Fréttatíminn - 25.03.2017, Page 4
4 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. MARS 2017
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
7
1
3
0
4
0
Íbúfen®
Íbúprófen 20 mg/ml mixtúra
Dreifa
– Með appelsínu
og vanillubragði
Almannatryggingar Velferð-
arráðuneytið samdi frumvarp
um afturvirk lög þar sem
milljarða réttindi voru tek-
in af öldruðum en ekki vel-
ferðarnefnd. Þetta kemur fram
í svari Nichole Leigh Mosty,
formanns nefndarinnar, við
fyrirspurnum Fréttatímans.
Svarið stangast á við skýringar
ráðuneytisins sem hafnaði beiðni
Fréttatímans um frumvarpsdrög
á þeim forsendum að engin slík
gögn væru til.
Atli Þór Fanndal
ritstjorn@frettatiminn.is
Tryggingastofnun virðist líka hafa
eytt öllum gögnum vegna sinna út-
reikninga. „Það eru engin gögn til
um þetta atriði,“ segir í svari stofn-
unarinnar um aðgang að gögnun-
um. Samskipti við ráðherra vegna
málsins virðast ekki hafa verið
skráð og beiðni um afrit af þeim
var því hafnað.
Nichole segir málið hafa fengið
„nokkuð hefðbundna málsmeð-
ferð“ í þinginu. „Fulltrúar úr vel-
ferðarráðuneytinu komu fyrir
nefndina eins fljótt og kostur var
eftir að málið kom í ljós. Þar var
öllum nefndarmönnum kynnt mál-
ið og borið undir nefndina hvort
hún væri til í að flytja málið fyr-
ir þinginu.“ Umræddur fundur fór
fram 6. febrúar, skömmu áður en
þingið átti að fara í kjördæmaviku.
Það var Tryggingastofnun sem tók
eftir því í lok janúar að greiðslur úr
skyldubundnum lífeyrissjóði töld-
ust ekki til tekna samkvæmt laga-
bókstaf sem þýðir að þær reiknast
ekki til skerðingar greiðslna frá
Tryggingastofnun.
„Þá hafði Tryggingastofnun
þegar greitt ellilífeyri fyrirfram
fyrir janúar og tölvukeyrslu var
lokið vegna greiðslu bóta fyrir
febrúar. Þar af leiðandi var hvorki
um að ræða sérstaka ákvörðun
Tryggingastofnunar né einhverja
staðfestingu af hálfu ráðuneytisins
um „að greiða ekki út þrátt fyrir
lagabókstaf“,“ segir í svari ráðu-
neytisins við ósk um afrit af öll-
um þeim gögnum sem nýtt voru
við mat ráðuneytis eða Trygginga-
stofnunar um að greiða ekki út í
samræmi við gildandi lög heldur
það sem kallað hefur verið vilji lög-
gjafans.
Hið rétta er þó að ákveðið var að
greiða ekki út í samræmi við lög
eftir að villan var uppvís. Engin til-
raun var gerð til leiðréttingar og
útreikningar á kostnaði voru gerð-
ir utan kerfis. Þá fékk Trygginga-
stofnun fyrirmæli frá ráðuneytinu
um að „reikna með því að greiða
marsmánuð með sama hætti og
janúar og febrúar.“
Skömmu eftir fund fulltrúa
velferðarráðuneytisins með vel-
ferðarnefnd Alþingis óskaði ráðu-
neytið eftir áliti ríkislögmanns á
því hvort setja mætti afturvirk lög.
Í álitinu er vísað til bréfs frá ráðu-
neytinu þar sem gefin eru fyrir-
mæli um hvað skal athuga. Í sama
áliti kemur fram að ráðuneytið
undirbúi frumvarp til breytingu
laganna. Þessi gögn neitar ráðu-
neytið að séu til.
Álit ríkislögmanns er sam-
kvæmt heimildum Fréttatímans
í algjörri andstöðu við álit þeirra
sérfræðinga sem nefndin kallaði
til vegna málsins. Ríkislögmaður
telur það ekkert sérstaklega vand-
kvæðum háð í þessu tilviki að setja
lög aftur í tímann.
Nichole segir starfsmenn ráðu-
neytisins hafa eftir fundinn 6.
febrúar verið í samskiptum við
starfsmenn velferðarnefndar
vegna vinnslu á frumvarpinu. „Í
framhaldi af umræðum nefndar-
innar var ákveðið að ráðuneytið
gerði drög að frumvarpinu í sam-
ráði við starfsmenn nefndarinnar
með hliðsjón af þeim umræðum
sem fram fóru í nefndinni,“ segir
Nichole. Þetta gengur í berhögg við
svör ráðuneytisins við ítrekuðum
beiðnum um gögn vegna vinnslu
málsins.
Halldóra Mogensen, fulltrúi
Pírata í velferðarnefnd, spurði þó
ráðherra í þinginu þann 27. febrú-
ar hvers vegna hann hafi ekki talað
sjálfur fyrir málinu. Þorsteinn
sagði „augljóst“ að um mistök væri
að ræða og að ásetningur löggjaf-
ans hefði verið annar en varð raun-
in. Þá vitnaði hann til hefðar sem
hann þekkti reyndar ekki sjálfur
sem ástæðu þess að hann tæki ekki
ábyrgð á málinu.
Ráðamenn hylja slóðina
Frumvarp velferðarnefndar var samið
af starfsfólki velferðarráðuneytisins
með vitund og vilja Þorsteins Víglunds-
sonar, félags- og velferðarráðherra.
Nichole Leigh Mosty, formaður vel-
ferðarnefndar, staðfesti við Frétta-
tímann að ráðuneytið hefði skrifað
frumvarpið.
Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í
velferðarnefnd, spurði ráðherra út í
málið á þingi. Það eru einu merki þess
opinberlega að ráðherra hafi komið
að málinu.
Í HNOTSKURN
Velferðarráðuneytið samdi frum-
varp ofan í velferðarnefnd.
- - -
Allt kapp var lagt á að fela og eyða
gögnum
- - -
Álit Ríkislögmanns er í andstöðu
við ráðleggingar gesta vel-
ferðarnefndar
- - -
Ráðuneytið lagði blessun á að
greiða ekki út í samræmi við lög
- - -
Gögnum málsins virðist hafa verið
eytt í Tryggingastofnun
Sjálfstæðismenn vilja
íþróttaaðstöðu frekar
en fjölbýli í Vesturbæ
Kjartan Magnússon vill betri
íþróttaaðstöðu í Vesturbæ frekar en
fjölbýlishús.
Skipulagsmál Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks er
ósáttur við að nýta eigi SÍF-reitinn
við Keilugranda undir fjölbýlishús,
eins og borgarstjórn samþykkti á
dögunum. Sjálfstæðismenn segja
brýnni þörf fyrir íþróttamann-
virki og að þétting byggðarinnar
sé á kostnað innviðauppbyggingar.
Meirihluti borgarstjórnar sam-
þykkti á dögunum að úthluta lóð
við Keilugranda til Búseta ásamt
byggingarétti fyrir 78 búseturétt-
ar- eða leiguíbúðir. Borgarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks segja byggða-
þéttinguna í Vesturbæ Reykjavíkur
vera ábyrgðarlausa og að meirihlut-
inn gleymi uppbyggingu innviða í
hraðri þéttingu byggðar.
„Útlit er fyrir mikla þéttingu
byggðar í Vesturbænum á næstu
árum, sem gæti haft í för með sér
að íbúum hverfisins fjölgi um að
minnsta kosti 5.500 manns eða 33%.
Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar
framtíðar, Pírata og Vinstri grænna
sýnir af sér mikið fyrirhyggju-
leysi í skipulagsmálum með því að
leggja annars vegar mikla áherslu
á þéttingu byggðar í Vesturbæn-
um en neita hins vegar að horfast í
augu við þá staðreynd að slík fjölgun
kallar á samsvarandi uppbyggingu
innviða, ekki síst í þágu íþrótta og
skólastarfsemi. Með þeirri ákvörðun
meirihlutans að ráðstafa svæðinu
undir þétta fjölbýlishúsabyggð er
jafnframt komið í veg fyrir að hún
nýtist í þágu íþrótta- og æskulýðs-
starfsemi í Vesturbænum,“ segir í
bókun Sjálfstæðismanna.
Kjartan vakti athygli á málinu í
íbúahópi Vesturbæinga á Facebook
í vikunni þar sem tekist var á um
hvort raunverulega þurfi meira pláss
undir íþróttaaðstöðu í hverfinu, eða
hvort skipuleggja þurfi íþróttaað-
stöðuna sem fyrir er, betur. | þt
Viðskipti Tæplega 25 milljarða
króna kröfum var lýst í þrotabú
Magnúsar Þorsteinssonar og 25
milljónir hafa fengist upp í þær.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Magnús Þorsteinsson fjárfestir á
eignir í útlöndum sem skiptastjóri
þrotabús hans bíður enn eftir að
koma til Íslands. Þessar eignir eru
ekki hluti af þeim tæplega 25 millj-
ónum króna sem greiddust upp í
rúmlega 24,5 milljarða króna kröf-
ur sem lýst var í bú hans. Skipta-
lok Magnúsar voru auglýst í Lög-
birtingablaðinu á fimmtudaginn
en skiptastjórinn, Ingvar Þórodds-
son, segir að sá fyrirvari sé á skipt-
um þess að hann sé að leita leiða til
að koma eignum sem Magnús átti,
og búið hefur safnað saman á einn
stað, til Íslands. „Það eru eignir í út-
löndum sem á eftir að koma í verð.
Það tók það langan tíma að það varð
að gera þetta svona.“ Ingvar seg-
ir flókið að koma eignunum, sem
hann vill ekki gefa upp hverjar eru.
Ingvar vill ekki gefa upp hversu
miklar þessar eignir eru eða hvar
þær voru. Magnús hefur hins vegar
verið búsettur í Rússlandi síðustu
ár og í fréttum um gjaldþrotaskipti
hefur komið fram að hann hafi átt
eignir í Rússlandi, meðal annars
fasteignir við hafnarsvæði í Sankti
Pétursborg. Ingvar segir að hann
vilji ekki gefa upp hverjir voru
stærstu kröfuhafarnir í búið vegna
trúnaðar.
Magnús var stórvirkur fjárfestir á
Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008
og var meðal annars einn af hlut-
höfum Landsbankans ásamt Björg-
ólfsfeðgum. Eftir hrun hefur lítið
farið fyrir honum í fjárfestingum
á Íslandi.
Gjaldþrot Magnúsar: Á meiri eignir í útlöndum
Magnús Þorsteinsson á eignir
í útlöndum sem þrotabú hans
reynir að koma til Íslands.