Fréttatíminn - 01.04.2017, Side 8

Fréttatíminn - 01.04.2017, Side 8
8 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR! ÆVINTÝRALJÓMI TRANSILVANÍU 19. - 26. maí I 7 nætur 161 700 kr. Rúmenía - í fótspor Drakúla greifa 298 000 kr. Moskva-Pétursborg 30. júlí - 09. ágúst I 10 nætur SIGLING KEISARALEIÐIN Nokkur sæti laus Nokkur sæti laus Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Í upphafi tíunda áratugarins ákvað Húsnæðisnefnd Reykja-víkur að efna til samkeppni um byggingu nýrra íbúða á skemmtilegu svæði norðarlega í Grafarvogi. Húsnæðisnefndin var í raun arftaki verkamannabústaða- kerfisins og úthlutaði tekjulágum fjölskyldum íbúðum sem þær gátu keypt með hagstæðum lánum. Í fjór- um götum í Borgahverfinu voru því sérhannaðar og reistar litlar og stór- ar íbúðir í 25 misstórum fjölbýlishús- um. Í Dísaborgum, Álfaborgum, Goðaborgum og Dvergaborgum. Íbúðirnar voru einnig hugsaðar fyr- ir þá sem höfðu lent í hremmingum, svo sem gjaldþroti sem þeir voru að vinna sig út úr, eða höfðu skrifað upp á lán fyrir aðra sem fallið höfðu á þá. Því mátti ekki gera fjárnám í íbúðunum. Íbúarnir gerðu kaup- leigusamninga og gátu eftir fimm ár tekið ákvörðun um hvort þeir vildu kaupa íbúðirnar eða leigja þær. Um 47% kusu að kaupa íbúðirnar en um 35% að leigja þær. Kerfið lagt niður Húsnæðisnefndin var lögð nið- ur árið 2001 og þá tóku Félags- bústaðir við umsýslu þeirra. Upp úr aldamótum var að myndast rík stemning fyrir því að losa um eignir ríkisins. Einkavæðing bank- anna, Landsímans og f leiri rík- isfyrirtækja voru framundan og var það í takt við tíðarandann að Félagsbústaðir seldu eignir sínar. Fram að aldamótum höfðu þeir sem voru svo heppnir að fá úthlut- að íbúð í Borgahverfinu, ríghaldið í þær og var nánast engin hreyfing á íbúðunum á fyrstu árunum. Eftir að húsnæðisnefndin og félagslega íbúðakerfið voru lögð niður, gátu íbúarnir hagnast á því að selja íbúð- irnar á almennum markaði. Margir gerðu það og höfðu gott upp úr því. Stefna Félagsbústaða var að selja Síðustu félagslegu eignaríbúðirnar − byggðar fyrir tekjulágt barnafólk − seldar út úr kerfinu á 20 árum Síðasta tilraun Reykjavíkurborgar til að byggja félagslegar eignaríbúðir var í Borgahverfi í Grafarvogi snemma á tíunda áratugnum. Á fáum árum reis tæplega 200 íbúða hverfi sem íbúum og sérfræðingum ber saman um að hafi tekist vel til. Bygging íbúðanna markaði endalok félagslega íbúðakerfisins og hafa íbúðirnar síðan verið seldar dýrum dómum út úr kerfinu á almennum markaði. Í dag býr aðallega eldra fólk í íbúðunum. sem flestar íbúðanna í götunum fjórum og á í dag aðeins 20 af þeim 188 sem reistar voru. Þó íbúðirn- ar hafi verið byggðar á mjög hag- kvæman hátt rauk verð þeirra upp á almennum markaði. Allt þetta ferli tók um 20 ár, frá því íbúðirnar voru sérhannaðar fyrir ákveðinn hóp fólks, þar til þær voru seldar út úr kerfinu. Á þessum árum lagðist einnig af sú stefna að hafa margar félagslegar íbúðir á sama stað og við tók sú hugmyndafræði að félagslegt húsnæði ætti að vera á víð og dreif. Hörð samkeppni um hönnunina Þegar pólitísk ákvörðun lá fyrir um að byggja félagslegar eignaíbúðir á landinu í Borgahverfi, efndu Arki- tektafélag Íslands og Húsanæðis- nefnd Reykjavíkur til samkeppni um hönnun hverfisins. Fimmtíu arki- tektastofur tóku þátt í keppninni og sendu inn tillögur. Í annarri umferð keppninnar voru fimm tillögur vald- ar úr og höfundum þeirra greitt fyrir að þróa hugmyndir sínar áfram. Hafdís Hafliðadóttir arkitekt var formaður dómnefndar og sagði hönnunina þó nokkra áskorun. „Það er skemmtilegt að takast á við skipulag samhangandi byggð- ar eins og hér um ræðir. Landkost- ir svæðisins eru erfiðir í skipulagi en jafnframt einstaklega spennandi viðfangsefni og geta gefið því aukið gildi. Í gegnum mitt svæðið liggur rimi með klöppum og villtu gróður- fari og þaðan er afar víðsýnt,“ sagði hún í viðtali við Morgunblaðið árið 1991. Að lokum urðu þeir Þorsteinn Helgason og Hörður Harðarson hlutskarpastir. Ákveðið var því að byggja eftir sigurtillögu þeirra að hönnun 188 íbúða. „Við reyndum að leysa þetta hratt og nota það sem til var því borgin hafði áður komið að sam- bærilegum framkvæmdum,“ seg- ir Hörður Harðarson. „Við vildum hafa íbúðirnar bæði litlar og stórar og reyndum að hafa þær ekki allar eins. Það var mikilvægt að hafa var- íasjónir. Grunnhugmyndin var að byggingarnar mynduðu svona garða eða útisvæði sem sneru í átt til sólar. Bílunum yrði haldið fyrir utan hverf- ið. Þannig sneru allar íbúðir inn að garðinum. Við göturnar voru tvær þyrpingar og í hverri þyrpingu voru þrjú fjölbýlishús. Tvö stærri hús sem sneru í átt að sólu og ein lægri bygging sem rammaði inn svæðið,“ segir Hörður. „Hugmyndin var að börnin gætu gengið frjálst um án þess að fara yfir götu,” segir Þorsteinn Helgason og ítrekar að bílarnir hafi átt að vera fyrir utan hverfið. „Við ákváðum að hreyfa ekkert við fallegu klettabelti sem var þarna á landinu og gerði þetta svolítið skemmtilegt. Svo voru fjölbýlishúsin byggð á stöðluðu ein- ingaformi svo þetta yrði sem ódýr- ast. Húsin voru höfð grönn og birt- an kemst inn í íbúðirnar frá báðum hliðum. Það er alltaf gaman að vinna hagkvæmt, og algengt í Danmörku þar sem mikið er lagt upp úr félags- legu húsnæði. Við komum svolítið úr þessu danska arkitektaumhverfi og Norðurlöndin eru mjög sterk í þró- un slíkra úrræða. Ég held þetta hafi verið vel heppnað hverfi og standist tímans tönn.“ Þeir félagarnir Hörður og Þor- steinn unnu saman um langa hríð en starfa nú á sinni stofunni hvor. Þeir hitta blaðamann við líkan af hverfinu sem enn hangir uppi hjá ASK arkitektum í Geirsgötu. „Það munaði minnstu að líkanið yrði tek- ið niður fyrir stuttu. Eins gott við gerðum það ekki.“ „Þetta hverfi er mjög í anda þess sem nú er að fara í gang í samstarfi við ASÍ og félagið Bjarg. Við erum að garfa í því núna að gera nákvæmlega meira af þessu, að byggja hagkvæmt og skynsamlega,“ segir Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Fé- lagsbústaða. Hann segir að Félagsbústaðir eigi nú um 10% af íbúðunum í hverfis- hlutanum. „Það er í ágætu samræmi við það sem gerist í öðrum sambæri- legum hverfishlutum.“ Hörður Harðarson og Þorsteinn Helgason standa hér fyrir framan líkan af Borga- hverfinu. Þeir urðu hlutskarpastir í harðri samkeppni um hönnun byggðarinnar og eru stoltir af afrakstrinum. Mynd | Heiða M yn d | H ei ða BORGAHVERFIÐ

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.