Fréttatíminn - 01.04.2017, Side 22
22 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
vinnusömum konum sem
þekktu nýrri og betri leiðir til að
gera ýmsa hluti, ekki síst varð-
andi uppeldi, heimilisverk og í
matjurtarækt. Vinnusemi hefur
alltaf verið hátt skrifuð í íslensku
samfélagi og segir Nína konurn-
ar, líkt og aðra hópa innflytj-
enda enn þann dag í dag, sjá
vinnusemi sem leið til að verða
samþykktar inn í íslenskt samfé-
lag og til að sýna mikilvægi sitt
fyrir samfélagið. „Í tilfelli eldri
kvennanna er töluverð stjórn-
un í því hvernig þær eigi að hafa
hlutina en þær eru samt engin
fórnarlömb og líta alls ekki
þannig á sig. Þær voru alls ekki
óvirkar eða kúgaðar þrátt fyrir
allan þrýstinginn og ég lít alls
ekki á sögu þeirra sem sögu fórn-
arlamba.“
„Þessar konur komu hingað
fyrst og fremst af því þær voru
ódýrt vinnuafl. Við leituðum
til Þýskalands því okkur fannst
Þjóðverjar henta okkur vel, bæði
í útliti og vegna þessarar þekktu
vinnusemi sem nýttist okkur vel.
Og þær voru sko látnar vinna, og
vinnu sem Íslendingar vildu ekki
vinna. Þjóðverjarnir fengu miklu
lægri laun en Íslendingar og kon-
urnar auðvitað lægri laun en karl-
arnir þrátt fyrir að vinna miklu
meira. Þetta er dálítið svipað og
er að gerast með Pólverja núna.
Þeir eru taldir vera mjög vinnu-
samir og það er alltaf pressa á að
taka að sér yfirvinnu sem erfitt
er að komast undan því þeir eru í
svo viðkvæmri stöðu sem innflutt
vinnuafl,“ segir Nína en rann-
sóknir Unnar Dísar Skaptadóttur
sýna einmitt fram á þessa við-
kvæmu stöðu innflytjenda.
Fordómar sem stjórnunartæki
Nína segir að þótt umræða og upp-
fræðsla um fjölmenningu hafi átt
sér stað á Íslandi þá sé enn mikill
félagslegur þrýstingur á að innflytj-
endur „aðlagist“.
„Ég er alls ekki hlynnt þessari
hugmynd um að innflytjendur
verði að aðlagast,“ segir hún. „Það
er þrýstingur og það virðist vera
að við vildum ekkert vita af því að
hér væru útlendingar og blönduð
börn. Blönduð börn hafa alltaf
upplifað hér fordóma, bæði börn
þessara kvenna og eins börn her-
manna. Þessir fordómar eru leið
samfélagsins til að passa upp á að
ekki sé farið yfir einhver mörk,
þetta er stjórnunartæki sem er oft
notað til að hafa hemil að því sem
við teljum vera ógn. Það er alltaf
verið að draga fram einhverskon-
ar mörk sem ákveða hver er inn-
an garðs og utan hans. Í dag er
auðveldara að hafa þá utangarðs
sem líta öðruvísi út eða stunda
önnur trúarbrögð og líka þá sem
eru ekki tengdir inn í íslenska
fjölskyldu. Við notum líka hreim
til að aðgreina fólk. Nú síðast var
alþingismanninum Nicole Leigh
Mosty úthúðað fyrir að vera með
hreim og fékk í kjölfarið skít yfir
sig fyrir að vera ekki íslensk. For-
setafrúin okkar hefur lent í því
sama. Það þarf mjög lítið til. Um
9% landsmanna eru innflytjend-
ur og þetta fólk upplifir fordóma.
Spurningin er hvernig ætlum við
að samþykkja þetta fólk?“
Hvað er að vera íslenskur?
Hvaða lærdóm getum við dregið af
reynslu þýsku kvennanna?
„Á yfirborðinu virkar Ísland
eins og afskaplega frjálslynt sam-
félag en mér finnst að undir niðri
sé það dálítið afturhaldssamt,
og haldi fast í venjur sem ákveða
hver er hvað. Ég myndi kannski
ekki kalla þetta rasísk viðhorf en
þetta er mjög sterk undiralda sem
skilgreinir hvað sé íslenskt og sem
ákveður hver sé í þeim hópi og
hver ekki. Að verða íslenskur er
ferli sem er stöðugt í gangi, á sér
stað inni á heimilum og í einka-
lífi fólks og snýst um að gera réttu
hlutina á réttan hátt sem og um
ákveðna félagslega þekkingu. Þótt
útlendingar muni aldrei verða ís-
lenskir í raun, tel ég að erlendar
konur sem giftar eru íslenskum
körlum séu aðlagaðar samfélaginu
í gegnum heimilið og fjölskyldu-
tengsl.
Spurningin er hvernig þrýsting-
ur sé á innflytjendur sem eru ekki
tengdir inn í íslenska fjölskyldu. Og
ekki síst, hvernig getum við fundið
leiðir til að samþykkja fólk án þess
að beitt það svona þrýstingi. Nú
er Hagstofan byrjuð að flokka fólk
eftir allskonar leiðum sem var ekki
gert áður. Er það leið til að draga
upp ný mörk, á milli upprunalegra
Íslendinga og annara Íslendinga?
Það eru fordómar hér því við erum
ekki að samþykkja hingað ákveðið
fólk. En við verðum að spyrja okk-
ur hvort við viljum þannig samfé-
lag, sem þrýstir á fólk til að vera
eins og við. Ég held að við þurfum
að endurskilgreina það hvað það er
að vera íslenskur og hvernig mað-
ur verður íslenskur.“
Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum þegar Esjan kom að landi með þýska vinnufólkið árið 1947. Hér má sjá fimm kvennanna stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Ljósmyndin er hluti af umfjöllun Helga Þorsteinssonar um „Esju-stelpurnar“ frá árinu 1997 en það sama ár var kvikmyndin „María“, sem fjallar um sögu kvennanna,
frumsýnd.
Þjóðverjar koma til landsins með
Esjunni árið 1947.
„Þessar konur komu hingað fyrst og
fremst af því þær voru ódýrt vinnuafl.
Við leituðum til Þýskalands því okkur
fannst Þjóðverjar henta okkur vel, bæði
í útliti og vegna þessarar þekktu vinnu-
semi sem nýttist okkur vel,“ segir Nína.
Myndir teknar af ljósmyndara Morgun-
blaðsins árið 1947, teknar úr umfjöllun
Morgunblaðsins frá árinu 1997.
Þjóðverjarnir fengu
miklu lægri laun en
Íslendingar og konurnar
auðvitað lægri laun en
karlarnir þrátt fyrir að
vinna miklu meira. Þetta
er dálítið svipað og er
að gerast með Pólverja
núna.