á Suðurnesjum og
að gefa þyrfti þessari þróun sérstak-
an gaum þar sem aukin samþjöpp-
un á eignarhaldi á markaðnum gæti
orðið leigjendum „til tjóns“ vegna
fákeppni á leigumarkaði.
Leiguíbúðir á Suðurnesjum eru nær alfarið í eigu leigufélaga, eins og
Ásbrúar, en um 70 til 80 prósent leiguhúsnæðis er í eigu slíkra félaga.
Ríkisfyrirtæki lánar 2.5
milljarða til leigufélags
fyrir kaupum á íbúðum
Gunnar Thoroddsen
segir að Ásbrú sé
nú þegar byrjað að
greiða niður seljenda-
lán sem Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar
veitti fyrirtækinu til
að kaupa íbúðirnar.
Flokkur fólksins mun
fara fyrir málaferlum
vegna breytinga á
almannatryggingum
í febrúar. Formaður
flokksins er Inga
Sæland.
Jón Steinar vinnur að málsókn fyrir Flokk fólksins
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt
arlögmaður vinnur nú að forathugun
málaferla vegna lagabreytinganna í
febrúar.
Ásta
Kristján
Gylfi
Anton
NÝTT BLAÐ
Tilboð og innblástur
Skoðaðu
blaðið á
byko.is
taktu þátt í
#bykotrend
leiknum
okkar - nánari
upplýsingar á
byko.is
Mjög lítið framboð hefur verið á eignum í póstnúmerinu 107. Á einu síðasta
iðnaðarsvæðinu sem eftir í Vesturbænum, til móts við Grandaskóla, mun nú
rísa íbúðabyggð.
78 litlar og hagkvæmar íbúðir fara
í byggingu á Keilugranda inn-
an nokkurra mánaða. Íbúðirnar
verða byggðar af húsnæðissam-
vinnufélaginu Búseta en gríðar-
mikil uppsöfnuð þörf er fyrir litlar
íbúðir í Reykjavík.
Margir þekkja lóðina sem
„gamla SÍF-reitinn“ en á henni
stendur nú niðurnídd vöru-
geymsla sem Samband íslenskra
fiskframleiðenda lét reisa á 7. ára-
tug síðustu aldar. Hafist verður
handa fljótlega við að rífa húsið
og er gert ráð fyrir að uppbygging
hefjist á reitnum strax í sumar.
Áhersla er lögð á litlar og einfaldar
íbúðir og m.a. verða engin stæði
í bílakjallara sem lækkar kostnað
við framkvæmdina. Gert er ráð
fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til
afhendingar árið 2019.| þká
Ný íbúðabyggð við Keilugranda