Fréttatíminn - 24.03.2017, Side 18

Fréttatíminn - 24.03.2017, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017 þvottavélar SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 TM Við seljum eingöngu með kolala usum móto r með 10 ára ábyrgð HVAÐ ER ECO BUBBLE? leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15 mín, í stað 30-40 ella. 7 kg 1400 Sn. Eco Bubble AddWash WW70K5400UW Eco Bubble , addWash, Smart Check, Tekur 7 kg, 1400 sn/mín, afgangsraki 44%, Kollaus mótor, 10 ára ábyrgð á mótor. 8 kg 1400 Sn. Eco Bubble AddWash WW80K5400UW Eco Bubble addWash, Smart Check, Tekur 8 kg, 1400 sn/mín, afgangsraki 44%, Kollaus mótor, 10 ára ábyrgð á mótor. 8 kg 1600 Sn. Eco Bubble WW80J6600aW Eco Bubble, smart Check, Tekur 8 kg, 1600 sn/mín, afgangsraki 43%, Kollaus mótor, 10 ára ábyrgð á mótor. TMTMTM AddWashAddWash lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 Verð: 79.90 0,- Verð: 89.90 0,- Verð: 69.90 0,- Netverslun nýr vefur Umboðsmenn um allt land Klipptu þetta út og geymdu á ísskápnum Jú, ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best, En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Úr laginu Tvær stjörnur eftir MegasAllt það sem er ókeypis Er bankareikningurinn orðinn tómur og þú sérð fram á kreppulegan lífsstíl síðustu daga mánaðarins? Sem betur fer er Reykjavík kraumandi af ókeypis og skemmtilegum menningarviðburðum, áhugaverðum íþróttamótum og fróðlegum uppákomum fram að mánaðamótum. Hér eru nokkur ráð til að lifa lífinu til fulls án þess að það kosti krónu. Þér þarf alls ekki að leiðast þó þú eigir enga peninga! Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sýning um þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur Ráðhúsi Reykjavíkur, 23. -26. mars Á þesssari einstöku sýningu verður hægt að sjá hvernig byggðin mun þró- ast í miðborginni á næstunni. Myndir, módel og líkön af húsum og byggð sýna bæði stórum og smáum hvernig borgin er að breytast. Mikið hefur verið lagt í sýninguna og skoða má myndir og um- ræður á myllumerkinu #hvaðerígangi Sýningin er liður í dagskrá Hönnunar- mars. Myndlistarsýning Hafnarborg, laugardaginn 25. mars, kl. 15-17 Prófaðu að fara út fyrir þægindarammann og vera viðstaddur opnun myndlistarsýningar. Í Hafnarborg í Hafnarfirði opnar sýningin Bók- staflega sem fjallar um svokallaða konkretljóðlist á Íslandi frá 1957 til samtímans. Á sýningunni verða verk eftir fjölmarga listamenn og við opnun hennar munu þau Haraldur Jónsson og Ásta Fanney Sigurðar- dóttir flytja ljóðagjörning. Hér er kjörið tækifæri til að hitta áhugavert og litríkt fólk, kafa í fortíð og nútíð ljóðlistar og þiggja léttar veitingar. Sparileg laugardagsuppákoma sem kostar ekki krónu. Dansmaraþon Dansverkstæðið, Skúlagötu 30, 2. hæð, föstudaginn 31. mars, kl. 18-21 Félag íslenskra listdansara fagnar 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti. Dansmaraþonið er liður í afmælisdagskránni en það er opið öllum þeim sem vilja heiðra íslenskan listdans. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfanginu formadur@dance.is fyrir 24.mars. Hver þátttakandi hefur að hámarki 15 mínútur til umráða en annars er formið frjálst. Hér er kjörið tækifæri til að fara út fyrir þægindarammann og dansa. Crossfit-leikar Íþróttahús HK Digranesi, laugardaginn 1. apríl, kl. 8-19 Ef þú hefur gaman af að dást að öflugu íþrótta- fólki, eða hefur smitast af Crossfit-æðinu, er prýði- leg skemmtun að fylgjast með þessu móti. Keppt verður í einstaklings-, para- og liðakeppni í opnum flokki. Það er aldrei lognmolla í kringum Crossfit- -ara, svo hér verður hasars að vænta. Heimspekispjall um fjölmiðla og loftslagsmál Hannesarholt, þriðjudaginn 28. mars, kl. 20-21 Guðni Elísson prófessor í Há- skóla Íslands fjallar um fjölmiðla og loftslagsmál í fyrra heim- spekispjalli annarinnar. Heim- spekispjallið er ókeypis í anda Páls Skúlasonar og öllum opið. Ráðgjöf um trjáklippingar og garðvinnu Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, laugar- dag 25. mars kl. 13-15 Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðing- ur hjá Garðyrkjufélagi Íslands fræð- ir alla sem hafa áhuga, um garðvinnu og trjáklippingar. Bókasafnið er notalegur stað- ur fyrir alla, unga sem aldna. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja rækta garðinn sinn. Ef þig langar að gera eitthvað skemmtilegt með börnum er Bíó Paradís góður staður. Á Alþjóð- legri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sem stendur yfir dagana 30. mars til 9. april verða tvö ókeypis skemmtileg námskeið fyrir krakka. Og sjálf opnunarhátíðin er einnig ókeypis. TILVALIÐ AÐ GERA MEÐ BÖRNUM Opnun Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík Bíó Paradís, fimmtudaginn 30. mars, kl. 17 Allir eru hvattir til að mæta í ofurhetjubún- ingum. Töframaðurinn Jón Víðis skemmtir. Opnunarmynd hátíðarinnar er ofurhetju- myndin ANTBOY 3 sem er síðasta myndin í hinum geysivinsæla þríleik. Sýningin hefst kl. 18 og hún er talsett á ensku. Frítt er á opnunarathöfnina og sýninguna. Áheyrnarprufur fyrir kvikmyndir Bíó Paradís, laugardaginn 1. apríl, kl. 10-12 Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari og leiklistar- kennari leiðir námskeið í leiklist með sér- staka áherslu á hvenig skuli undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur fyrir hlutverk í kvikmynd- um. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 9–12 ára. Hvernig verða tölvu- teiknimyndir til? Bíó Paradís, laugardaginn 1. apríl, kl. 14 Fyrirlestur um kvikmyndina Lói - þú flýgur aldrei einn, sem er væntanleg í kvikmynda- hús um næstu jól. Sagan segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti og þarf að lifa af harðan vetur til að sameinast ástvinum sínum á ný að vori. Hilmar Sigurðsson er framleiðandi myndarinnar. Hann mun á fyrirlestrinum fara yfir það hvernig tölvuteiknimyndir eru búnar til og sýna efni úr framleiðslu myndar- innar. SuoMu námskeið fyrir fjölskyldur Norræna húsið, laugardaginn 25. mars kl. 11-14 Boðið er uppá tvennskonar spennandi og ókeypis námskeið fyrir börn 4 ára og eldri og fullorðna. Kl. 11-14: „Annar heimur – opnum gluggann“ með Hanna Kerman. Á námskeiðinu verður heimurinn endurhannaður og litaður upp á nýtt. Með pappír, skærum, límmiðum og litríkum filmum verður nýr gluggi inn í annan veruleika. Á námskeiðinu læra börn að vinna með liti og form og skapa hönnun sem verður hengd upp í Norræna húsinu. Kl. 13 -14: „HABI KIDS - Drauma verkstæði“ með Viivi Lehtonen. Habi Kids er sérstakur staður fyrir börn innan Habitare hönnunar- sýningarinnar. Markmiðið er að kenna börn- um að skapa og hafa áhrif á rýmið sitt. Skoðaðu einstakt prentverkstæði Fiskislóð 24, föstudag 24. mars kl. 15-20 og laugardag 25.mars kl. 11-17 Reykjavík Letterpress er óvenju- legt prentverkstæði sem hefur sérhæft sig í gamaldags prent- aðferð. Lausaletrinu er raðað á hvolf, frá vinstri til hægri, eins og lög gera ráð fyrir. Sem liður í Hönnunarmars býðst fólki að líta inn í töfraheim letterpress prentunar um helgina. Þú getur komið með góða stutta setningu eða orð og fengið það prentað fyrir þig á pappír að eigin vali. Þú færð svo að eiga afraksturinn.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.