Fréttatíminn - 01.04.2017, Síða 10
Valentina Tinganelli, dóttir
Öldu, er sammála því að það hafi
verið dásamlegt að alast upp
í Borgahverfinu. Hún saknar
íbúðarinnar ennþá og minnist
þess að þar hafi alltaf verið
skjól, gott veður og fullt hús af
krökkum.
Valentína er þrítug og bjó frá tíu
ára aldri og fram á fullorðinsár
í Borgahverfinu. „Ég flutti þang-
að með mömmu og yngri systur
minni. Við bjuggum í Engjahverfi
áður en þurftum að stækka við
okkur þegar systir mín var farin
að þurfa herbergi. Íbúðin okkar
í Goðaborgum var á jarðhæð
þannig að við höfðum garð og
gátum haft það huggulegt úti.
Þetta var algjör draumur fyrir
mömmu. Hún var mikið fyrir
náttúru og það sem seldi henni
algjörlega íbúðina var útsýnið úr
eldhúsglugganum. Þaðan sá hún
Esjuna og sjóinn og alla leið að
Snæfellsjökli. Það dugði henni
vel þó útsýnið væri bara úr þess-
um eina glugga. Hún sat tímun-
um saman með kaffibolla við
gluggann og naut þess að horfa
út. Ég man reyndar eftir því að
við gerðum það allar. Sátum og
fylgdumst með sólsetrinu,“ segir
Valentina.
Minningar hennar úr Goða-
borgum eru flestar í þessum dúr.
„Nágrannarnir voru dásamlegir
og í íbúðunum fyrir ofan okkur
var fólk sem ég er enn í sam-
bandi við í dag. Ég man að ég
passaði fyrir þau þegar þau eign-
uðust börn og það var mjög góð
stemning í húsinu. Ég á bara góð-
ar minningar frá þessum tíma.
Á unglingsárunum voru vinir
mínir alltaf heima hjá mér og við
grilluðum og höfðum það huggu-
legt í garðinum. Ég sé enn eftir
þessari íbúð sem var rúmgóð og
falleg. Stofan var stór, eldhúsið
og baðið gott og það fór virkilega
vel um okkur. Íbúðin var mjög
björt.“
Hún segir leiksvæðið í kring-
um húsið hafa verið dásamlegt.
„Þarna lékum við okkur í einni
krónu, lærðum á línuskauta og á
veturna gátum við rennt okkur
á sleða í brekkunum. Þetta var
yndislegur tími.“
10 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
STÆRÐ FRÁ 360-550 L
FARANGURSBOX
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík -
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
HJÓLAFESTINGAR
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík -
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
1-3 HJÓL Á FESTINGU
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Ifor Williams vélavagn
3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m
Verð 685.484 kr. +/vsk
Alda Gunnlaugsdóttir gat í gegn-
um Húsnæðisnefnd Reykjavíkur
eignast fjögurra herbergja íbúð
fyrir sig og dætur sínar tvær á
hagstæðum kjörum. Hún segir
það algjörlega hafa bjargað ein-
stæðri móður og tryggt að dæt-
urnar hafi fengið að búa á sama
staðnum fram á unglingsár.
„Við bjuggum í þriggja herbergja
íbúð í Grafarvogi sem við höfðum
fengið í gegnum félagslega íbúða-
kerfið. Þegar yngri stelpan mín var
fimm ára og sú eldri tíu, þurftum
við hinsvegar að stækka við okkur.
Ég sótti því um stærra húsnæði og
var boðið að koma og skoða íbúð-
irnar í Goðaborgum sem þá voru
glænýjar.“
Í fyrstu fékk Alda boð um risíbúð
á tveimur hæðum sem þótti ein
af glæsilegustu íbúðunum í nýja
hverfinu. Henni leist hinsvegar bet-
ur á aðra minni á jarðhæðinni það-
an sem hægt var að ganga út í garð.
„Ég man þegar ég kom inn í þessa
yndislegu íbúð, gekk inn í eldhúsið
og sá fjöllin og sjóinn út um glugg-
ann. Þá hringdi ég strax í húsnæð-
isnefndina og sagðist vilja fá hana.
Ég sannfærðist algjörlega.“
Mæðgurnar bjuggu í tæp tuttugu
ár í Goðaborgum 10. „Við stelpurn-
ar mínar eigum bara dásamlegar
minningar frá þessum tíma. Það
var stundum erfitt fjárhagslega að
vera ein með þær en ég setti það
alltaf í forgang að borga af húsnæð-
inu. Ég átti góða að og náði stund-
um að vinna smá aukavinnu. Aðal-
málið fyrir mér var að við hefðum
þak yfir höfuðið. Kerfið virkaði því
mjög vel fyrir fólk eins mig, tekju-
lægri hópa en samt fólk sem stóð
alltaf í skilum af lánum á góðum
kjörum.“
Alda segir að til að kaupa íbúð-
ina hafi hún þurft að reiða fram
lága upphæð og fékk svo lán fyr-
ir íbúðinni á mun betri kjörum en
bauðst á almennum markaði.
„Mér fannst æðislegt að búa
þarna og það var stutt í skóla og
alla þjónustu. Við vorum líka
heppnar með nágranna enda var
Heppin að fá öruggt
húsnæði á góðum kjörum
Draumur að alast þarna upp
engin hreyfing á íbúðunum. Fólk
bjó þarna árum saman. Kerfið virk-
aði þannig að ef fólk vildi flytja í
burtu, þá keypti húsnæðisnefndin
íbúðina af því aftur. Þannig áttu
þær að haldast innan kerfisins. Svo
þegar húsnæðisnefndin var lögð
niður þá gat fólk selt íbúðirnar á
almennum markaði.“
Alda segir að húsnæðiskerfið hafi
gagnast sér í alla staði og verið sér
gríðarleg hjálp. „Það veitti okkur
öryggi að vita að við þyrftum ekki
að flytja. Mér finnst það miklu máli
skipta varðandi skólavist og fé-
lagslegan grundvöll barnanna. Öll
samskipti við húsnæðisnefndina
gengu vel og ég vildi að ég myndi
nafnið á konunni sem aðstoð-
aði mig. Hún var einhvernveginn
svo mannleg og fann það sem við
þurftum. Á sínum tíma fylgdi því
ákveðin skömm að vera í félags-
lega húsnæðiskerfinu. Ég heyrði
það frá fólki sem hafði verið í kerf-
inu lengur en ég, að stundum hafi
það upplifað sig sem annars flokks.
Mér hefur alltaf fundist það skrítið.
Þetta fólk var bara að borga af lán-
unum sínum og var þakklátt fyrir
að hafa fengið að búa við ákveðið
öryggi.“
Alda Gunnlaugsdóttir og dóttir hennar, Valentina
Tinganelli, minnast enn áranna í Borgahverfinu með
hlýju og eru þakklátar fyrir kerfið sem hlífði þeim við
raski og óvissu á almennum leigumarkaði. Mynd | Heiða
BORGAHVERFIÐ