Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. MARS 2017 Opið fyrir umsóknir til 30. apríl Nánar á hr.is Velkomin á opna kynningarfundi um meistaranám Miðvikudaginn 29. mars kl. 12-13: – Upplýsingastjórnun – Viðskiptafræði Fimmtudaginn 30. mars kl. 12-13: – Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði – Markaðsfræði Fiskeldi Hæstiréttur í Svíþjóð hef- ur bannað eldi á regnbogasilungi í opnum sjókvíum úti fyrir aust- urströnd landsins vegna þess að of óljóst þykir hvaða áhrif þetta fiskeldi muni hafa á vistkerfið á svæðinu. Þetta er niðurstaðan í fjórum hæstaréttardómum sem kveðnir voru upp við Svea Hövrätt í landinu um miðjan maí. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Á sama tíma ætla Íslendingar að tí- falda framleiðslu sína á eldislaxi í opnum sjókvíuum í nokkrum fjörð- um á Vestfjörðum og á Austfjörðum en einnig í Eyjafirði á Norðurlandi samkvæmt nýjustu fregnum af fyr- irætlunum stærsta laxeldisfyrirtæk- is landsins, Arnarlaxi. Þetta vekur sérstaka athygli þar sem nákvæm- lega sami vafi er uppi á Íslandi um umhverfisáhrif laxeldisins og í Sví- þjóð. Eins og segir um niðurstöðurn- ar í þremur af málunum fjórum þá „er uppi óvissa hvað varðar áhrif eldisins á sjóinn almennt séð, sér- staklega vistkerfi hans“. Þá var niðurstaða dómanna sú að í opn- um sjókvíum væri ekki mögulegt að hreinsa upp fóðurleifar og úr- gang frá eldinu, eins og saur, og að þetta væri slæmt fyrir umhverfið þar sem þessi efni settust á botn- Íslendingar leyfa tíu þúsund tonna laxeldi sem Svíar myndu banna Norðmenn framleiða 1.3 milljónir tonna af eldislaxi á hverju ári og eru farnir að leita annarra leiða við eldið en að nota sjókvíar. Á sama tíma stefna Íslendingar á tíföldun á sjókvíaeldi sínu. inn. Þannig væru opnar sjókvíar ekki „besta mögulega leiðin“ til að rækta fisk vegna þessara slæmu um- hverfisáhrifa. Niðurstaðan í fjórða málinu var svipaðs eðlis: Of mikil óvissa um umhverfisáhrif eldisins. Í laxeldinu sem stundað er í opn- um sjókvíum á Íslandi er heldur enginn möguleiki til að hreinsa upp fóðurleifar og úrgang sem til fellur af eldinu. Í stað þess sökkva þessi efni til botns eða berast frá kvíunum með sjávarastraumum og hafa mengandi áhrif. Miðað við fyrirætlanir íslenskra laxeldisfyr- irtækja mun magn þessara efna í sjónum umhverfis Ísland tífaldast á næstu árum. Engin heildræn athug- un á umhverfisáhrifum þessa, til að mynda fyrir sjávarbotninn eða á sjávardýr eins og rækju sem mikið er af í Ísafjarðardjúpi, hefur átt sér stað á Íslandi og því eru áhrifin á lífríkið í sjónum alveg óljós. Ómar Sigurðsson, sjómaður sem starfaði um tíma sem skipstjóri hjá Arnarlaxi á Bíldudal, segir að fyrirtækið geri engar tilraunir til að hreinsa upp fóðurleifar eða úr- gang frá eldislöxunum. „Það eina sem er hreinsað er gróður sem sest á kvíarnar á sumrin og þá kemur bátur með sérstakan útbúnað til að hreinsa netin svo nægjanlegt súr- efnisflæði sé fyrir laxinn. En það er engin hreinsun á affalli að neinu leyti af þessu, fóðrið og saurinn hrúgast bara niður á botninn,“ seg- ir Ómar sem vann á þjónustuskipi Arnarlax og fjarlægði meðal annars dauða laxa úr kvíum fyrirtækis- ins. Ómar segir að magn þessara úrgangsefna á sjávarbotninum sé svo mikið að það sjáist á mælum. „Þegar maður siglir bát þarna sér maður haugana undir kvíunum á dýptarmæli.“ Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarlax, gaf Frétta- tímanum ekki kost á viðtali. Húsnæðismál „Skipulagsyfirvöld þurfa að girða sig í brók og taka á þessu máli. Það er óskiljanlegt að fólk geti farið að leigja út kofa og bragga sem íbúðarhúsnæði án þess að brugðist sé við,“ segir Magnús H. Guðjónsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Þóra Kristín Ásgeirsdóttr tka@frettatiminn.is Magnús H. Guðjónsson segir að þetta sé þó ekki á könnu heilbrigð- iseftirlitsins nema íbúarnir sjálfir kvarti. „Við förum ekki inná heim- ili fólks í óþökk þess. Ég reikna þó með því að þeir sem búa við svona aðstæður geri það af hreinni neyð,“ segir hann. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins og skipulagsyfirvalda hafa nú skip- að samráðshóp til að gera úrbæt- ur í húsnæðismálum erlendra far- andverkamanna í bænum. „Það er gullgrafaraæði í gangi og öllu er breytt í vistarverur fyrir ferða- menn, húsnæðislausa Íslendinga og farandverkamenn,“ segir Kristján Gunnarsson formaður félagsins. „Þeir síðastnefndu fá það versta sem Höfðu ekki hugmynd um að þarna væri fólk Ekki liggur enn fyrir endanleg niðurstaða úr rannsókn á dauðs- falli pólsk verkamanns sem lést í fiskvinnslunni Háteigi skammt frá HS Orku á Reykjanesi. Hann svaf þar í geymsluskúr á lóðinni. „Það verður fundur eftir tvær vikur með öllum sem komu að mál- inu, þá á niðurstaða krufningar að liggja fyrir og önnur rann- sóknargögn,“ segir Magnús H. Guðjónsson. „Það bendir ekkert til annars en að þarna hafi orðið fáránleg röð óhappa. Eigandi fyr- irtækisins sagði að tveir pólskir verkamenn hefðu beðið um leyfi til að halda til í skúrnum en ekki hafi verið tekin nein leiga fyrir hann. Við höfðum ekki hugmynd um að þarna væri fólk.“ Yfirvöld þurfa að girða sig í brók Viðskipti Benedikt Gíslason, fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og ráðgjafi síðustu ríkisstjórnar um losun gjaldeyris- hafta, vill ekki gefa upp hvað hann getur fengið í bónus hjá kröfuhöf- um Kaupþings. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Benedikt Gíslason, ráðgjafi og stjórnarmaður í Kaupþingi ehf., segir að hann hafi fengið starfstil- boð frá eignarhaldsfélaginu síðast- liðið haust og að hann hafi þegið það. Hann vill ekki gefa upp hversu háa bónusa hann getur fengið ef eignarhaldsfélaginu gengur vel að selja eignir þess, meðal annars 57 prósenta hlut í Arion-banka sem félag ið á, eftir að hafa selt tæplega 30 prósent hlut í vikunni. „Var boðið ráðgjafastarf fyrir Kaupþing síðast- liðið haust og tók sæti í stjórn Kaup- þings í lok nóvember í fyrra. Trún- aður gildir um samningssamband mitt við Kaupþing,“ segir í skriflegu svari frá Benedikt sem lét af ráð- gjafastörfum fyrir ráðuneytið í júní. Eins og Fréttatíminn greindi frá á föstudag var Benedikt einn af að- alráðgjöfum síðustu ríkisstjórnar um losun gjaldeyrishaftanna og um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Eitt af því sem fólst í vinnu Benedikts var að koma að gerð stöðugleikaskilyrða, reglna um hvernig kröfuhafar föllnu bank- anna geta farið með hundruð millj- arða króna eignir sínar frá Íslandi. Benedikt vinnur nú fyrir kröfuhafa Kaupþings sem eru stærstu eigendur Arion banka og er því að starfa fyr- ir þá aðila sem stöðugleikaskilyrðin voru meðal annars sniðin að. Til að kröfuhafar Kaupþings geti farið með fé sitt frá Íslandi þurfa þeir fyrst að greiða stöðugleikaframlag upp á rúmlega 80 milljarða króna í ríkis- sjóð og þeir ná í það fjármagn með sölu eigna, til dæmis Arion banka. Þegar Fréttatíminn spyr Benedikt að því að hvort honum finnist það við hæfi að hann fari úr trúnaðar- starfi fyrir hið opinbera og til einka- aðila þar sem ríkið eigi í umfangs- miklum viðskiptum við, segir hann; „Er ekki viss um að rétt sé að tala um fjárhagsleg samskipti Kaupþings og stjórnvalda sem viðskipti. Kaup- þing er að inna af hendi greiðslur til ríkissjóðs vegna stöðugleikafram- laga sem eru í sjálfu sér ekkert ólík- ar skattgreiðslum.“ Benedikt vill ekki svara því með hvaða hætti hon- um var boðið ráð- gjafastarfið hjá Kaupþingi, meðal annars hvort það hafi gerst vegna og í gegnum vinnu hans fyrir fjármála- ráðuneytið. Svarar ekki hvort hann telji við hæfi að hann starfi nú fyrir kröfuhafana Benedikt Gíslason var innanbúðar- maður í fjármálaráðuneytinu við smíði regluverks um losun gjaldeyr- ishafta og stöðugleikaskilyrða. Um tveimur mánuðum eftir að hann hætti var hann kominn í vinnu hjá kröfuhöfum Kaupþings. Heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og skipulagsyfirvöld í Reykjanesbæ hafa skipað samráðshóp til að bregðast við ófremdarástandi í húsnæðismálum farandverkamanna. Magnús H Guðjóns- son segir mál ekki á könnu Heilbrigð- iseftirlitsins nema þegar íbúar kvarti. Dómur Missti lífslöngun í kjölfar nauðgunar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára mann í 3 ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára samstarfskonu sinni. Sálfræðingur stúlkunnar segir að hun hafi misst alla lífslöngun í kjölfar nauðgunarinnar. Hún var sautján ára þegar brot- ið var framið og ofbeldismað- urinn samstarfsmaður hennar. Þau voru á árshátíð vinnustaðar- ins kvöldið sem nauðgunin var framin. Maðurinn gaf sig á tal við stúlkuna og sagðist hafa séð til hennar í skóla þar sem þau stunduðu bæði nám. Þau gengu saman að bíl mannsins en hann nauðgaði henni í aftursætinu og ók svo ölvaður heim, þótt hann hafi ætlað að taka rútu sem árs- hátíðargestum stóð til boða. | þká er í boði. Ef fólk kvartar, fær það fingurinn framan í sig og því er sagt að drulla sér í burtu.“ Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar segir vistarverur fyrir erlent verkafólk afar misjafnar, sumstaðar búi það í prýði- legu húsnæði en það séu dæmi um að það búi í hreysum. Hann segir að slökkviliðsstjórinn í bænum hafi víð- tækustu valdheimildirnar til að fara og taka út slíkt húsnæði en það hefur orðið misbrestur á því að menn geri skipulagsyfirvöldum viðvart. „Það er ein ástæða þess að við erum að stofna vinnuhóp til að fara yfir þessi mál.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.