Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
MEXICO,
Guatemala
og Belize
4. - 18. október 2017
Einstök ævintýraferð
á slóðir Maya indjána.
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi
og hinum forna menningarheimi Maya indíána.
Skoðum m.a. hin þekkta píramída Tulum,
gamlar menningaborgir, syndum í sjónum
við næst stærsta kóralrif heims og upplifum
regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á
lúxus hóteli við Karabíska hað þar sem allt er
innifalið .
VERÐ 498.500.-
per mann i 2ja manna herbergi.
Innifalið: Flug, hótel allar ferðir,
skattar og íslenskur fararstjóri.
SÍMI: 588 8900WWW.TRANSATLANTIC.IS
Kemur ótrúlegasta fólki í splitt
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Flestir stunda liðleikaþjálf-un sem aukadjók. Setjast niður og horfa á aðeins á tærnar á sér eftir æf-ingu, standa svo upp og
labba í sturtu,“ segir Einar Carl
Axelsson, sjúkranuddari og þjálf-
ari hjá Movement Improvement,
sem sérhæfir sig í ná fram liðleika
og styrk hjá fólki og auka þannig
hreyfigetuna. Á leikmannamáli þá
kemur hann stirðasta fólki í splitt,
á ótrúlega skömmum tíma. „Hjá
okkur er liðleikaþjálfunin 50 pró-
sent á móti kraftþjálfuninni. Stífu
fólki má koma ansi langt á stuttum
tíma ef það hefur áhugann í það,“
útskýrir hann.
„Við förum oft í splitt og tökum
myndir af því. Það er voða gaman.
En þetta hefur æðri tilgang en að
fara í splitt.“ Þrátt fyrir að stutt sé
í grínið hjá Einari er undirtóninn
alvarlegur. Enda kom það ekki til
af góðu að hann fór að kynna sér
öðruvísi hreyfingu.
„Ég lenti í snjóbrettaslysi og
fimmbraut á mér bakið. Ég var vel
tjónaður, allur stífur og stirður.
Læstur í kringum bakið og niður
í vinstri fótinn. Var algjört hræ,
eftir að hafa verið í landsliðinu í
tækvandó í mörg ár. Þetta var því
mjög erfitt tímabil fyrir mig. Ég
gekk á milli lækna og sjúkraþjálf-
ara og þeir sögðu mér að ég myndi
aldrei geta gert hnébeygjur aft-
ur. Ég gæti bara gleymt þessu. Ég
var gríðarlega ósammála því og í
framhaldinu fór ég að leita að réttu
leiðinni til að endurhæfa mig.“
Einar leitaði sjálfur til erlendra
þjálfara og kynnti sér aðferðir
þeirra sem honum fannst vera eitt-
hvert vit í. Þá byrjaði hann í námi
í sjúkraþjálfun en skipti svo yfir í
sjúkranudd. „Út frá þessu þróað-
ist aðferðafræðin hjá Movement
Improvement.
Ef þú ert með stoðkerfisvanda-
mál þá er taugakerfið á þér yfirleitt
að læsa niður einhverjum vöðvum
til að ná fram stöðugleika og ann-
að. Þegar ástandið er þannig er
mjög erfitt að verða liðugur. Margir
kannast við að hafa verið að teygja
og teygja og vakna svo daginn eftir
jafn stífir. Þá er eitthvað sem er að
láta vöðvann stífna aftur upp.“
En Einar hefur fundið lausn á
þessu vandamáli. „Það sem við
gerum er að taka fólk í hreyfigrein-
ingu og finnum út hvar vandinn
liggur. Losum um það. Opnum það
sem þarf að opna og styrkjum það
sem þarf að styrkja. Eftirleikurinn
er í rauninni frekar auðveldur. En
að sjálfsögðu veltur þetta líka á því
hvort fólk fylgir prógramminu eða
er húðlatt.“
Hann segir alla í raun
geta orðið liðuga með
réttri þjálfun, þrátt fyrir að
vera algjörir spýtukallar í upphafi.
„Í langflestum tilfellum er hægt að
ná mjög miklum bata eða bætingu,
hvort sem stirðleikinn er vegna
stoðkerfisvandamála eða hvort fólk
vilji bara komast í splitt. Það gefur
svo mikið fyrir dagleg lífsgæði að
vera liðugur og sterkur. Það hætta
að vera verkir og vesen.
Aðferðafræðin er þannig að
við getum verið með byrjendur
og lengra komna í sama tíma. Ég
segi oft í gríni að ég hafi verið með
mömmu mína og keppnisliðið í
Mjölni í sama tímanum og það var
ekkert vesen. Það er ansi mismun-
andi getustigið þar,“ segir hann
hlæjandi.
Einar getur sveigt sig og beygt án þess að hafa mikið fyrir því. Mynd | Heiða
Eftir að hafa fimmbrotið á sér bakið í snjóbrettaslysi fór Einar að leita leiða til að ná
meiri bata en læknar spáðu honum. Það tókst heldur betur. Nú er hann kattliðugur og
kennir öðrum að ná sama árangri.
Við förum oft
í splitt og tökum
myndir af því. Það er
voða gaman. En þetta
hefur æðri tilgang en að
fara í splitt.
Fyrrverandi Framsóknarþingmað-
urinn og blómaskreytingameist-
arinn Vigdís Hauksdóttir auglýsti
fellihýsið sitt til sölu á facebook í
vikunni. Ástæðan fyrir sölunni er
þó ekki sú að hún sé komin með
nóg af Íslandi og ætli að hætta að
ferðast um landið. Síður en svo. „Ég
er svo sannarlega ekki hætt að ferð-
ast um landið fagra. En ég er komin
á nýjan sparneytinn rafmagnsbíl og
ég treysti honum ekki til að draga
fellihýsið,“ útskýrir Framsóknar-
konan sem hyggst ferðast um
landið með
umhverfi-
svænni
hætti en
áður í
sum-
ar. Aðspurð segist hún þó ekki ætla
að pakka saman gamla kúlutjaldinu
og setja í skottið. „Nei ætli það
– kannski nýti ég mér bara kon-
ar gistingu – það eru svo margir
verðflokkar og fjölbreytileg gisting í
boði,“ segir hún glöð í bragði, enda
hlakkar hún til sumarsins. Felli-
hýsið er enn óselt og það er
einhver lukkunnar pamfíll
sem getur eignast þann for-
láta grip fyrir rétt verð.
Fórnar fellihýsinu
fyrir rafmagnsbíl
Vigdís er svo sannar-
lega ekki hætt
að ferðast um
landið fagra, en
hún hyggst nú
gera það með
umhverfisvænni
hætti.
Draumurinn að breiða út Slamm
Ljóðaslamm er frumlegt og frábært form til þess að kveða ljóð þar
sem tjáningin skiptir öllu. Síðasta fimmtudagskvöld var haldin ljóða
slammkeppni Borgarbókasafnsins en nýkrýndur sigurvegari á sér þann
draum að breiða út slamm á Íslandi.
„Það myndast mikil stemning og
maður heyrði andköf og mikinn
hlátur. Það var mikið pískrað og
verið að pæla í ljóðunum og bara
öðruvísi stemning en á týpísku
íslensku haustljóðakvöldi.“ Þetta
segir Jónas Magnús Arnarsson,
sigurvegari í ljóðaslammkeppni
Borgarbókasafnsins. Fjórtán skáld
kepptu um sigurinn í þéttsetn-
um sal í Tjarnarbíói en viðtökur
salarins skáru um hver sigraði en
notast var við hávaðamæli. Jónas
flutti þrjú ljóð, það þriðja tryggði
honum sigurinn í þriðju umferð.
En hvað er ljóðaslamm?
„Slamm er nýtt form, þetta er
ekki rapp og ekki heldur verið að
lesa upp ljóð. Það býr svo mikið í
flutningnum og kraftinum. Slamm
er þannig í raun kröftug og tján-
ingarrík leið til að flytja ljóðin þín,
segir Jónas. En í slammi er líka
bannað að notast við búninga
eða leikmuni, flutningur-
inn og tjáningin er það
sem í raun og veru
skiptir máli. „Í gær
sá maður allskonar
talent, sumir eru bara
ótrúlega hlédrægir
og hljóðir en eru með
það flott ljóð að þau ná
til manns. Aðrir eru með
háa rödd og báðar leiðir
virka og ljóðin komast til
skila, segir hann. En í gær var
meðal annars kveðið um póli-
tísk mál eins og kvennabarátt-
una sem og alvarleg persónuleg
málefni eins og að vera í neyslu.
Jónas er sjálfur orðinn þaul-
reyndur í slamminu enda hefur
hann tvisvar farið til Noregs til að
taka þátt í ljóðaslammi. Nú vinn-
ur hann statt og stöðugt að því
að flytja inn erlenda slammara til
þess að fylla landsmenn innblæstri
og á sér þann draum heitastan að
breiða út slamm á Íslandi. | bsp
Jónas Magnús Arnarsson,
sigurvegari í ljóðaslammkeppni
Borgarbókasafnsins. Mynd | Heiða