Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 34
Lemon opnar norðan heiða Fjórði Lemon-veitingastaðurinn hér á landi verður opnaður í maí. Verður hann á Akureyri, nánar tiltekið við Glerárgötu 32. Hjónin Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir munu reka staðinn undir sérleyfi frá stofnendum Lemon. Alls verður þetta fimmti Lemon-stað- urinn því auk þriggja á höfuðborgarsvæðinu er einn slíkan að finna í París. Handverksbjórar verðlaunaðir Nýjar umbúðir handverks- bjóralínu Víking brugghús hefur hlotið tvenn verðlaun að undanförnu. Í vikunni hlutu umbúðirnar verðlaun Félags íslenskra teiknara fyrir bestu umbúðir en fyrir skemmstu fengu þær lúður á verðlauna- hátíð Ímark. Hönnunin, sem var gerð af Albert Muñoz, Sigurði Oddssyni og Svölu Hjörleifsdóttur hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le’macks, vísar til skipa og sæfara á víkingaöld. Nýr veitingastaður á Granda Mars hall veit inga hús + bar er nafnið á nýjum veitingastað í Marshallhúsinu úti á Granda. Þar ræður ríkjum Leifur Kolbeinsson sem á árum áður rak La Primavera í Austurstræti og síðar Kola- brautina. Aðaláherslan er á ferskan fisk og grænmetisrétti. VIVINO Kannastu ekki við það að smakka gott vín í veislu eða á veitingastað og ákveða að þetta verði nú keypt næst en muna svo ekki nafnið þegar komið er í Vínbúðina? Með þessu appi skannarðu einfaldlega miðann á flöskunni og getur þar með undir- búið næstu veislu án mikillar fyrir- hafnar. Þá er hægt að gefa vínum einkunn og halda þannig utan- um sín eftirlætis vín. Eins mun vera hægt að skanna vínseðla á veitingahúsum og meta hver séu bestu vínin, út frá einkunnunum allra 22 milljóna notenda appsins. UNTAPPD Vinsælt meðal sístækkandi hóps bjórnörda hér á landi. Hér skrá- irðu inn alla nýju bjórana sem þú smakkar og gefur þeim einkunn. Svo skálarðu við vini og kunningja og færð „verðlaun“ þegar þú hef- ur smakkað ákveðið marga bjóra af sömu gerð. APPY HOUR Frábært app á vegum Reykjavík Grapevine sem heldur utanum það hvar hægt er að komast á Happy Hour á börum Reykjavíkur hverju sinni. Þarna sérðu tíma- setningar og verð á öllum stöðum sem bjóða upp á gleðistundir. 4 frábær öpp fyrir mat og drykk Tilboð á veitingastöðum og vínið sem þú manst aldrei hvað heitir. EINKAKLÚBBURINN Stærsti fríðinda- og afsláttar- klúbbur landsins lifir enn góðu lífi, 25 árum eftir stofnun, og nú í appi á vegum Arionbanka. Þarna er hægt að nálgast fjölmörg góð tilboð á veitingastöðum, bæði 2 fyrir 1 og afsláttur af heildarreikn- ingi. Meðal þess sem notendur appsins fá er 2 fyrir 1 á Steikhús- inu, á Sólon og á Café Nauthól, eftir klukkan 17. Þá er hægt að fá 20% afslátt af heildarreikningi á Hamborgarabúllunni og munar nú um minna. Sé fólk að fara út á lífið er hægt að fá 2 fyrir 1 af kokteilum og fleiru á Pablo Discobar og 3 fyrir 1 af kokteilum á Austur eða 60% af- slátt af inneignarkorti á Bryggj- unni brugghúsi. Þá er hægt að næla sér í 35% afslátt í hádeginu á Vegamótum og sitthvað fleira. Þeir sem eru með einhvers konar reikning í Arion geta sótt appið sér að kostnaðarlausu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Það verður gaman að sjá hvernig Garún Garún mun leggjast í íslenskt bjóráhugafólk,“ segir Sturlaugur Jón Björns- son, bruggmeistari hjá Borg brugg- húsi. Sturlaugur og félagar hafa lokið framleiðslu á sterkasta bjór sem gerður hefur verið hér á landi. Um er að ræða 21% Imperial Stout- bjór sem kallast Garún Garún nr. 19.2. Þessi tvöfalda Garún er bæði frost eimuð og tunnuþroskuð og er væntanleg á markað hér á næst- unni. „Garún Garún er, eins og nafnið gefur til kynna, nátengd okkar hefðbundna 11,5% Imperial stout sem nefnist einfaldlega Garún,“ segir Sturlaugur. „Helsti munurinn er annarsvegar nær tvöfalt hærra áfengishlutfall í Garún Garún, eða 21%, auk þess sem hún hefur fengið að þroskast á notuðum kon- íakstunnum í nokkra mánuði. Að öðru leyti er þetta sama uppskrift í grunninn.“ Sturlaugur segir að til þess að ná þessu háa alkóhólhlutfalli hafi ver- ið beitt aðferð sem kallast á ensku „Freeze Distilling“ eða frosteiming, sem sé þó umdeilt orðasamhengi þar sem hún eigi fátt sameiginlegt með hefðbundnu eimingarferli. „Við framkvæmdum þetta þannig að við fylltum tank með gerjaðri Garúnu sem þá var 11,5% alkóhól að rúmmáli og komum honum fyrir í stórum frysti. Með smá einföldun þá er hægt að út- skýra ferlið þannig að það fyrsta sem frýs í lausninni er vatnið sem skilur sig þá frá bjórnum og eftir stendur bragðmeiri og alkóhólrík- ari útgáfa. Á þessu stigi var ákveðin harka í bragðinu og því ákváðum við að setja bjórinn á notaðar kon- íakstunnur í nokkra mánuði til að mýkja hann upp með því að rúnna til bragðið og auka fyllingu.“ Frosteiming, er það framtíðin? „Við höfum gert nokkrar tilraunir með frosteimingu bæði á stout-bjór- um og IPA-bjórum sem við höfum haft mjög gaman af. Frosteimað- ur Úlfur hefur til að mynda verið notaður í kokteila og fært þeim sitt ávaxtaríka bragð og lykt í bland við góða beiskju. Við munum ör- ugglega vinna eitthvað áfram með þetta,“ segir Sturlaugur sem var staddur í Hollandi þegar Fréttatím- inn náði tali af honum. „Við verðum í Eindhoven í dag á festivali sem nefnist Bier & Big. Við erum að kynna brugghúsið til leiks í Hollandi þessa dagana og munum einnig nýta ferðina til að brugga samstarfsbjór með Jopen brugg- húsinu í Haarlem auk þess sem við stöndum fyrir viðburði á In De Wilderman sem er einn helsti craft- bjórabarinn í Amsterdam,“ segir Sturlaugur en sífellt algengara verð- ur að bruggarar Borgar kynni bjóra brugghússins úti í heimi og bruggi með erlendum brugghúsum. „Vaxandi áhugi á bjórgerð um allan heim hefur gjörbylt þessu umhverfi sem við lifum og störfum í. Stór partur af starfi okkar í dag gengur út á að ferðast og taka þátt í bjórviðburðum um allan heim. Við reynum að einskorða ferðalögin við þau lönd sem við seljum bjórinn okkar til en það væri auðvelt að verja öllum sínum tíma í þetta ef maður vildi – einhver þarf samt að brugga,“ segir Sturlaugur. „Þá verðum við á viðburðum í Kaupmannahöfn í apríl, tveimur hátíðum í Noregi í maí ásamt Tall- inn Craft Beer Weekend í Eistlandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig vorum við að staðfesta þátttöku á Mikkell- er Beer Celebration Copenhagen (MBCC) 2017, sem hefur borið nafnið Copenhagen Beer Celebra- tion (CBC) undanfarin ár og er eitt stærsta Craft-bjórafestival í Evrópu árlega. Við verðum þar í fyrsta skipti og á bás sem nefnist New Talent að mér skilst.“ Bruggararnir í Borg brugghúsi skáluðu fyrir sterkasta bjór Íslandssögunnar. Frá vinstri eru Árni Long, Sturlaugur Jón Björnsson og Valgeir Valgeirsson. Mynd | Hari Setja 21% bjór á markað Garún Garún verður sterkasti bjór Íslandssögunnar, 21 prósent að styrk- leika. Það er nokkuð langt frá hefðbundnum fimm prósenta lagerbjór sem flestir þekkja. Garún Garún var bæði frosteimuð og tunnuþroskuð til að ná fram þessum mikla styrkleika. Bruggmeistarar Borgar brugghúss sækja stórar bjórhátíðir í Evrópu á næstunni til að kynna bjóra sína. 2 LAUGARDAGUR 25. MARS 2017MATARTÍMINN Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 MATARTÍMINN Þann 19. maí MATARTÍMINN auglysingar@frettatiminn.is | gt@frettatiminn.is | 531 3300

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.