Fréttatíminn - 24.03.2017, Qupperneq 30
30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017
S Ó F A D A G A R
3
Flott sumarföt,
fyrir flottar konur
stærðir 38 - 58
Sarah Manning sér lögreglukonu,
keimlíka sjálfri sér myrta og áttar
sig á því að hún er klón.
Do Androids Dream of Electric
Sheep?
Þessi vísindaskáldsaga er skrifuð
á kaldastríðsárunum og litast því
mjög af því andrúmslofti sem þá
ríkti. Sagan gerist í bandarísku
borginni San Fransisco eftir kjarn-
orkustríð þegar valdaformgerðir
eru gjörólíkar því sem við þekkj-
um í dag.
Trúir þú á töfra?
Þessi íslenska skáldsaga eftir okk-
ar eigin Vigdísi Grímsdóttir gerist
í náinni framtíð. Þar kynnist les-
andinn hinni ungu Nínu Björk og
fjölskyldu hennar sem búa í litlu
þorpi mitt á milli fjalla. Hægt og
rólega kynnist lesandinn umhverf-
inu í kringum Nínu og áttar sig á
því að veröldin er kannski ekki
eins einföld og hún virðist í fyrstu.
Handan okkar heima
Mikilvægur áróður,
töff útlit
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Hjónin Tobba Ólafsdótt-ir og Sæþór Örn Ás-mundsdóttir, grafískir hönnuðir og hönnunar-bændur hjá Farvi,
fengu nýja risograph prenvél fyrir
jól og ákváðu þau að nýta vélina í
skemmtilegt verkefni í tengslum
við Hönnunarmars.
„Við ákváðum að gera sýningu
undir yfirskriftinni áróður og að
fá nokkra hönnuði til samstarfs
við okkur til að hanna spjöld sem
við prentuðum. Vélin prentar
einn lit í einu og fyrir vikið verður
útkoman svolítið öðruvísi prent,“
útskýrir Tobba. En fjöldi hönnuða
á öllum aldri, allt frá nemum og
upp þaulreynda einstaklinga, setti
sig í samband við þau og vildi vera
með. „Áróðursveggspjöld ná svo
langt aftur og eru kannski ekki
eitthvað sem hönnuðir fá oft tæki-
færi til að hanna. Fólk mátti gera
það sem það vildi, nema auðvit-
að ekki vera meiðandi gagnvart
einstaklingum.
Tobba og Sæþór fengu
átján hönnuði til að
hanna áróðursplaköt
og settu upp sýningu á
verkunum í tengslum
við Hönnunarmars.
Tobba segir þau hjónin hins
vegar hafa verið nokkuð viss um
að margir myndu taka sama við-
fangsefnið fyrir. „Við bjuggust
við að fá kannski eitthvað á móti
Trump, en það ákvað enginn
að eyða púðri í hann og af átján
hönnuðum voru sautján hug-
myndir. Það er alveg geggjað.
Það voru tveir með vegan og við
bjuggumst við að nokkrir myndu
koma með spjöld sem tengdust
matarsóun eða plastnotkun sem
snertir marga, en það var bara eitt
af hvoru. Spjöldin eru því jafn mis-
munandi og þau eru mörg, allt frá
því að hvetja fólk til að taka því ró-
lega og lifa í núinu upp í leiðbein-
ingar um hvernig eigi að þrífa sig á
sundstöðum.“
Aðspurð segir Tobba ekkert efni
hafa komið á óvart og þau voru
alltaf jafn spennt og hissa þegar
hugmyndirnar bárust. „Öll urðu
þau uppáhöldin okkar,“ segir hún
hlæjandi. „Svo er vélin þannig að
þó að við sjáum eitthvað á skjá þá
líta plakötin allt öðruvísi út þegar
búið er að prenta þau. Litirnir
blandast saman og svona. Þannig
öll urðu þau ennþá flottari.“
Gerð voru þrjátíu eintök af
hverju plakati, eitt af hverju verð-
ur til sýnis og svo verða þau til
sölu. Tobba segir þau vera í þægi-
legri rammastærð og geta því farið
inn á hvaða heimili sem er. „Þau
eru skemmtilega litrík og quirky.“
Plakötin verða til sýnis í Farva,
Álfheimum 4, meðan Hönnunar-
mars stendur yfir.
Tobba og Sæþór eru mjög ánægð með nýju prentvélina og útkomuna á plakötunum. Mynd | Rut
Tveir
hönnuðir
tóku fyrir
veganisma.
Hér er
afrakstur
annars
þeirra.
Ný og skemmtileg útgáfa af leiðbeining-um um þrif á líkama áður en farið er út í sundlaug.
Þörf og góð
áminning
fyrir okkur
öll sem lifum
og hrærumst
í nútímaþjóð-
félagi.
Vísindaskáldskapur og sögur sem
lýsa veröld, gjörólíkri okkar eigin,
hafa lengi verið vinsælar. Eitthvað
einstaklega heillandi er við það
að fylgja eftir söguþræði sem er
algjörlega handan okkar heima og
kynnast nýrri veröld, hvort sem
það er í textaformi eða á sjón-
varpsskjá. Fréttatíminn tók saman
nokkrar skáldsögur og þætti sem
vert er að leggjast yfir um helgina.
| bsp
The Handmaid’s Tale
Hér er á ferðinni bók eftir
kanadíska höfundinn Margaret
Atwood þar sem sögusviðið er
óræð framtíð í ríkinu Gilead þar
sem þjónustustúlkur ganga með
börn fyrir yfirstéttina.
Black Mirror
Þeir sem hafa látið þættina
Black Mirror ósnerta ættu að
hreinsa dagskrána og poppa.
Æsispennandi og furðulegir þættir
sem rugla algjörlega í áhorfanda.
Orphan Black
Þessi æsispennandi þáttasería fjall-
ar um eitt af stærstu umræðuefn-
um okkar tíma, klónin. Þættirnir,
sem hófu göngu sína árið 2013,
hefjast á því að aðalpersónan
ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU