Fréttatíminn - 01.04.2017, Síða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Audi Q2
#ótaggandi
Spáflúnkunýr Audi Q2 gjörbreytir hugmyndum
þínum um bíla og ögrar skilgreiningaáráttunni.
Útbúinn eins og þú hugsar hann,mætir hann á malbikið
eða mölina, fullur sjálfstrausts en #ótaggandi.
Verð frá 4.990.000 kr.
#allravega?
#blikkboli?
#skarpur?
Ester Sigurbergsdóttir átti erfitt
með að trúa því þegar henni
bauðst splunkuný þriggja her-
bergja íbúð í Borgahverfinu fyrir
slikk í gegnum Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur. Þá var hún einstæð
móðir og tiltölulega nýkomin úr
námi. Að hreppa þessa íbúð varð
hennar lukka í lífinu. „Ég hugsa oft
hvað þetta myndi gagnast einstæð-
um mæðrum í dag.“
„Ég flutti inn þegar blokkin var al-
veg ný, sennilega árið 1997. Þá var ég
28 ára gömul, nýskilin og átti strák
sem var að komast á skólaaldur. Ég
hafði verið á almennum leigumark-
aði í eitt ár þegar ég fyrir rælni sótti
um húsnæði hjá Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur. Ég var að leita leiða til
að þurfa ekki vera á stöðugum flutn-
ingum með drenginn en bjóst við að
þurfa vera á biðlista í mörg ár. Eftir
bara örfáar vikur var mér boðið að
koma og skoða íbúð í Grafarvogi. Ég
skildi ekkert í að hafa fengið þetta.
Það var ógleymanlegt að koma inn
í íbúðina. Ég bara trúði þessu ekki.“
Ester segir að íbúðin hafi verið
glæsileg og innbúið splunkunýtt.
Trúði ekki sínum
eigin augum
Ester í eldhúsi íbúðarinnar.
Sonur Esterar
gat skotið rótum
í hverfinu og leið
vel í barnmörgu
umhverfi.
Hugmynd arkitektanna Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar var að hanna misstór fjölbýlishús sem mynduðu
saman sólríka og skjólgóða garða þar sem börn gátu gengið um án þess að fara yfir götu. Bílum var haldið utan hverfisins.
„Ég var búin undir eitthvað allt
annað og hefði sætt mig við miklu
verri íbúð. Þetta var algjör bónus.
Mér fannst svo sem ekki öllu máli
skipta að eignast húsnæði, heldur
að það væri öruggt að strákurinn
minn þyrfti ekki að flytja á milli
hverfa.“
Hún segist hafa keypt íbúðina
af húsnæðisnefndinni með því að
borga lága upphæð út og greiða svo
lágar afborganir af hagstæðu láni
næstu árin. „Afborganirnar voru
bara mjög lágar, ég man ekki alveg
hver upphæðin var, kannski 40 þús-
und krónur á mánuði. Þetta gerði
mér kleift að lifa flottu lífi þarna. Ég
var ofboðslega þakklát og undrandi
á að fá svona fína íbúð svona fljótt.
Þarna bjuggum við sonur minn í tíu
ár og seinni hluta þess tímabils var
maðurinn minn fluttur inn til okk-
ar líka.“
Hún segir lífið í Borgahverfinu
hafa verið gott og þar hafi hún eign-
ast góða kunningja sem hún þekki
enn í dag. Eftir að Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur var lögð niður gat hún
selt íbúðina á almennum markaði
og keypt sér nýtt húsnæði. „Þá var
ég komin með annað barn og þurfti
stærra húsnæði. En við fluttum inn-
an hverfisins því þarna höfðum við
skotið rótum. Ég fékk því mjög mikið
út úr þessu.“
BORGAHVERFIÐ