Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 8
www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR! ÆVINTÝRALJÓMI TRANSILVANÍU 19. - 26. maí I 8 nætur 161 700 kr. Rúmenía - í fótspor Drakúla greifa 298 000 kr. Moskva-Pétursborg 30. júlí - 09. ágúst I 10 nætur SIGLING KEISARALEIÐIN Þurfum nærveru og meiri samkennd Í Fréttatímanum í síðustu viku fjölluðum við um rannsóknir sem benda til þess að fólk er meira einmana og einangrað í dag en áður. Helga Sigurjónsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts, segir einmanaleikann oft vera rót vandans hjá skjólstæðingum sínum. 8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Einmanaleikinn hellist yfir fólk af ólíkum ástæð-um og fólk er misvel undirbúið til að takast á við hann. Hverskyns áföll, félagslegt umhverfi, einelti, veikindi og fötlun eru allt þættir sem geta ýtt undir einangrun. Verði einangrunin langvarandi getur hún leitt af sér svíðandi einmanaleika sem veldur ekki aðeins andlegri vanlíðan heldur einnig líkamlegri. Helga Sigurjónsdóttir félagsráð- gjafi og deildarstjóri hjá Þjónustu- miðstöð Breiðholts segir fólk oft eiga erfitt með að viðurkenna að það sé einmana og hlutirnir því oft komnir í óefni þegar hefja eigi vinnu við vand- ann. „Það kemur hingað mjög mikið af fullorðnu fólki sem býr eitt og er innilokað og ein- mana. Þegar við heyrum af fólki sem hefur ekki farið út í marga mánuði þá förum við og bönkum upp á og bjóðum aðstoð okkar, en sumir vilja enga aðstoð. Margir hafa það ansi dapurt,“ segir Helga. En það eru ekki bara fullorðnir sem eru einmana. Rannsóknir sýna að kvíði og þunglyndi er vaxandi vandamál meðal íslenskra grunn- skólabarna. Helga segir einmana- leika og félagsfælni að sama skapi hafa aukist, enda haldist þetta allt í hendur. Erfitt sé að henda reið- ur á hvað valdi þessari samfélags- breytingu en ýmislegt komi til greina. Hennar persónulega skoðun er sú að það sé flóknara að vera ungur í dag. „Maður veltir því fyrir sér hvort aukið áreiti sem ungt fólk verður fyrir í dag sé hluti vandans. Fólk hefur minni tíma og mestur tími fer í samfélagsmiðla og netið þar sem unga fólkið samsamar sig við óraunhæfar fyrirmyndir. Mér finnst hraðinn vera meiri í dag og ég held að það skipti miklu máli að foreldrar fylgist vel með unglingn- um sínum og að fjölskyldan eigi sér samverustundir. Bara það að borða kvöldmat saman er mikilvægt.“ „Maður sér að sumar fjölskyldur eru ekki saman jafnvel þó, þær eyði tíma saman, hver og einn er í sínu horni með tækin sín. Það er minna um nærveru og samkennd. Og það er minna um að stórfjölskyldur hitt- ist, að mínu mati. Við sjáum það klárlega að fólk er einangraðara en áður. Það er margur sem á hrein- lega engan að. Ungt fólk sem hef- ur farið út af sporinu á oft á tíðum engan að. Það eru til dæmi um það að við hér séum þau einu sem fólk getur hallað sér að,“ segir Helga og tekur undir það að einmanaleikinn sé samfélagslegt tabú sem mörgum reynist erfitt að ræða. „Það er erfitt að tala um einmanaleikann því það er í eðli okkar að vilja líta vel út, út á við. Við erum oft búin að tala lengi við skjólstæðinga okkar áður en við áttum okkur á því að einmanaleik- inn er helsta rót vandans. Þetta er mikið áhyggjuefni sem við þurfum klárlega að veita athygli.“ „EINN TÍMI HJÁ SÁLFRÆÐINGI KOSTAR SEXTÁN ÞÚSUND OG ÞAÐ HAFA EKKI ALLIR EFNI Á ÞVÍ.“ - Ólöf Elíasdóttir „ÞAÐ Á EKKI AÐ ÞURFA AÐ GERAST AÐ FÓLK VERÐI ÞUNGLYNT.“ - Guðlaug Sæmundsdóttir „ÞAÐ ER ALLT ÖÐRUVÍSI AÐ VERA EINN OG VILJA ÞAÐ EN AÐ UPPLIFA EINMANALEIKA. “ - Björgvin Eðvaldsson Við sjáum það klár- lega að fólk er einangr- aðara en áður. EINMANALEIKI

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.